Er óvandvirkni Hannesar Hólmsteins ekki skýr á sumum sviðum?

Hannes Hólmsteinn skrifaði grein í WSJ sem var vægast sagt einkennileg og skorti mikið upp á aðPostulinn sannleikurinn væri þar í fyrirrúmi í skrifum hans um kvótakerfið. 24 stundi birtu í gær grein úr þessum skrifum Hannesar undir nafninu "kvótakerfið fjáruppspretta"

Þar segir meðal annars " Fjármagnið sé í fyrsta lagi til komið vegna kvótakerfisins, þar sem eignarréttindi hafa orðið til, fiskistofnarnir séu orðnir skráð, framseljanleg og veðsetjanlegt fjármagn"  Takið eftir þar sem eignarréttindi hafa orðið til.

Svo mörg voru þau orð. Nú vaknar sú spurning hjá mér og sjálfsagt mörgum öðrum, hefur Hannes Hólmsteinn ekki lesið lögin um stjórn fiskveiða. Tilvitnun í lögin "I. kafli. Almenn ákvæði.
1. gr.
Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum"

Þetta er jafn skýrt og að ég heiti Hallgrímur. Hvernig má það vera að prófessor við Háskóla Ísland
kemst upp með það að blaðra svona rakalausan þvætting út yfir heimsbyggðina. Síðan eru að berast upplýsinga héðan og þaðan úr þjóðfélaginu um aðfarir bankanna að fiskvinnslu og útgerðum vegna þessarar frábæru fjáruppsprettu (kvótakerfinu) sem Hannes er að boða um heimsbyggðina. Það er hrár veruleikinn sem ekki verður litið framhjá. Síðan eru einhverjir með upplýsingar um hugsanlegt gjaldþrot sem reynt er með öllum mætti að fela. Sjá hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ekki trúi ég Hallgrímur að þessi málflutningur komi þér á óvart, eða nokkrum öðrum og alls ekki ef við þekkjum aðeins til innviða í Sjálfgræðisflokknum. Svona er hugsanagangurinn á þessum bæ og það er ekkert sem ég verð undrandi yfir að heyra frá ríkisreknum frjálshyggjupostulum, alls ekkert...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 4.4.2008 kl. 18:37

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ekki get ég sagt að þetta komi mér á óvart, það sem kemur á óvart er að alls enginn sér neina ástæðu til að benda á að prófessor við Háskóla Íslands beinlínis lýgur til um eignarrétt á sjávarauðlindinni. Það finnst mér vera ámælisvert og engum til sóma að láta liggja athugasemdalaust. Það er síðan efni í bók hvernig íhaldið er búið að hreiðra um sig í Íslensku samfélagi, það þykir ekkert athugavert við það að benda á hvernig ýmis öfl hafa tekið öll völd í mörgum vanþróuðum ríkjum, hvernig eru hlutirnir hjá okkur, ég bara spyr?

Hallgrímur Guðmundsson, 4.4.2008 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband