Reikniskúnstir og fyrir hvern?

Það má vel vera að launakostnaður sé svipaður og á hinum Norðurlöndunum. En nokkuð er ég viss um að laununum sjálfum sé meira misskipt á Íslandi en víða annarstaðar. Þar fyrir utan er vandfundið það land sem dýrara að lifa í, og virðis vera sama hvar borið er niður í þeim samanburði.
mbl.is Svipuð laun og á Norðurlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki gef ég nú mikið fyrir þessa útreikninga.  Ég veit það til dæmis að í Noregi, þar sem verðlag er svipað og hér, þar dettur engum heilvita manni í hug að vinna yfirvinnu, því þar lifa menn ágætis lífi á dagvinnunni.  Eitthvað eru nú þessir útreikningar "skrítnir".

Jóhann Elíasson, 3.12.2007 kl. 10:52

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þorvaldur, þó svo að yfirvinnan sé hærra skattlögð og við myndum gefa okkur að þess vegna vildu menn ekki vinna yfirvinnu skýtur samt ekki skökku við ef menn vilja frekar svelta heldur en að vinna yfirvinnuna?  Ég var búsettur í Noregi í rétt tæp þrjú ár og þar af leiðandi þekki ég nokkuð til þarna.  Vissulega spiluðu skattamálin inn í það að menn unnu ekki yfirvinnu en menn lifðu bara ágætis lífi af því að vinna bara dagvinnuna.  Það er minn punktur með þessum skrifum.

Jóhann Elíasson, 3.12.2007 kl. 12:55

3 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Svipuð laun og á Norðurlöndum

Þessi fyrirsögn mbl er náttúrlega alveg útí bláinn. Þegar greinin sjálf er lesin kemur í ljós að það er alls ekkert verið að bera saman launakjör Íslendinga við önnur Norðurlönd.

Það er eingöngu verið að tala um launakostnað sem er allt annað mál þ.e. hvað það kostar atvinnurekandann að hafa þig í vinnu og samanstendur sá kostnaður af ýmsu öðru en þeim launum sem þú færð í vasann.

Launakostnaður míns vinnuveitanda getur t.d. verið 300 þúsund á mánuði sem skiptist í launaskatt, minn tekjuskatt, tryggingar, gjöld í lífeyrissjóði osfrv. Í þessu dæmi fæ ég kannske í vasann 120.000 en afgangurinn 180.000 færi í hin gjöldinn öll.

Í öðru landi gæti atvinnurekandinn haft sama launakostnað en minni álögur þannig að launþeginn fengi 150.000 í vasann.

Blessaður blaðamaðurinn virðist ekki hafa skilið um hvað verið er að fjalla þegar hann setti þessa fyrirsögn sem gefur til kynna að laun séu svipuð á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum.

Hér er einfaldlega ekkert verið að tala um kaup og kjör launþega.

Jón Bragi Sigurðsson, 3.12.2007 kl. 18:16

4 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ég meig á moggann (tímdi ekki að míga á tölvuna) ég gef ekki meira fyrir svona vitleysu...

Hallgrímur Guðmundsson, 3.12.2007 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband