Engar áhyggjur, þetta eru fífl í útlöndum og hafa ekkert vit á þessu.

Svona hljómar rökstuðningurinn sem við heyrum hér á landinu bláa. Samt les maður fréttir á þessa leiðStjórnvöld til dæmis. "713 milljarðar gufað upp í Kauphöllinni frá áramótum", nánar um það í þessum hlekk.

Svo koma fleiri fréttir eins og þessi hér "Hagkerfið bráðnar og stjórnvöld ráða engu", nánar um það í þessum hlekk.

Hverju á að trúa? Ekki fáum við haldbærar útskýringar frá stjórnvöldum eða bönkunum. Ef hagfræðinga Seðlabankans tjá sig um grafalvarlega stöðu mála á Íslandi, þá er heldur ekkert að marka þá. Hvað er í gangi, erum við virkilega komin í þá stöðu að enginn þorir að tjá sig á heiðarlegan hátt og segja landsmönnum nákvæmlega hver raunveruleg staða er? Ég skora á fólk að lesa þetta  docskjal vandlega og sjáum við þá ekki margt skuggalega líkt með þessu og því sem gert hefur verið á Íslandi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Ég las þetta skjal hjá og þetta er nákvæmlega það sem er að gerast hér. Það var aðallega eitt sem ég hjó eftir sem passar svo vel við það sem ég hef haldið fram varðandi Íslenska stjórnmálaflokka sem eru við stjórn hér.

"Færeyja er eins og saga Íslands langt aftur í aldir öðrum þræði saga harðsvíraðra hagsmunahópa, sem mökuðu krókinn á kostnað almennings, fyrst í skjóli almenns sinnuleysis, hjátrúar og fáfræði og síðan í krafti ófullnægjandi löggjafar, leikreglna og stjórnskipanar"

Getur einhver haldið því fram að það sé ekki einmitt þetta sem er að gerast.

Halla Rut , 23.3.2008 kl. 23:54

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Þetta er sláandi lík samlíking. Annað sem var gert í Færeyjum og er nákvæmlega það sama og búið er að gera hér og það er hvernig er búið að fara með sjávarútveginn. Verð aflaheimild logið upp úr öllu valdi sem ekki nokkur innistæða er fyrir og nánast vonlaust er að borga, svo ekki sé talað um leiguverði það er þvílík della að engin siðmenntuð orð eru til við lýsingu á því. Ég er að vinna grein sem birtist á síðu Framtíð í fyrramálið um staðreyndir í útgerð sem þar að leigja aflaheimildir. Segi svo einhverjir að allir sitji við sama borð.

Hallgrímur Guðmundsson, 24.3.2008 kl. 00:05

3 Smámynd: Halla Rut

Sendu mér hana endilega á E-mail og ég skal svo senda þér greinina eftir Kristinn H.

Íslendingar sitja sko ekki við sama borð, hvort sé verið að tala um fiskveiðar eða  einhver önnur viðskipti. Hagsmunaaðilar eru búnir að leggja þetta allt undir sig og gæta gullsins vel. 

Halla Rut , 24.3.2008 kl. 00:11

4 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Greinin ætti að vera komin til þín. Það sitja svo sannarlega ekki allir við sama borð það er ljóst. Ég bætti við greinina og sýni einnig fram á hvernig dæmið lítur út hjá þeim sem keyptu kvóta á síðasta ári.

Hallgrímur Guðmundsson, 24.3.2008 kl. 02:05

5 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Þá er greinin komin á síðu samtakanna og má lesa hana hér.

Hallgrímur Guðmundsson, 24.3.2008 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband