Fiskistofa í skítverkunum.

Það kom að því að Fiskistofa yrði notuð í skítverkin. Þessi yfirlýsing hlýtur að vera pöntuð í aðeinsYsa. einum tilgangi. Sprengja upp verð á varanlegum heimildum í ýsu og leiguverðið. Það eru ekki nein rök né staðreyndir fyrir svona þvælu. Hvenær hafa úthlutaðar aflaheimildir í ýsu verið veiddar upp á kvóta árinu? Á sama tíma og svona yfirlýsing kemur frá Fiskistofu er Framkvæmdarstjóri Vísir hf í Grindavík í raun að lýsa allt öðru yfir í hádegisfréttum útvarpsins. Þeir ná aldrei að veiða úthlutaðar aflaheimildir sínar í ýsu, þetta á við um fjölmörg fyrirtæki og hvað er þá betra en sprengja upp verðið á leigumarkaði, nú eða varanlegum heimildum. Ef Fiskistofa ætlar að standa við þessa yfirlýsingu, þá er hún með öðrum orðum að leggja blessun sína yfir gengdarlaust brottkast á þorski. Er ekki komið nóg af þessari þvælu, svona skrípaleik hefur þessi þjóð ekki efni á og stjórnvöldum ber skylda til að grípa í taumana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það er ýmislegt notað maður, og að opinber stofnun eins og Fiskistofa að taka þátt í ferlinu er svo sóðalegt, að nú kom að því að skortur er á lýsingarorðum í móðurmálinu yfir verknaðinn. Ég sem hélt að það væri ekki hægt djö.... skjátlaðist mér hrapalega þar...

Hallgrímur Guðmundsson, 24.1.2008 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband