fös. 25.1.2008
Starfsgreinasambandið krefst uppstokkunar aflaheimilda
Framkvæmdastjórnin krefst uppstokkunar á úthlutun aflaheimilda og nýrra samfélagslegra skilyrða og ábyrgðar í því sambandi, áður en það verður endanlega um seinan. Þetta kemur fram á vef Starfsgreinasambandsins
Uppsagnir hjá fiskvinnslu Péturseyjar í Vestmanneyjum
Svona eru fréttirnar frá sjávarútvegnum þessa dagana, og þær eiga eftir að verða margar svona í viðbót. Ætlar ríkisstjórnin ekki að fara að vakna úr Þyrnirósarsvefninum? Hveitibrauðsdögunum er löngu lokið, nú þarf að bregðast við og það þarf að gerast hratt. Byggðunum blæðir og fólkið er farið að fyllast vonleysi, hvað á þetta að ganga langt? Eru vandamálin ekki næg á höfuðborgarsvæðinu þó landsbyggðinni sé ekki bætt við inn í þann pakka?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vestmannaeyjar verða náttúrulega sérlega illa úti í þessu öllu hvað vinnsluna varðar. Það grátlega við það er hinsvegar að það er alltaf að aukast þar kvótinn, en vinnslan minnkar eins og annarsstaðar. Það liggur í því að hráefnið er allt flutt utan í gámum og selt erlendum fiskverkendum. Hefur ekkert með kvótasamdrátt að gera, hinsvegar jókst enn þrýstingurinn og áherslan á hráefnisútflutninginn í haust, þegar fellt var út kvótaskerðingin við að senda út óvigtað hráefni. Vitleysunni verður allt að vopni í þessu bulli og allir kenna þeir kvótasamdrætti um...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 26.1.2008 kl. 15:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.