Framlág og úrræðalaus

þingflokkur Samfylkingarinnar kemur með auma áskorun á sjálfan sig á lokaspretti þingsins. Hvað er hægt að leggja lágt? Það eruRíkisstjórnin liðnir 160 dagar síðan mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna kom með úrskurð um að kvótakerfið bryti mannréttindi og mismunaði þegnunum gróflega. Lítið hefur farið fyrir umræðu um þessi mál hjá stjórnarflokkunum sem verður að teljast þeim til ævarandi skammar og minnkunar.

þegar 20 dagar eru til stefnu og þinglok eftir nokkra daga, þá fyrst er eitthvað sagt. Er þetta einungis gert til að slá ryki í augu almenning og vona það að þeir verði ekki fyrir aðkasti í sumarfríinu? Hvað á manni að detta í hug, ég bara spyr?

Aumlegt er að lesa þessa áskorun frá Samfylkingunni, halda mætti að Samfylkingin væri fjögurra manna flokkur í stjórnarandstöðu. Svör Samfylkingarinnar hingað til um þetta mál eru á þann veg að þetta sé bara hreint ekki á þeirra hendi og hafa ekki hugmynd um hverjir eru í einkaklúbbnum sem um þetta fjallar í Sjávarútvegsráðaneytinu.

Það verður að teljast í hæsta máta óeðlilegt þar sem Samfylkingin er í stjórnarsamstarfi með þeim herrum sem með málið fara og eiga að sjálfsögðu að koma að málinu líka, einnig er varaformaður sjávarútvegsnefndar  Samfylkingarmaður. Maður getur lítið annað en spurt sjálfan sig að einu, hver andskotinn er í gangi í þessum þingflokki? Þarna virðist hver liðleskjan  eftir aðra sleikja upp gjörspilltan afturendann á samstarfsflokknum.


mbl.is Samfylkingin: Nauðsynlegt að taka úrskurð mannréttindanefndar alvarlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband