lau. 19.1.2008
Besta fiskveiðistjórnunnarkerfi í heimi !!!
"Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson, sem hefur verið í loðnumælingu að undanförnu, hefur fundið lítið af loðnu og minna en í fyrra og hittifyrra, að því er Sveinn Sveinbjörnsson leiðangursstjóri sagði í hádegisfréttum ríkisútvarpsins í dag. Skipið er nú statt inni á Ísafirði vegna brælu. Á meðfylgjandi korti sést siglingarferill skipsins frá því að það lét úr höfn í Reykjavík á dögunum"
Gefin var út byrjunarkvóti á loðnu á þess að búið væri að finna eitt einasta seyði af loðnu, og eitthvað á Hafró í erfiðleikum með að finna hann ennþá. Ekki dettur Hafró samt til hugar að afturkalla áður útgefinn kvóta þrátt fyrir að loðnan láti ekki sjá sig.
Á sama tíma les maður í fiskifréttum að mokfiskirí sé af þorski við Snæfellsnes. Og er haft eftir Arnari Laxdal Jóhannssyni skipstjóra að honum sýnist vera miklu meira af þorski á miðunum en áður. Það sé hreinlega vandamál að forðast hann. Er ekki eitthvað mikið orðið að í stjórn fiskveiða við Ísland, og aðferðarfræði Hafró á alvarlegum villigötum.
Þessi þorskgengd er örugglega til í dagbókinni hjá Hafró eins og þorskurinn sem flæddi yfir Hampiðjutorgið í fyrra. Er eitthvað samhengi á milli þess sem menn upplifa á miðunum og kemur fram í reiknisformúlum Hafró? Hvernig getur það staðist að stofn eins og þorskstofninn sem Hafró mælir í sögulegu lágmarki, nánast að hruni kominn sé allstaðar til vandræða á miðunum, þegar menn eru að reyna við aðrar tegundir?
Er ekki orðið tímabært að menn fari að gefa þessari svo kölluðu stjórn fiskveiða við Ísland rétt nafn. Mér dettur til dæmis í hug, besta fjármála, þræla, og eiginhagsmunabraskkerfi í heimi. Fleiri tillögur er vel þegnar.
Góðar stundir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er ekki kominn tími til þess að skoða það af alvöru, að sækja stjórnvöld til ábyrgðar, til þess að stoppa þessa vitleysu áður en allt fer til fjandans, því útséð er að ekki stoppa þau sjálfviljug það er alveg ljóst. Ég trúi ekki, að ekki sé hægt að draga stjórnvöld til ábyrgðar, þ.e. stjórnvöld í lýðræðisríki, sem í áratugi hafa lokað augum fyrir kolrangri fiskveiðistefnu, og vitað er því reynsla af sambærilegu kerfi annars staðar, rústar þessu fjöreggi sem ÞJÓÐIN Á, þá munu litlu gulu monthanarnir í röðum segja "ekki ég" þegar draga á til ábyrgðar fyrir vísviandi eyðileggingu fiskimiða og því afkomu heillar þjóðar nánast til þess eins að einhverjir örfáir einstaklingar fái notið meðan er.
Ekki má gleyma að Nýfundnaland naut þess að hafa gengið í ríkjabandalag við Kanada, hvernig hefðu þeim riðið af eftir hrunið á fiskimiðunum þar á sínum tíma, þeim var algjörlega haldið uppi af Kanada, hver kemur til með að halda okkur uppi? ENGIN
Jóhanna Guðný Baldvinsdóttir, 19.1.2008 kl. 12:37
Takk fyrir þitt innlegg Jóhanna. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum er ég í forustu manna um stofnun samtaka, sem finnst hagsmunum og réttlætiskennd okkar ekki eiga samleið með þeim samtökum sem við erum í.
Í þessum nýju samtökum verður tekið á þessum málum og mörgum öðrum af fullri hörku, það er alveg ljóst að þessi stefna er á hroðalegum villigötum.
Það sem fram hefur komið í fréttum á sjálfsagt eftir að taka á sig hinar ýmsu myndir. Í orðaskak og skítmokstur fær mig enginn til að taka þátt í, það er ekki mitt mottó, ég held mínu striki og stofna það sem ég byrjaði á.
Það er lýðræði og félagafrelsi í þessu landi, eða er einhver á annarri skoðun? Með það að leiðarljósi og mína réttlætiskennd og margra annarra held ég ótrauður áfram, ég trúi því staðfallslega að réttlætið sigri að lokum.
Góðar stundir.
Hallgrímur Guðmundsson, 19.1.2008 kl. 15:06
Auðvitað á að stöðva þennan loðnubarning í flottrollið eigi síðar en strax og átti aldrei að gefa út þennan byrjunarkvóta, eins og við skrifuðum um margir hérna. Þessi þjónkun Hafró við LÍjúgara er algerlega óásættanleg.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 19.1.2008 kl. 18:40
Eins og oftar er ég sammála skrifum þínum og þakka þér fyrir að halda okkur hinum við efnið.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 19.1.2008 kl. 19:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.