Óhæf Ingibjörg Sólrún hrærir í forarpytti afneitunar.

Orð Ingibjargar Sólrúnar í fréttablaðinu er vægast sagt pínleg fyrir formann næst stærsta stjórnmálaafls á Íslandi. Ingibjörg kallar eftir þjóðarsátt í baráttunni við verðbólguna, hana verður að berja niður og það hratt ef ekki á illa að fara. Auðvitað er það alls ekki Samfylkingunni að kenna hvernig komið er, Samfylkingin var ekki í síðustu ríkisstjórn og er þar af leiðandi stikkfrí. Þvílík hræsni.

Á degi verkalýðsins leyfir Ingibjörg Sólrún sér þann munað að kalla eftir þjóðarsátt í baráttunni við eigin skítverk, almenningur á enn og aftur að herða sultarólina á meðan gjörsamlega vanhæf Ingibjörg í efnahagsmálum svíkur allt sem áður var lofað fyrir síðustu kosningar. Ekkert heyrist af því loforði að fella niður glæpsamlega sjálftöku sem ég vil kalla eftirlaunafrumvarpið fræga. Þar má spara mikla fjármuni.

Ríkisútgjöldin þenjast út sem aldrei fyrr og algjörlega óhæf Ingibjörg er ráðalaus yfir óskapnaðinum, almenningur skal taka skellinn. Óhæfa Ingibjörg sér enga ástæðu til þess að hún og annað sjálftökulið herði sultarólina og verði þannig fyrirmynd vitlegra framkvæmda í baráttunni við verðbólguna. Eða í það minnsta fyrirmynd þess sem hún ætlar almenningi. Sjálfsagt er áðurnefnd Ingibjörg og hennar athvarf (Samfylkingin) líka stikkfrí í svona aðgerðum þar sem ábyrgðin er um það bil núll sem hún ber ef marka má orð hennar sjálfrar.

Góð skilaboð sem flutt eru til almennings á þessum degi og verða sjálfsagt sett á safn með öðrum frægum orðum og skjölum frá stjórnmálamönnum og verða síðan notuð til að skrá sögu lands og þjóðar.

Þjóðarsátt Ingibjargar hljómar þannig að óhæfa sjálftökuliðið gerir það sem þeim sýnist og við almenningur í landinu herðum sultarólina fyrir næstu flugferð ábyrgðarlausra ráðamanna. Er hægt að vera í meiri afneitun? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Jú,jú, við eigum að spara. En hún spreðar gjaldeyri okkar í Afganistan og í elítuflug með einkaþotum um allan heim. Hún er gjörsamlega veruleikafyrt.

Hún væntir þess væntanlega að hún sé þá hafin yfir þessa þjóðarsátt.

Halla Rut , 1.5.2008 kl. 14:53

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Alveg sammála um það að við eigum að spara, en á það bara við um almenning? Mér finnst þessi orð lýsa vanvirðingu á okkur. Af hverju getur þetta lið ekki á nokkur hátt sýnt gott fordæmi?

Hallgrímur Guðmundsson, 1.5.2008 kl. 15:51

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Það er ekki við góðu að búast þegar þeir sem eiga að stjórna hafa meiri áhuga á því sem er að gerast í öðrum löndum heldur en hér heima. Það er ekki hægt að sjá á hegðun Ráðherrana að hér sé kreppuástand. Spreða sem aldrei fyrr í tóman hégóma eins og Öryggisráðið.

Víðir Benediktsson, 1.5.2008 kl. 16:15

4 Smámynd: Halla Rut

Sammála þér Víðir.

Halla Rut , 1.5.2008 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband