Hamilton hættur í Formúlunni

Hamiltonog farinn á sjóinn...Whistling Það er mjög algengt að kúvenda á sjó, en kúvendingar í Formúlunni eru sjálfsagt ekki mjög vinsælar...Wink
mbl.is Hamilton kúvendir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Nú er hann að upplifa það að Kovalainen hefur upp á síðkastið verið að ná betri árangri en hann.  Það tekur hver "smákóngurinn" við af öðrum hjá McLaren.

Jóhann Elíasson, 10.5.2008 kl. 21:26

2 identicon

Já Halli, þeir eru að verða sjóaðir í líkingamáli sínu þessir blessuðu blaðamenn. Þeir sigla þetta á auðum sjó jafnvel þó engin lognmolla sé um formúluna.

Þegar gefur á bátinn taka formúluökumenn sig til og gera sjóklárt áður en holskefla spurninga blaðamanna skellur á kinnungnum og gera sitt til að verjast ágjöfinni sem því fylgir.

Svo þegar ölduna lægir þá stýra þeir skútu sinni til hafnar og undirbúa næstu veiðiferð og leita á önnur mið (næstu formúlukeppni). Það eru víst fleiri fiskar í sjónum og ekki að örvænta þó ekki sé fiskur á hverjum öngli (þó ekki vinnist allar keppnir).

Svo eru það öfugmælin...

Ég man alltaf eftir því þegar Kalli og Ómar lýstu formúlunni á Ríkissjónvarpinu og Kalli sagði Coulthard vera að setja í minni pokann fyrir Hakkinen. Mér þótti það ansi fyndið, líka þegar hann sagði að einhver hefði gert dýrmæt mistök. Ég man ekki eftir fleirum í augnablikinu en þessi standa uppúr.

Karl Jóhann Guðmundsson (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 07:52

3 identicon

Sæll Ómar.

Já þið voruð alveg hreint frábærir þarna í settinu og ég á gamlar spólur með upptökum af formúlunni frá þessum tíma. Ég kynntist Kalla á sínum tíma í gegnum ljósadýrðina hans þegar ég vann hjá Vífilfelli og þig hitti ég þegar ég leigði kjallaraíbúðina hjá Trausta og Hrafnhildi.

Ég á eftir að renna yfir þessar spólur og finna eitthvað bitastætt handa ykkur félögunum, það verður bara gaman að rifja það upp.

Karl Jóhann Guðmundsson (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband