Undirbúningur hafinn að lokaskrefunum.

Á vísir.is kom þessi frétt og þarf svo sem ekkert að koma á óvart. Bankarnir eru komnir á bólakaf í drullusvaðið eftir geðsjúka stefnu í veðsetningum á sameign þjóðarinnar (aflaheimildum) Bankarnir bera langmesta ábyrgð á því hvernig verðþróunin á sameign þjóðarinnar (aflaheimildum) er háttað. Að halda því fram að framboð og eftirspurn hafi ráðið för er líklega glæpsamleg lygi.

Sama dag og menn fóru að versla með sameign þjóðarinnar byrjaði ballið, skuldirnar hafa aukist jafnt og þétt og nú síðustu ár hafa skuldirnar rokið upp sem aldrei fyrr. Allt tal um hagkvæmni, sjálfbærni og gríðarlega arðsemi er málflutningur sem stenst engin rök, nær væri að tala um alvarlega afneitun, þróunin á skuldum sjávarútvegsins frá árinu 1991 sanna það svo ekki verður um villst.

En aftur að fréttinni, hver skildi vera raunveruleg ástæða fyrir því að Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningar Kaupþings sé það svo hugleikið að hækka kvótaþakið á fyrirtæki í sjávarútvegi? Það skildi þó aldrei vera að menn þar á bæ séu að vakna upp eftir partíið með hroðalega timburmenni og átta sig á því að skuldirnar sé aldrei hægt að borga?

Þá er ekki úr vegi að búa til MAX 10 fyrirtæki, á fagmáli kallast það bráð nauðsynleg sameining sem að sjálfsögðu bankarnir ákveða hverjir koma til með að "(eiga)" og stjórna. Því stjórnar enginn annar enda "telja þeir (bankarnir) sig eiga fiskinn skuldlaust í sjónum" Þessir svokölluðu "eigendur" sem fá að stjórna eru í raun þrælar bankanna og eru kúgaðir til hlýðni annars býður ískaldur klakinn sem tekur fagnandi við gróflega misnotuðum afturendanum á óstýrilátum þrælunum.

Að þessu markmiði hefur verið stefnt að leynt og ljóst frá upphafi með auðfenginni aðstoð Sjálfstæðismanna og um tíma Framsóknarmanna sem á einhvern dularfullan hátt komast upp með það að hygla auðvaldinu á kostnað hins venjulega borgar þessa lands. Öllu er flaggað til og engu eirt, heilu byggðarlögin eru lögð í rúst á þessari viðbjóðslegu leið sem er í boði stjórnvalda.

Ásgeir telur einnig að það séu engin rök fyrir því að erlendum fjárfestum sé haldið utan við sjávarútveginn, hagfræðileg rök fyrir þessum þankagangi Ásgeirs eru væntanlega að best sé að útlendingarnir borgi brúsann sem komin er að fótum fram eftir algjörlega misheppnaða tilraun bankanna í stjarnfræðilega biluðu Excel ævintýri sem aldrei, frá fyrsta degi gat gengið upp.

Það verður fróðlegt að sjá viðbrögð Samfylkingarinnar við þessum boðskap. Samfylkingin boðar fyrningarleið á kvótakerfinu. Sem einnig er galin hugmynd útaf fyrir sig, fyrningarleið á mannréttindabrotum er eitthvað sem engum siðmenntuðum þjóðum dettur til hugar að bjóða upp á.

Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband