fim. 24.7.2008
Ferðamenn í áfallahjálp.
Þetta kemur mér ekkert á óvart, þetta er ofureðlilegur gangur í lífríkinu. Þessar aðfarir háhyrningsins í fæðuöflun hafa margir sjómenn séð oftar en einu sinni. Ef þessi hópur ferðamanna og þeir sem reka hvalaskoðunarfyrirtækin vissu hvað háhyrningurinn æti í raun af hvalnum yrðu þeir sjálfsagt studdir hágrenjandi þráðbeint í áfallahjálp. Háhyrningurinn étur yfirleitt ekkert nema tunguna úr hvalnum hræið sekkur síðan til botns og verður fæða annarra óæðri tegunda í fæðukeðjunni.
Það er einnig alþekkt að háhyrningar elta kvenkyns hvalinn þegar þær eru með ungviði sér við hlið. Háhyrningurinn rekur hvalinn áfram og þreytir hann þannig að móðirin verður nánast óhæf að verja ungviðið, síðan er lagt til atlögu ungviðið er drepið og einungis tungan étin restin af hræinu sekkur til botns.
Góðar stundir.
Hrefna barðist fyrir lífi sínu við hóp háhyrninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gaman að fá svona upplýsandi og fræðandi athugasemdir. - Takk fyrir Hallgrímur.
Uppreisnarseggurinn@gmail.com
Uppreisnarseggurinn@gmail.com (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 12:04
Já það held ég að sé nokkuð til í þessu með áfallahjálpina hjá þér,það er nefnilega svo að ekki eru allir sem vita þetta að tungan er bara étin.
Landi, 24.7.2008 kl. 12:25
Þetta með tunguna: háhyrningarnir koma tveir saman, og klemma hrefnuna milli sín - við það rekur hrefnan tunguna út úr sér, og hún er minni og miklu meyrari en ytra byrði hvalsins, og í raun það eina sem blessuð dýrin geta náð í til að éta.
Ásgrímur Hartmannsson, 24.7.2008 kl. 19:48
Jæja strákar förum í gegnum þetta ferli. Háhyrningurinn er margfalt sneggri og liprari skepna heldur en Hrefnan. Það sem háhyrningurinn gerir er einfalt, hann keyrir af miklu afli í hliðar hrefnunnar reyndar hvar sem er og bítur sig fastan, síðan rífur hann í og á einfaldri Íslensku má segja að hann hamfletti hrefnuna. Þetta margendurtekur hann þangað til að hrefnan drepst, í langflestum tilfellum er hann bara að sækjast eftir tungunni.
Þegar háhyrningur sækir að kvenkyns hval sem er með afkvæmi sér við hlið byrja þeir á móðurinni, síðan er varnarlaust afkvæmið tekið .
Ég hef margsinnis séð háhyrninga ráðast svona á stórhveli, þeirri baráttu lýkur yfirleitt alltaf með sigri háhyrningsins. Þetta geta verið mjög tilkomumiklar athafnir og hefur það komið fyrir að stórhveli þurrki sig alveg upp úr sjónum jafn vel með háhyrninga hangandi utan á sér.
Vonandi svarar þetta einhverjum pælingum.
Góðar stundir.
Hallgrímur Guðmundsson, 24.7.2008 kl. 20:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.