Ofurbloggari Sjálfstæðisflokksins

Stefán Friðrik Stefánsson setti meðal annars þetta inn á síðuna hjá sér í dag.

"Umhverfis jörðina á 80 lygasögum

Hún er allsvakaleg svikamyllan sem unga bandaríska parið spann til að ferðast um heiminn og lifa hátt, á annarra manna kostnað. Hvernig getur fólk svikið vini sína og nágranna með öðrum eins ómerkilegum hætti? Þarf að vera verulega ósvífið og ómerkilegt fólk sem gerir annað eins" Tilvitnun lýkur.

Gaman verður að sjá hvað umræddur Stefán segir um þessa frétt. Hann kemur væntanlega eitthvað inn á svikamilluna sem flokksbræður hans styðja með kjafti og klóm og það er kvótakerfið. Kvótakerfið er ekkert annað en svikamilla sem búið er að slátra flestu sem hægt er að aflífa í þessu landi.

Landsbyggðin er að verða ein rjúkandi brunarúst eftir kvótakerfið. Einstaklingar og fjölskyldur gerðar eignarlausar, gjaldþrotum fjölgar gríðarlega, sveitarfélögin mörg hver að komast í mjög alvarleg vandræði fjárhagslega. Hvað annað en kvótakerfið hefur búið til þessar hörmungar?

Eitt er víst að lausafjármagnskreppan út í heimi skapaði ekki þennan vanda. Nei þvert á móti þá er þetta er heimatilbúinn viðbjóður í allri sinn dýrð og höfum eitt á hreinu, flokksbræður ofurbloggarans semja matseðilinn og hundarnir sjá um afganginn.

Gott framtak hjá Ásmundi og ég geri passlega ráð fyrir því að hann fari með málið alla leið.

Góðar stundir.


mbl.is Bátur á ólöglegum veiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Halli,

ég er algjörlega sammála þér, það er spillingarfnykur af þessu, hvernig menn hafa með tilstuðlan spilltra stjórnvalda veðsett þjóðarauðlindina í útlöndum. 

Ég heyri alltaf í Ásmundi hann er keikur. Og flottur. 

Sigurður Þórðarson, 16.7.2008 kl. 22:19

2 identicon

Heill og sæll; Hallgrímur !

Stefán Friðrik; hefir smitast illilega, af þeirri frjálshyggju ólyfjan, hverri honum hefir verið byrluð, í einhverri Pílagrímsferða hans, suður til Reykjavíkur Valhallar. Vammlaus drengur; að upplagi, síns góða fólks, hvert að honum stendur. 

Kom inn á; dirfsku og þor Ásmundar Jóhannssonar, fyrir stundu, á minni síðu.

Horskur drengur; Ásmundur, og á alla þá virðingu fullskilda, hverja hann verðskuldar, svo ríkulega !

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi, norður um /

Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 22:23

3 identicon

Nú er kominn til að kanna hver gaf örfáum mönnum höfuðauðlind allra landsmanna?Stöndum með Ásmundi!

lelli (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 22:45

4 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það verður fróðlegt að sjá hvernig mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna bregst við ekki neinu svari stjórnvalda. Mér skilst að það sé von á því um miðjan Ágúst.

Hvernig farið hefur verið með sjávarútveginn á Íslandi er ein risastór sorgarsaga og þeir sem stjórnað hafa því eiga aðeins heima á einum stað, bak við lás og slá.

Hallgrímur Guðmundsson, 16.7.2008 kl. 22:57

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Vil minna ykkur á að dreifa undirskriftalistanum til stuðnings Ásmundi

Sigurður Þórðarson, 17.7.2008 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband