fös. 2.5.2008
Meðvirkni fjölmiðla ríður ekki við einteyming.
Í þessari frétt er farið vægast sagt vægum orðum um megin efni og aðalatriði niðurstöðu vísindamanna Kaliforníuháskóla, fréttin er hér. Þar kemur fram að verndun smáfisk sé NÁKVÆMLEGA kolröng og standi stofninum beinlínis fyrir þrifum og eðlilegri uppbyggingu. Á þetta hefur verið bent í áratugi og fjölmiðlar hunsa það algjörlega að spyrja gagnrýnna spurninga um þessa hluti, nema þá sem þessu halda fram, vísindasamfélagið á Hafrannsóknarstofnun þarf aldrei að svara nokkrum sköpuðum hlut um svona hluti þótt staðreyndirnar blasi við um ranga stefnu. Það skal alltaf lenda á þeim sem gagnrýna hlutina að sanna sitt mál og dugir ekki til þótt svo sé gert. Ekki hjóla fréttamenn moggans í forstjóra og starfsmenn Hafró og krefjast svara við þessu.
Nýjasta dæmið um meðvirkni fjölmiðla er svo í hádegisviðtalinu á stöð 2 í dag. Sjá hér. Þar sat viðskiptaráðherra og talaði um mikilvægi þess að mannréttindum sé framfylgt í hvívetna og Íslendingar eigi að vera þar í fararbroddi þjóða á sviði mannréttindamála. Miða við aðgerðir og framkvæmd Samfylkingarinnar við mannréttindabrotum á Íslandi má ljóst vera að Viðskiptaráðherra er veruleikafirrtur á háu stigi og í versta falli gengur ekki heill til skógar. Ekki minntist fréttamaðurinn einu orði á þau mannréttindabrot sem mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna úrskurðaði um kvótakerfið.
Næsta dæmi er viðtal við Sjávarútvegsráðherra í Fiskifréttum um úrskurð manréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna þar sem segir beinlínis að kvótakerfið brjóti mannréttindi og mismuni þegnunum. Sjá úrdrátt úr viðtalinu hér. Þar fær ráðherra að komast upp með það að segja að það þurfi nánast ekkert að gera. Þrátt fyrir að Íslenska ríkið sé skuldbundið til að fara eftir úrskurði nefndarinnar. Það má sjá í þessu skjali og skora ég á fólk að lesa þetta vandlega, þetta er ekki unnið af einhverjum blábjána sem ekkert er að marka. Eitthvað vantar töluvert upp á að spurt sé gagnrýnna spurninga þarna.
Svo sló botninn alveg úr þegar Egill Helgason nánast skreið fyrir Ingibjörgu Sólrúnu í þætti sínum Silfur Egils Sunnudaginn 27. Apríl síðastliðinn sjá hér. Eitthvað hefur Egill Helga sést á bloggsíðum og reynt að verja þetta hjá sér með frekar aumum afsökunum. Svo sem borið við tímaskorti og sjálfsagt eitthvað fleira sem hann hefur tínt til. Ingibjörg Sólrún kom sjálf inn á mannréttindi og þá hljóma aumar afsakanir Egils Helgasonar frekar kjánalega að mínu mati. Auðvitað átti Egill að nýta sér tækifærið og ganga á Ingibjörgu Sólrúnu um úrskurð mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna þar sem kvótakerfið er vægast sagt dæmt í ruslið með þeim mannréttindabrotum og mismunun sem í því flest. Nei Egill Helgason ákvað að fylgja starfsbræðrum sínum sem á Íslenskum fjölmiðlum starfa og slefa aumlega fyrir viðmælanda sínum. Í sannleika sagt hafði ég mikið álit á Agli Helga en eftir þetta viðtal hans svíður mér svakalega að vera neyddur til þess að borga afnotagjöld af sjónvarpinu. Afnotagjöld sem meðal annars fara í það að borga honum laun.
Rangt að ofvernda smáfiskinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:13 | Facebook
Athugasemdir
Ég væri til í að heyra einhver önnur rök frá Agli Helga heldur en þau sem hann hefur sett fram.
Hallgrímur Guðmundsson, 2.5.2008 kl. 18:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.