þri. 8.4.2008
Þvílíkur leikur og háspenna.
Arsenal spilaði frábæran bolta til að byrja með og sá maður fyrir sér algjört burst. En eftir 25 mín leik fóru mínir menn að vakna og átta sig á því að þeir voru í miðjum fótboltaleik og hlutirnir lytu hreint annað glæsilegir útlits. Á Íslensku heitir þetta að láta misþyrma á sér afturendanum. Eftir þetta voru góðar rispur hjá báðum liðum og sigurinn hefði geta dottið beggja megin. Innkoman hjá Babel gerði svo útslagið, um Torres þarf ekki að tala hann skilar sínu að venju. Og Liverpool komið í undanúrslit í þriðja sinn á fjórum árum, er þetta ekki dásamlegt, geri aðrir betur...
Því verður ekki neitað að þetta er frábært lið og hvaða lið getur státað af svona stemmingu? Þetta er einstakt...
Liverpool og Chelsea sigruðu og mætast í undanúrslitum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 22:40 | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju með sigurinn Halli, segi eins og þú spennandi leikur og mjög vel leikinn af Arsenal í byrjun. Senderos eins og drumbur í vörninni, Liverpool miklu sterkari í seinni hálfleik. Vítið ??? Aftur til hamingju félagi
Grétar Rögnvarsson, 8.4.2008 kl. 23:05
Takk fyrir Grétar, ég var gjörsamlega að fara á límingunum, konan og börnin upplifðu glænýjar og merkilegustu hreyfingar sem og orðaleppa sem einn maður getur framkvæmt á rúmum 90 mín. Það verður ekki tekið frá Arsenal að þeir léku vel og voru freka óheppnir sérstaklega í byrjun.
Hallgrímur Guðmundsson, 8.4.2008 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.