mið. 23.7.2008
Þið skuluð borga og steinhalda kjafti!!!!!!!!!!
Eldsneytisverð hefur lækkað um 2 krónur
Skeljungur, Olís, Atlantsolía og Orkan hafa lækkað verð á eldsneyti um tvær krónur í dag . N1 hefur ekki lækkað verð í dag og segir Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, að þar á bæ vilji menn bíða og sjá til hvað gerist.
Hermann segir að gengislækkun krónunnar hafi étið upp þá lækkun sem hafi orðið í gær. Þá segir hann jafnframt að menn vilji bíða og sjá þangað til að stöðugleiki sé kominn á verðið. Það sé ekki til hagsbóta fyrir neytendur að verðið sé hækkað eða lækkað hér um leið og eitthvað gerist á mörkuðum erlendis. Frétt lýkur.
Takið eftir það er ekki til hagsbóta fyrir neytendur að verðið lækki hér um leið og eitthvað gerist á mörkuðum erlendis. Skoffínið þarf ekkert að vera að tala um hækkun þeir hækka alltaf um leið og eitthvað hækkar erlendis.
Ekki er mér kunnugt um að gengið hafi fallið jafn mikið á síðustu tveimur vikum og olíuverðið. Einu tók ég eftir og var að mig minnir sagt af umræddu skoffíni. Þetta var alveg nýtt og minnist ég ekki að hafa heyrt þá skýringu áður. "Við skulum átta okkur á því að verðið á hráolíu hefur verið að lækka á mörkuðum erlendis, við seljum ekki hráolíu, við seljum díselolíu" Svo mörg voru þau orð.
Hvað skyldu margir vera á launum hjá þessum olíukóngum við það að finna upp nýjar og nýjar útskýringar og afsakanir fyrir okkur sótsvartan almúgann?
Góðar stundir.Olía heldur áfram að lækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.7.2008 kl. 21:45 | Facebook
Athugasemdir
Einfalt mál - boycotta á N1. Hér eftir versla ég ekki við þessa gaura
Martha Elena Laxdal (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 00:01
Við skulum einnig minnast orða forstjóra Olís fyrir nokkrum dögum þegar Olís hækkaði verð um rúmlega 6 kr.
Hann sagði: Það eru kröfur markaðarins að eldsneytisverð fylgi heimsmarkaðsverði!
Eða eitthvað á þá leið. Hvað varð um þá heimspeki núna?
Finnur (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.