Er Samfylkingin í ríkisstjórnarsamstarfi?

Ef svo er hvernig má það þá vera að vinna við svar og aðgerðir ríkisstjórnarinnar við eins viðarmikið og graf alvarlegt mál og úrskurður mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna um kvótakerfið hljóðaði upp á er haldið leyndu fyrir Samfylkingunni? Er Samfylkingin upp á punt í ríkisstjórn? Frekar hljómar það einkennilega í mín eyru þegar Samfylkingin er farin að skora á sjálfan sig sem ríkisstjórnarflokk og alþingi að taka beri álit mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna alvarlega og bregðast beri við honum af alvöru og gera breytingar á kvótakerfinu.

Samfylkingin boðaði samræðupólitík, eitthvað hefur lítið farið fyrir boðskapnum og þetta stórmál hefur ekki fengist rætt af neinu viti. Hvernig getur Samfylkingin látið bjóða sér upp á svona meðferð að hálfu samstarfsflokksins? Ef Samfylkingin ætlar að láta taka sig alvarlega sem stjórnmálaflokk er einungis ein leið fær fyrir flokkinn, slíta samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og mynda nýja stjórn.

Það er langur vegur frá því að þetta sé eina málið sem þessir flokkar eru ekki sammála um, þessir flokkar eru ósammála í megin atriðum um flest öll stórmál sem þetta þjóðfélag skiptir yfir höfuð einhverju máli. Sjálfstæðisflokkinn, sem margir vilja kalla sjálftöku og einkavinavæðingarflokk (ég er sammála þessum mörgu) verður að taka og stilla upp við vegg. Þessi flokkur er orðinn eitt það stærsta og skelfilegast krabbamein sem grasserar í þjóðfélaginu og honum verður að koma frá völdum.

Góðar stundir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband