Grenjandi hamingja í skuldunum !!!

Hver gleðifréttin á eftir annarri birtast okkur um frábærar veiðiferðir Íslenskra skipa. Gullæðið greip umvenus.jpg sig í Makrílveiðum, met verðmæti úr Barentshafi, smábátar fiska sem aldrei fyrr. Er þá ekki bara allt í þessu fína eða hvað?

Heitasta ósk Líú varð að veruleika, gengið er vitlaust skráð, það verður að lækka, svona hljómaði Líú kórisöngurinn og það lækkaði alveg eins og eftir pöntun, en gleymdist eitthvað í söngnum? Skoðum málið.

Skuldir sjávarútvegsins um mitt ár 2007 voru um það bil 307 milljarðar, mér er til efs að halda að allir kvótavöndlarnir séu meðtaldir, en gott og vel nóg er það samt. Söngurinn skilaði árangri og gengið féll, og það heldur hressilega svona ein 40%. Allt veður upp öll aðföng sjávarútvegsins hækka sem þessu nemur, olían veður upp í hæstu hæðir og merkilegt nokk, helvítis skuldirnar líka.

Það mætti kannski segja að Líú kórinn hafi sungið sinn eigin jarðarfarasöng. Eitthvað fer lítið fyrir söngnum um hagkvæmni, arðsemi og sjálfbærni þessa dagana, enda er ekkert slíkt í spilunum. Söngurinn er eitthvað á þessa leið, sjómenn verða að borga brúsann, sjá hér. Nú misminnir mig ekki neitt, í fyrrasumar söng Líú kórinn, sjómenn verða að taka þátt í kvótaleigu. Þarna var verið að tala um kvótaleigu á þorski í Barentshafi og kílóið átti að kosta 60 til 65 krónur. Takið eftir, þetta þótti Líú svívirðilega há kvótaleiga. Á sama tíma var Líú að leigja frá sínum vildarvinum þorsk á Íslandsmiðum upp á 180 til 220 krónur kílóið, í dag er leigan 240 til 250 krónur kílóið. Það er ekki sama hver er, kvótagróðapungur á Íslandi eða Noregi.

Ekki stóð sjómönnum til boða að fá tekjur út úr þessu leigubraski frá vildarvinum Líú, nei þvert á móti var boðið upp á að borga leigu í Barentshafi. Útgerðin er meira og minna í eigu fiskvinnslunnar og ræður vinnslan að stórum hluta því fiskverðinu sem sjómönnum er skammtað. Á einfaldri Íslensku er þetta dulbúin þátttaka sjómanna í kvótaleigu.

Nú skulu sjómenn borga meira og hækka skal kostnaðarhlutdeildina, í dag er hún 30% og hefur verið svo um árabil og Líú grenjar eftir meiri stuðningi sjómanna. Þeir sem ekki skilja hvað kostnaðarhlutdeild er þá er það mér hugljúft að fræða viðkomandi. 30% af aflaverðmæti eru dregin frá strax í olíukostnað og restinni 70% fara síðan til skipta. Af þessum 70% fara síðan á bilinu 26 til 31,5% til launaútreikninga sjómanna.

Dytti einhverjum í hug að opna verslun og láta afgreiðslufólkið borga 30% af rafmagns og hitareikningnum? Já eða bara hvaða rekstri sem er, ekki er ég viss um að flutningabílstjórar yrðu yfir sig ánægðir með svona kjör.

Góðar stundir.


mbl.is Aflaverðmætið 162 milljónir króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Heyrði í einhverjum forystusnillingnum frá sjómönnum í morgun, hvar hann grenjaði yfir að þetta hefði aldrei verið svona erfitt, nú snéru allar kröfurnar að sjómönnum.

Það er með ólíkindum hverslags tuskuvaskar þetta eru. Af hverju bjóða þeir ekki útgerðarmönnum að selja fyrir þá aflann og auka aflaverðmæti skipanna um einhver 40% þá er málið leyst, er það ekki?

Það er ótrúlegt að sitja undir vangaveltum um hvað eigi að skerða mikið hlutinn sjómannsins úr fiskverði sem ákveðið er af þessu LÍÚ-Samherja glæpagengi á Akureyri, sem er kannski niður undir helmingur af eðlilegu verði...?

Þvílíkt endemi...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 22.8.2008 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband