Er ekki sama Jón og Séra Jón?????

Hvernig skyldi standa á því að Renault liðinu er ekki refsað eins og McLaren? Eru njósnamál þeirraFerrari léttvægari en hjá McLaren liðinu? Eða er það einfaldlega svo að ef Ferrari liðið andar einhverju frá sér þá er brugðist við af hörku? Er Ítalska mafían farin að stjórna því hver og hverjir verði heimsmeistarar? Þarf maður virkileg að fara að skammast sín fyrir að vera Ferrari aðdáandi? Sjáum til, vonandi fara menn að bera gæfu til þess að láta verkin tala á brautinni og hætti þessum kærum og ásökunum hægri vinstri, það gerir ekkert annað en eyðileggja þessa íþrótt.
mbl.is Renault staðfestir viðræður við Alonso
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óli Sveinbjörnss

Það er nú þammig að í McLaren tilfellinu þá þótti sannað að liðið notaði sér upplýsingarnar ´´i smíði bílsins. Einnig að starfsemnn Mclaren voru með teikningar í fórum sinnum. Í Renault tilfellinu var ekki hægt að sanna að þeir hefðu nýtt sér þetta og að allir starfsemenn hefðu hafnað þessum upplýsingum. Renault var dæmt eftir reglugerð sem fjallar um að taka við svona upplýsingum. Það er nefnilega mikill munnur á þessum brotum. Ég er ekki Ferrari maður og hef ekki trú á að Ferrari sé að svindla og það sé eitthvað samsæri hjá Ítölsku mafíiuni osv.fr...

Það er bara gott mál að það sé verið að taka á svona málum, gerir bara formúluna skemmtilegri.

Óli Sveinbjörnss, 10.12.2007 kl. 13:36

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sæll Óli og takk fyrir þessar upplýsingar, ég skal alveg viðurkenna það að um efni kærunnar og niðurstöður dómsins veit ég ekkert um. Enda set ég hlutina fram í spurningarformi. Þó ég sé nokkuð heitur Ferrari maður fara sumir hlutir í taugarnar á mér sem frá þeim koma. Auðvitað eiga svona hlutir ekki að eiga sér stað, þar erum við alveg sammála. Mín ósk er sú að liðin láti verkin tala á brautinni og hvergi annarstaðar.

Hallgrímur Guðmundsson, 10.12.2007 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband