mán. 19.5.2008
Árni Finnsson er veruleikaskert
rophænsni sem á að taka og varpa í fangelsi nú þegar. Maður sem veður um heimsbyggðina og boðar ekkert nema hörmungar um framtíð Íslands ef við framfylgjum ekki hans arfabrjáluðu hugmyndum um alfriðum á hvölum hefur ekki tilverurétt sem frjáls einstaklingur. Þetta flokkast undir hryðjuverk gegn íslensku þjóðinni og ber að meðhöndla sem slíkt.
Hörmungarnar sem áttu að ganga yfir hvalaskoðunar fyrirtækin sýndu sig í þeirri mynd að aðsóknin jókst sem aldrei fyrr á síðasta ári, efnahagsþvinganirnar hafa ekki látið á sér kræla, hvalurinn er að éta okkur út á gaddinn og vöntun á hrefnukjöti á markaði hér innanlands er staðreynd. Í steininn með gaurinn áður en hann nær að vinna íslensku þjóðfélagi óbætanlegt tjón...
Hrefnuveiðar tilgangslausar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég hélt að ef menn hlustuðu á rök með og á móti hrefnuveiðum að þá væri rökréttast fyrir umhverfissinna að styðja veiðarnar vegna þess að þær stuðla að bætum hag fyrir aðra fiskistofna eins og t.d. þorsk. Tala nú ekki um það sem hrefnan er að éta frá öðrum stofnum.
Mér hefur reyndar langað í hrefnukjöt á pönnuna og grillið en það hefur ekki verið fáanlegt lengi, svo það verður gott að fá loksins hrefnukjötið í búðirnar.
En ef það mætti selja þetta kjöt úr landi þá held ég að það tæki ekki mörg ár að búa til markaði. Konan mín sem er frá Moldavíu finnst hrefnukjöt mjög gott alveg frá fyrsta bita sem hún fékk.
Lognið Stormsson (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 18:10
Áttu við að Glámurogskrámur sé ekki neitt annað réttur og sléttur fangelsismatur?
Jóhannes Ragnarsson, 19.5.2008 kl. 18:19
Doddi, Þar sem ég er hættur öllu pöbbarölti þá er Glámur óhultur þar...
Anna, ég er alveg sammála þér að þangað þorir rophænsnið ekki...
Fyndin nafnagift á sjálfum sér, Lognið Stormsson, Allt sem þú segir hér eru staðreyndir og hef ég oft skrifað um þessi mál...
Jói, þetta er nákvæmlega það sem ég er að meina...
Hallgrímur Guðmundsson, 19.5.2008 kl. 18:28
Hjartanlega sammála þér, Hef sjaldan séð eins mikið af hval og síðasta ár. Eins var hér í Eyjafirði bæði hrefnur og hnúfbakar, það sem við köllum Bakkaáll, sem rétt innan við Hjalteyri, í allan vetur. Það hefur alltaf verið talað um að þessi kvikindi fari til hafs á veturna en það var ekki svó í þessu tilviki. Hrefnu og hnísu kjöt er eitt af því besta sem ég fæ ummmmm
Þórður, 19.5.2008 kl. 19:27
Mér er gersamlega ómögulegt að skilja hvað þessir Samfylkingarráðherrar eru að hugsa? Hvað er eiginlega í gangi í höfðinu á þessu liði?
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 19.5.2008 kl. 20:05
Árni vilt ekki hugsa aðeins betur um þessi mál áður en þú segir mikið meira...
Sæll Doddi, ekki vissi ég að þú ættir bloggsíðu, við erum algjörlega sammála um þessi mál...
Hafsteinn, hvað getur dellan orðið mikil, ég var að lesa yfirlýsingu slæðudrottningarinnar og er enn að stúdera hvað skal segja...
Hallgrímur Guðmundsson, 19.5.2008 kl. 21:24
Árni förum aðeins í gegnum þetta.
1. Hvalveiðar verður að stunda til þess eins að halda jafnvægi í lífríki sjávar.
2. Það er vöntun á Hrefnukjöti á innanlandsmarkaði (staðreynd, ekki ágiskun)
3. Hvaða hagsmunum er verið að fórna, nú verður þú að fræða okkur hin sem getum ekki með nokkru móti komið auga á þessa hagsmuni sem eiga að tapast?
4. Það er hagsmunamál fyrir þjóðfélagið að veiða frekar sjálf eitthvað af þeim fiski sem hvalurinn étur og gera úr því verðmæti (ekki veitir af) frekar en láta hvalinn skíta fiskistofnunum á hafsbotn engum til þurftar.
5. Við erum í meginatriðum sammála og er það vel, enda er þetta kóngamatur sem við erum að tala um.
Hallgrímur Guðmundsson, 19.5.2008 kl. 23:15
Ég er ekki viss um að þú gerir þér nægilega vel grein fyrir staðreyndum málsins Árni.
Það getur aldrei gengið upp að við látum Hvalinn fjölga sér án nokkurra afskipta. Gríðarleg fjölgun á hval hefur mörgu sinnum meiri áhrif á stærð fiskistofna heldur en nokkurn tímann veiðar mannskepnunnar.
Þótt svo við teljum okkur besta og klárasta í heimi þá erum við í raun algjörir
ratar og aular í fiskveiðum ef taka á viðmið af hæfni hvala til veiða. Það er staðreynd sem engum sjómanni dettur til hugar að rengja.
Mestu mistök sem gerð hafa verið var að hætta Hvalveiðum, bentu mér á hvernig markaðir þeirra landa sem hvalveiðar stunda hafa beinlínis skaðast út frá hvalveiðum þeirra.
Hallgrímur Guðmundsson, 20.5.2008 kl. 01:19
Sæll aftur Árni,
Þú segir "Það var mokveiði hérna í byrjun aldarinnar þegar hvalur var veiddur. Það var líka mokveiði um miðja öld þegar hvalur var ekki veiddur"
Var þetta svona, eða er þetta ekki bara eins og með margt sem gerðist í gamla daga, ævintýrablærinn nær yfirtökum á raunveruleikanum sem var?
Við sóttum á Nýfundnalandsmið, Grænlandsmið, Norðursjóinn og Norður í ballarahaf bara af því að okkur blóðlangaði í smá útrás. Nei raunveruleikinn var því miður allt annar og hann veist þú sjálfsagt nokkuð vel eins og margir aðrir.
Svo segir þú "Fiskistofnarnir hafa verið á niðurleið frá því á áttunda áratugnum, jafnvel fyrr, menn deila um það, og á þeim tíma var hvalur veiddur eins og menn lysti"
Hvaða stofnar, eða ert þú algjörlega litaður af því sem vísindaakademían er að fræða okkur um? Akademíu sem kenna má við sverustu náttúruverndar- samtök. Hver er raunveruleikinn og út af hverju eiga sumir fiskistofnar erfitt uppdráttar þrátt fyrir friðun?
Sætta sig við vonlausa baráttu, og hvað sætta sig við að flytja aftur inn í torfkofana? Menn héldu því líka fram að jörðin væri flöt og á brúninni væri risastór foss.
Þorskstofninn og reyndar loðnustofninn eru líka fjölþjóðlegir, erum við að semja við aðrar þjóðir um þorskveiðar á Íslandsmiðum ?
Nei sumt má viðurkenna og annað ekki því miður, við eigum að nýta það sem hér er öðruvísi lifum við ekki af í þessu landi. Bankar og verslunarmiðstöðvar redda því ekki.
Hvalveiðar voru stundaðar hér í stórum stíl löngu áður en við fórum að nota mótorbáta og getur það þá ekki alveg eins skýrt þessa mokveiði þína um aldamótin 18 1900? Reyndar væri gaman að vita hvaðan þú hefur nákvæmar upplýsingar um veiðar íslendina og annarra þjóða frá þessum tíma.
Vísindalegar sannanir um stórkostulegt át hvala á þorski, loðnu, rækju og öðrum svifdýrum segja okkur einfaldlega bara eitt, hann á að veiða.
Við skulum heldur ekki gleyma selnum í þessum efnum.
Virkjanaframkvæmdir komst þú eitthvað inn á, hvað hagsmunum var fórnað fyrir minni með Kárahnjúkavirkjun til dæmis. Nú bíð ég spenntur eftir svari.
Hallgrímur Guðmundsson, 20.5.2008 kl. 10:16
Var verið að veiða yfir 400 þús tonn um aldamótin 18 - 1900 um það var spurt og hvaðan þú hefðir upplýsingar um nákvæmar veiðar á þeim tíma ..?
Hallgrímur Guðmundsson, 20.5.2008 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.