mán. 14.4.2008
Þegar ekkert er að þá er væntanlega allt í lagi, eða hvað?
Hvað gengur Ingibjörgu til, er ekki allt í lagi og staða bankanna góð? Hún í það minnsta fullyrðir það að staða bankanna sé góð og til hvers er þá þess yfirlýsing? Hefur Ingibjörg Sólrún yfir höfuð heimild til þess að lýsa því yfir að almenningur í landinu komi til með að borga fyrir bankana? Ef mig minnir rétt þá var niðurskurðurinn á þorskkvóta meðal annars rökstuddur með því að fjármálageirinn væri orðinn svo öflugur að hann tæki við og skapaði svo og svo miklar tekjur í þjóðarbúið og störfum þar færi fjölgandi. Hver er staðan á því í dag? Eigum við sem sagt að borga með öllu heila klabbinu sem átti að redda niðurskurðinum á þorski? Hvernig dettur stjórnvöldum það í hug að gera fólkið í landinu ábyrgt fyrir misheppnaðri einkavinavæðingu sinni á bönkunum?
Við stöndum einfaldlega frammi fyrir því að þetta þjóðfélag þarf að fara að framleiða meira og hætta að henda verðmætum. Mín tillaga er einfaldlega sú að leyfa fólkinu í sjávarbyggðunum að gera það sem það gerði, stunda fiskveiðar og vinna afurðir sínar eins og áður var gert. Þannig urðu þessir staðir til, það er ekki þjóðhagslega hagkvæmt að leggja þá í eyði eins og nú er verið að gera, punktur.
Væri ekki nær að viðurkenna vandann sem þetta svo kallaða besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi hefur skapa og leiðir stálheiðarlega menn út í þá athöfn að brjóta lög með því að stunda brottkast á verðmætum. Mikið nær væri að taka upp annarskonar stjórnun á veiðunum og þá er ég að tala um dagakerfi. Með því væri algerlega komið í veg fyrir brottkast og hvatann til að svindla á vigt sem engu skilar í tekjum fyrir þjóðarbúið. Þetta væri einnig þjóðhagslega hagkvæmt í gríðarlegum sparnaði í eftirlitskerfinu sem búið er að stofna í kringum veiðar og vinnslu. Þetta er staðreynd sem verður að taka á.
Góðar stundir.
Stjórnvöld styðja bankana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:41 | Facebook
Athugasemdir
Ég er algjörlega á sama máli og þú Halli, þarf nokkuð að vera að styrkja bankana þegar allt er í fína lagi? Er bara ekki "þotuþreyta" farin að angra hana Sollu?
Jóhann Elíasson, 14.4.2008 kl. 16:42
Þú hlýtur að vera orðinn sár í höfðinu eftir alla naglana sem þú hefur hitt á það. Hjartanlega sammála þér, eins og svo oft áður.
Þotuþreyta! hehehe
Ársæll Níelsson, 14.4.2008 kl. 17:02
Þotuþreyta,,, þessi var góður Jói. Ef þú ert að meina minn haus Ársæll þá er hann bara helvíti góður ennþá. En það mætti segja mér að hausinn á sumum, nefnum engin nöfn sé orðnir andskoti sárir...
Hallgrímur Guðmundsson, 14.4.2008 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.