Hvaða helvítis væl er þetta?

Tala um að ríkisstjórnin sé ekki að gera neitt í efnahagsmálum, ég er stórhneykslaður á forustumönnum Verkalýðsfélags Akranes og mbl.is að birta þessa þvælu. Auðvitað er ríkisstjórnin á fullu að bregðast við og gaf yfirskoffínið í ríkisstjórninni það út um daginn að allir ættu að fara að hjóla.

Það eru efnahagsaðgerðirnar sem boðaðar hafa verið og snýr það að sjálfsögðu bara að almenningi. Ríkisstjórnarhyskið þarf ekkert að gera neitt svoleiðis enda er Jóhanna Sig á rúntinum um landið í sínum ráðherrabíl með einkadræver og tilheyrandi fylgihluti.

Ef Jóhanna Sig hefði byrst hangandi aftan á reiðhjóli með einkadrævernum hefði ég tekið í höndina á henni. En því var ekki fyrir að fara og nýbónuð druslan skrölti eftir Hafnarstrætinu á Akureyri í dag með fylgihlutum, ekki datt Jóhönnu til hugar að þiggja frí reiðhjól sem eru í boði í það minnsta á tveimur stöðum í bænum og sína fyrirmynd í boðskap ríkisstjórnarinnar. Einu kvaðirnar er að þessum kvarthestafla faratækjum sé skilað fyrir lokun.

 


mbl.is Kaupmenn hvattir til að halda hækkunum í lágmarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Hallgrímur það er alltaf gaman og hressandi að koma hér á bloggsíðuna þina og lesa kjarnyrta pisla þína. Oftast er ég þér innilega sammála og það á við hér. Hafðu það alltaf sem best og fiskaðu sem mest.

Gaman væri að hitta þig á bryggjunni einhverntíman þegar maður á leið norður, og ræða málin.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 3.7.2008 kl. 22:54

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sæll Simmi og takk fyrir. Þú hefur samband ef þú ert á ferðinni.

Með bestu kveðju.

Hallgrímur Guðmundsson, 3.7.2008 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband