Þetta verða að teljast tíðindi. Stjórnvöld eru búin að átta sig á því að þau verða að hlíta úrskurðum frá mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna.
Stóru tíðindin eru samt þau að stjórnvöld ætla sér að byrja á því fyrst allra Norðurlandaþjóða, að fá mínus í kladdann hjá nefndinni. Með því að neita að borga bætur ganga stjórnvöld á skjön við úrskurð nefndarinnar, það verður gaman að sjá nefndina byrja lesturinn á þessu kafloðna kjaftæði sem hljóðar upp á akkúrat ekki neitt.
Síðan á að skipa enn og eina nefndina sem vinna mun að langtímabreytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Það verður spennandi að sjá mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna samþykkja það að mannréttindi okkar sjómanna á Íslandi sé eitthvað helvítis langtímaverkefni sem háð verður duttlungum einhverra handónýtrar nefndar sem stjórnvöld sjálf velja sitt jáara hyski í.
Mín tilfinning fyrir þessu er einföld, þetta svar sem er í rauninni ekkert svar verður sent til baka og stjórnvöld sitja uppi með skít og skömm fyrir mannréttindaníðingsstefnu og aumingja hátt gagnvart auðvaldinu sem virðist stjórna þessu landi frá A til Ö.
Góðar stundir.
Ekki forsendur til að greiða skaðabætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.