Ísland best í heimi

Góðærið, stöðugleikinn og almenn bjartsýni fokin út í veður og vind. Nú blæs duglega á móti myndi einhver segja, er ekki hægt að kalla þetta ástand helvítis brælu skít svo notað sé tungumálið sem mér er frekar tamt.

Byggingariðnaðurinn er ein stór brunarúst, sjávarútvegurinn er sem rjúkandi rústir og fjármálamarkaðurinn er svo vægt sé til orða tekið risastórar brunarústir.

Fyrir réttu ári síðan var Ísland best í heimi, hér var akkúrat ekkert að og almenn bjartsýni ríkti hjá landanum undir hverri þrumuræðunni á fætur annarri frá stjórnvöldum um það hvað við hefðum það nú gott og mættum í rauninni þakka almættinu fyrir að hafa fæðst á landinu bláa. (Ég vil kalla þetta Hitlers aðferðina og hún var einföld, HEILAÞVOTTUR)

Í dag fjölgar þeim hratt, bæði einstaklingum og fyrirtækjum sem horfa með galtómum augum og hugann fullann hrylling á allt sitt renna í þrot og ekkert hægt að gera í stöðunni. Þrumandi ræður stjórnvald um góðærið og stöðugleikann heyrast ekki lengur, í rauninni steinþögnuðu stjórnvöld og ákváðu að gera ekki neitt, (sér Íslenska aðferðin) Í besta falli eru þeir dónalegir sem vilja einhver svör.

Það var þá kannski engin afprýðisemi sem hrjáði Dani og voru hvað duglegastir við að benda á brjálæðið sem var í gangi á landinu bláa. Kannski var það eina innistæðan sem var til, varúðarorð Dana því ljóst má vera að lítil sem engin innistæða var til fyrir sér Íslensku aðferðinni og mörgum útrásarvíkingunum sem ætluðu að taka heiminn að láni.

Góðar stundir.


mbl.is Eiga erfitt með að borga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er allt saman satt og rétt hjá þér Halli en það sem stakk mig nú einna mest voru orð Davíðs Oddssonar, yfirhryðjuverkamanns í Seðlabankanum þegar hann var að kynna óbreytta stýrivexti, hann sagði "að ekki væri ráðlegt að kasta verðbólgumarkmiðum Seðlabankans því það myndi ógna EFNAHAGSLEGUM STÖÐUGLEIKA".  Er það efnahagslegur stöðugleiki að vera með HÆSTU stýrivexti í heimi, verbólgu sem mælist í TUGUM PRÓSENTA og heimilin og fyrirtækin í landinu eru að sligast undan vaxtaokri?  Á hvers konar lyfjum er maðurinn eiginlega og hvernig ætli hann myndi skilgreina ástandið í efnahagsmálum ef hér væru lágir stýrivextir og verbólga innan við verðbólgumarkmið Seðlabankans?  Það hefur komið fram í máli Forsætisráðherra, að það verði að koma bönkunum og fyrirtækjunum til hjálpar, í þessum "hremmingum" í efnahagslífinu en það hefur enginn talað um að það þurfi að koma heimilunum til bjargar.  Afborganir af lánum til heimilanna eru að hækka um tugi þúsunda króna og í mörgum tilfellum hundruð þúsunda króna.  Það segir sig alveg sjálft að það stendur ekkert heimili undir þessum hækkunum, þá tapar fólk eignum sínum, bankar og lánastofnanir sitja uppi með "yfirveðsettar" fasteignir, sem aftur leiðir til þess að fasteignaverð lækkar.  Einhvers staðar segir; Að engin keðja sé sterkari en veikasti hlekkurinn.  Ef engin heimili eru, þá eru ekki bankar og fyrirtæki, þetta spilar nefnilega allt saman og ef eitt af þessu vantar í jöfnuna þá gengur dæmið ekki upp.

Forsætisráðherra sagði það að fólki væri bara nær, það hefði tekið á sig meiri skuldbindingar en það var fært um að standa við.  Jú gott og vel, það má að einhverju leiti taka undir þetta.  En fóru ekki bankar og fjármálastofnanir og ríkisstjórnin á undan og "hvöttu" fólk, beint og óbeint, til meiri eyðslu, með því að láta í veðri vaka að "Íslenska efnahagsundrið" væri eilíft og komið til þess að vera.  Ég er ekki að mæla því bót að fólk eyði um efni fram en er ekki of mikil einföldun að segja að fólk hefði átt að vita betur? Nú erum við að bíta úr nálinni með vitlausa efnahagsstjórnun undanfarinna ára, en ekki get ég séð að við höfum neitt lært af því sem á undan er gengið. 

Jóhann Elíasson, 5.7.2008 kl. 10:29

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hárrétt hjá þér Hallgrímur. Þetta er ósköp líkt þeim heilaþvotti sem Hitlersæskan gekk í gegn um. Og ástæðan er í grunninn sú sama. Boðskapurinn byggðist á heimskulegri ofurtrú valdhafanna á hinum eina sannleik sem var svo fullkominn að hann þarfnaðist engrar endurskoðunar.

Hitler skaut sig í hausinn, ef ég man rétt. Ekki finnst mér rétt að fara fram á það að þeir íslensku valdhafar sem hrintu þessari ógæfu í gang fari að dæmi hans og vona reyndar að svo fari ekki.

En þeir gætu látið sig hafa að biðjast afsökunar og játa á sig mistökin.

Árni Gunnarsson, 5.7.2008 kl. 10:33

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það er mikið til í því sem þú segir. Mér finnst næstum eins og þetta hafi verið planað, en ætla ekki að fara alla leið og ásaka neinn um það.

Villi Asgeirsson, 5.7.2008 kl. 20:11

4 Smámynd: Víðir Benediktsson

Hvaa? Ertu efins? Veistu hvað verður um efasemdarmenn??

Víðir Benediktsson, 5.7.2008 kl. 21:34

5 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sælir strákar takk fyrir kommentin og gott að ég skuli ekki vera einn um að hafa þessa skoðun.

Sæll Víðir, ég er ekki efins ég er handviss um þetta. En annars hvað er gert við efasemdarmenn í þinni sveit?

Dagurinn í dag var viðburðaríkur enda nokkuð merkum áfanga náð, betri helmingur minn (konan mín) var að opna búðina í dag sjá hér, ég var að sjálfsögðu þar til aðstoðar með það sem þurfti og féll til. Í nótt verður svo brunað vestur á Drangsnes að skoða bát og fer sjálfsagt morgundagurinn í það dæmi.

Hvað verður svo gert er ekki alveg ákveðið, en eitthvað dettur mér til hugar trúi ég.

Hallgrímur Guðmundsson, 5.7.2008 kl. 21:52

6 identicon

Áður fyrr, fóru menn til Hornafjarðar á vertíð, tugir eða hundruðir manna og einnig til suðurnesja, austfjarða og vestfjarða. (nokkuð sem þú þekkir líklega) og þegar vertíðin var búin og ekki meiri vinna, þá fóru menn aftur heim til sín. Einginn talaði um kreppu. Núna, hefur verið búin til annarskonar vertíð. Það eru byggðar virkjanir og alskonar byggingar af stórum fyrirtækjum sem velta milljörðum og þegar sú vertíð tekur enda, því það er ekki endalaust hægt að byggja íbúðablokkir, virkjanir og álver, þá væla þessir kaupsíslumenn, sem vilja að sjálfsögðu halda uppi verðgildi fyrirtækja sinna, um kreppu. Af því að þeir geta ekki lengur haldið áfram sínum græðgis isma. Útlendingarnir vilja ekki allir fara aftur heim, eins og íslenskir farandverkamenn gerðu áður fyrr, heldur fara á atvinnuleysisbætur hér. Þessi þenslu og stóriðjustefna hefur búið til vítahring með því að flytja inn tuttugu þúsund útlendinga og íslenskt þotu og jeppalið, sem við sitjum uppi með og veðum að sjá farborða.

En annars. Til hamingju með velgengni þína og konunnar þinnar. Það er greinilegt að þið eruð dugnaðarforkar. Það er einmitt svona fólk sem öll siðmenntuð þjóðfélög byggja sína velsæld á.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband