Á Íslenska ríkið að eyða 815 milljónum

í að rannsaka dularfullt hvarf þorskstofnsins? Þrátt fyrir tilraunir í næstum þrjá áratugi við _orskar_585816.jpguppbyggingu þorskstofnsins hafa þær mistekist herfilega. Það er öllum ljóst sem hafa fylgst með þessari þrautagöngu Hafró með þorskstofninn að árangurinn er víðsfjarri upphaflegum markmiðum.

En var eitthvað að í upphafi þegar tilraunarstofan Hafró lagði á stað í þessa þrautargöngu? Margir vilja meina að svo var ekki, einungis var um ofureðlilegar náttúrulega sveiflur á stofninum að ræða, ég er í þeim hópi. Hvað var í gangi á Íslandsmiðum þegar Íslensk fiskiskip sóttu í stórum stíl á fiskimiðin við Grænland og Nýfundnaland?

sjoslys_og_ising.jpgMér er til efs að halda því fram að mokveiði hafi verið á Íslandsmiðum á þessum tíma. Ekki sóttu menn á þessi mið út af ævintýramennskunni og útrásarþránni einni saman með tilheyrandi mannfórnum. Vorum við ekki einfaldlega að upplifa á þessum tíma þessar ofureinföldu náttúrulegu sveiflur á þorskstofninum (fiskistofnum)?vitringurinn_585843.jpg

Munurinn á þessum tíma þegar veiðar á fjarlægum miðum voru stundaðar og þeim tíma þegar Hafró lagið af stað í sína misheppnuðu tilraun með þorskstofninn er einfaldur, þá var einfaldlega ekki til svona mikið af sprenglærðum fábjánum sem datt það í alvörunni í hug að við gætum stjórnað náttúrunni.

lotto_585845.jpgÞað er ekki nokkur vandi að verða moldríkur í EXEL, það er á sama hátt ekki nokkur vandi að reikna til fiskistofna og pottþéttan árangur ef við gerum hitt og þetta til að auka afraksturinn. Það er flestum ljóst að þeir sem reikna sig fyrirfram moldríka í EXEL brotlenda með látum þegar raunveruleikinn birtist í allri sinni dýrð.

Sama á við um stærðfræðilega fiskifræði sem sett er svo glæsilega upp á staer_frae_iheilinn.jpgglærur hirðfíflunum (stjórnmálamönnum) til kynningar. Brotlendingin er jafnglæsileg nema þarna brotlendir vísindaakademían og allt skal notað til að ljúga sig frá staðreyndunum eins og flestir þekkja sem fylgst hafa með. Fölsun gagna, ofmat, ofveiði, afneitun á áður mældum fiski og lengi mætti telja aðferðirnar sem notaðar eru til að fegra raunveruleikann á vanmætti vísindaakademíunnar til að telja fiskana í sjónum.

Kveikjan að þessu pistli mínum var frétt sem ég las á visir.is og má lesa fréttina hér.

Hvort réttlætanlegt sé að eyða þessu fjármagni í rannsóknir á hvarfi stórum hluta þorskstofnsins vil ég frekar benda á ódýrari leið.

NR. Eitt, tvö og þrjú. Hlusta aðeins á skipstjórnarmenn, þeir eru með sérþekkingu á viðfangsefninu. Staðreyndin er einfaldlega sú að þorskurinn hvarf aldrei, vísindaakademían sveltir stóran hluta hans í hel og finnur ekki restina vegna vanþekkingar og vanhæfni á viðfangsefninu.

johann_sigurjonsson_585860.jpg4. Eyða má nokkrum millum í rannsóknir á starfsaðferðum Hafró sem nákvæmlega engu skila.

5. Ráða til eins árs heilakrukkara (Sálfræðing) sem metur hæfni og jafnvægi þeirra sem ábyrgð bera á störfum Hafró. Ef árið dugar ekki þá á umsvifalaust að ráða aðra menn til starfa hjá Hafró.

Hér læt ég staðarnumið enda væri hægt að telja möguleikana upp í margar vikur.

Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband