Herjólfi seinkaði vegna hálku.

Ég hélt að ég væri að lesa vitlaust, skipi seinkar vegna hálku. Það flugu margar skemmtilega hugsanir í gegnum hugmyndabankann hjá mér. Ég sá dallinn fyrir mér á hliðarskrensi og spólandi með tilheyrandi fjöri fyrir farþega og áhöfn á leiðinni til eyja. En svo var þetta bara hálka í Þrengslunum og Hellisheiði eins og lesa má hér, sem betur fer hitt hefði verið frekar óheppilegt.Wink

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HAHAHAHAHA! Það er ansi margt sem rann í gegnum hugann við að lesa þessa fyrirsögn. Skransaði dollan út af og útí skurð? Voru þeir í balsi með að keðja fyrir mestu brekkurnar og eitthvað fleira í þá áttina. Þær eru margar hindranirnar fyrir blessaða Vestmannaeyingana að komast upp á land. 

Það væri ljótt ef það væri líka flughált, þá kæmust blessaðir vinir mínir bara alls ekkert upp á land.....

Karl Jóhann Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 09:41

2 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Ég sé aðra skemmtilega fyrirsögn fyrir mér.

 "Ráðherrar gera ráð fyrir góðri túnfiskveiði á KR vellinum"

Hver veit nema við eigum eftir að sjá þetta einhverntíma. Enda mörg vitleysan sem ráðherrum dettur í hug.

Jóhann Kristjánsson, 28.3.2008 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband