mán. 10.3.2008
Konan mín er komin með ljótuna !!!
Hvað svo sem það nú þíðir. Ég skyldi ekkert í því þegar hún kom niður af efrihæðinni áðan þessi elska, hóstandi og hnerrandi eins og gömul eimreið og lýsti því fyrir mér að hún væri komin með ljótuna. Ég náttúrulega leit frekar spekingslega á hana og sá akkúrat enga breytingu á henni. Hún leit nákvæmlega eins út og þegar ég sá hana síðast, eða hvað jú ég var nokkuð viss.
Hvað á maður að segja þegar konan kemur með svona yfirlýsingu? Ekki dettur mér til hugar að segja, já elskan mín það er hroðalegt að sjá hvað þú ert orðin ljót, nei minn veit betur. Ég lét sem ég hefði ekki heyrt nokkurn skapaðan hlut og hélt áfram að fikta í fjarstýringunni. Merkilegt nokk ég komst upp með það.. pjúff..
Flokkur: Spaugilegt | Facebook
Athugasemdir
Ég mundi ætla að þarna hafir þú tekið mjög röggsamlega og áreiðanlega ákvörðun, því að eins og þú veltir fyrir þér hvað segir maður í svona tilfelli, það er nákvæmlega sama hvað sagt er við þessar aðstæður það er rangt svo þá er að nota karlmannlega eiginleika, heyra ílla og halda bara áfram að eiga við fjarstýringuna
Högni Jóhann Sigurjónsson, 10.3.2008 kl. 23:38
Sko eftir nokkra ára hjónaband er maður búinn að læra ýmislegt. Svo halda þessar elskur að maður detti í hvaða gildru sem er, nei ó nei ég læt sko ekki plata mig svona auðveldlega. Smá þögn er vænlegri kostur en reyna að segja eitthvað gáfulegt við svona aðstæður. Til dæmis í mínu tilfelli væri það algjört glapræði að tjá sig um málið, sjóara málið er ekki best til þess fallið að hætta sér út í komment á svona yfirlýsingu og svo á ég engan bílskúr til að sofa í.
Hallgrímur Guðmundsson, 11.3.2008 kl. 00:21
Ef ég hefði lent í svona tilfelli þá hefði ég sagt "Já elskan ég sé að þú hefur skánað mikið" ;)
Jóhann Kristjánsson, 11.3.2008 kl. 01:16
Já maður segir ekki hvað sem er hvorki með svalir með grilli né bílskúr. Jóhann, ef þú værir ég, þá myndirðu ekki segja þetta þó svo að ég sé bæði með bílskur, húsbíl og tvö heimili, nema ætla að aðskilja heimilin alfarið
Högni Jóhann Sigurjónsson, 11.3.2008 kl. 09:10
Ég sé það að ég þarf á því að halda að fara í nokkrar "kennslustundir" hjá þér Halli, í að umgangast kvenfólk, maður þarf þó að geta siglt á milli skers og báru í þessum efnum líka.
Jóhann Elíasson, 11.3.2008 kl. 09:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.