Bankarnir gjaldþrota!!!

Frétt á visir.is

mynd
Jón Ásgeir Jóhannesson vill að skoðað verði alvarlega að ganga í Evrópusambandið.

"Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs Group, FL Group og 365, sagði í viðtali við Markaðinn í kvöld að það væri langtímasjónarmið fyrir ríkisstjórnina að skoða alvarlega aðild að Evrópusambandinu.

"Það er ekki hægt að stinga höfðinu í sandinn. Það er langtímasjónarmið fyrir ríkið að skoða alvarlega aðild að Evrópusambandinu. Ef það gerist eiga bankarnir framtíð á Íslandi," sagði Jón Ásgeir.

Aðspurður um stöðu bankanna sagði Jón Ásgeir að hann teldi uppsangir liggja í loftinu. "Ég tel að fjármálageirinn muni fækka verulega starfsfólki á næstu tólf mánuðum. Staðan er verri en menn tala um. Skuldaálagið á bönkunum erlendis tekur mið af því að þeir séu gjaldþrota," segir Jón Ásgeir en FL Group, þar sem Jón Ásgeir gegnir stjórnarformennsku, er stærsti hluthafi Glitnis.

Nánar verður rætt við Jón Ásgeir í hádegisviðtali Markaðarins á Stöð 2 á mánudag en hægt er að horfa á það í beinni útsendingu á Vísi" Tilvitnun lýkur.

Svo einfalt er það gott fólk. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Athyglisvert viðtalið við Jón Ásgeir í dag, ég er ekki viss um að hann hafi fengið mörg prik hjá aðal eða aðal aðal í Seðlabankanum? Það verður áhugavert að heyra hvað hann segir meira á mánudaginn.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 16.2.2008 kl. 23:11

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sammála félagi þetta er mjög athyglisver svo vægt sé til orða tekið. Ég bíð spenntur eftir öllu viðtalinu, það eru sjálfsagt margir með drullu núna af áhyggjum.

Hallgrímur Guðmundsson, 16.2.2008 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband