mán. 7.7.2008
Róið án kvóta
Þessi frétt er í fréttablaðinu og á visir.is í dag.
Fékk Gæsluþyrluna í heimsókn á sjóinn
Ásmundur Jóhannsson sjómaður fékk þyrlu Landhelgisgæslunnar í heimsókn á miðin í gær. Ásmundur stendur í deilu við yfirvöld vegna nýlegrar ályktunar mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna þar sem kvótakerfið var fordæmt. Í mótmælaskyni við núgildandi kvótakerfi hefur hann verið að veiða án veiðiheimilda.
Ég var um tuttugu sjómílur norðvestur af Sandgerði þegar þeir komu þarna á þyrlunni," sagði Ásmundur í samtali við Fréttablaðið í gær. Þeir sveimuðu þarna í kringum mig og sjórinn úðaðist yfir mig. Ég var að hugsa um að setjast bara inn í stýrishús og loka að mér."
Hann segir leikinn til þess gerðan að hræða hann. Ég held þeir hafi verið að reyna að ógna mér," sagði Ásmundur, hvergi banginn. Hann bætir því við hann hann hafi ekki ætlað sér í land í gær því ekki sé hægt að landa í Sandgerði um helgar. Svo fann ég að ég var ekki vel frískur og þá á maður að vera heima hjá sér."
Hjá Landhelgisgæslunni var fátt um svör, þar sagði starfsmaður stjórnstöðvar að þeim væri óheimilt að ræða þau mál sem lægju inni á borði hjá þeim. Frétt lýkur.
Það verður fróðlegt að fylgjast með þessu!
Góðar stundir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ásmundur er bar með þessu að láta reyna á álit mannréttindanefndarinnar, það mættu, að ósekju, fleiri gera. En það er alveg ljóst að stjórnvöld ætla að verja þetta "besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi" með öllum ráðum, það eina sem virðist duga er að virkja samtakamáttinn en það verður að gæta þess að ekki verði farið yfir"strikið" í aðgerðum. Ég myndi áætla að besti maðurinn, til ráðgjafar við að skipuleggja þannig aðgerðir, væri Guðbjörn Jónsson.
Jóhann Elíasson, 7.7.2008 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.