fim. 1.5.2008
Ákvörðunarfælni hug og dugleysi
ríkisstjórnarinnar hlýtur á endanum að koma fram hjá almenningi. Alveg er það samt merkilegt hvernig Sjálfstæðisflokkurinn sleppur endalaust frá eigin skítverkum, bæði í skoðunarkönnunum og kosningum. Meðal þeirra eru tveir af umdeildustu ráðherrum ríkisstjórnarinnar svo ekki sé talað um suma þingmenn þeirra en það virðist ekkert hrófla við staurblindum aðdáendum íhaldsins. Maður er hreinlega farinn að trúa því að heilaþvottur eygi sér stað um leið og lýðurinn sem íhaldið styðja skráir sig í flokkinn. Svo virðist það einnig vera staðreynd að þeir flokkar sem ganga til samstarfs við íhaldið skaðist undantekningarlaust við það. Óskiljanleg staðreynd í það minnsta fyrir höfund þessara síðu.
Fylgi við Samfylkingu og ríkisstjórn minnkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:39 | Facebook
Athugasemdir
Ég bara skil þetta ekki. En atkvæðin ganga víst í erfðir. Ég virkilega hélt að nú mundi fylgið falla en NEI 40% þjóðarinnar vill þetta áfram. En getur það verið því fólkið sér engan annan kost?
Halla Rut , 1.5.2008 kl. 21:34
Ég satt best að segja skil ekkert í þessu heldur. Að fólk sjái engan annan kost er varla skýringin kostirnir eru til staðar.
Hallgrímur Guðmundsson, 1.5.2008 kl. 22:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.