Þrælgóður leikur og öruggur sigur.

Fyrir utan smávægileg mistök í vörninni var aldrei spurning um hvernig þetta færi. Liðið virkar ógnarsterkt og sjálfstraustið í góðu lagi. Svo er bara að vinna leikinn sem við eigum í + á Chelsea þá erum við í öðru sæti. ÁFRAM LIVERPOOL
mbl.is Liverpool í þriðja sæti eftir stórsigur á Bolton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

21 mark í síðustu 5 leikjum þetta er að fara að minna á handbolta

Páll Guðmundur Ásgeirsson (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 01:27

2 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Ég veit ekki Hallgrímur hvort ég á að bjóða þér í veðmál eins og ég gerði við einn harðasta Púllara hér á Eskifirði, um hvort liðið hans eða mitt yrði ofan á stigatöflunni í lokin,  hann tók veðmálinu í vitna viðurvist, en ég skal viðurkenna það að ég hef ekki séð Liverpool spila svona vel lengi eins og þeir eru að gera núna, en Áfram Arsenal.

Grétar Rögnvarsson, 3.12.2007 kl. 21:40

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ég er alveg slakur yfir þessu Grétar. Eins og sagði að ég held á síðunni þinni eru þetta ekki trúarbrögð hjá mér. Fyrst og fremst áhugamál sem mér finnst skemmtilegt. Ég hef aldrei farið í veðmál um þessa hluti síðan ég byrjaði að halda með liðinu og það var 1970. Ég held því áfram, og afþakka spennandi uppástungu hjá þér félagi. En ég hef það á tilfinningunni að deildin verði æsispennandi núna. Arsenal er að spila fanta góðan og skemmtilegan bolta, Man.United fer áfram á gömlum vana  og það virðist vera að koma nokkuð gott ról á mína menn, enda er það alveg orðið tímabært...

Hallgrímur Guðmundsson, 3.12.2007 kl. 22:36

4 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Ekki eru þetta nú kannski alveg trúarbrögð hjá mér heldur en eitt mitt stærsta áhugamál og þetta með veðmálið var nú bara jók, en ég get frætt þig á því að um borð í bátnum hjá mér er Liverpoolklúbbur með 4 meðlimi innrammað skilti með nöfnum klúbbfélaga sem eru formaður skemmtanastjóri ritari og meðstjórnandi,  að 15 manna áhöfn bara nokkuð gott, já já þetta fer bara einhvernvegin og bara gaman að þessu

Grétar Rögnvarsson, 3.12.2007 kl. 23:37

5 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ég tók því líka þannig. Helvíti eru þeir góði, sumir merkja bátana sína með Liverpool lógóinu. Ég sleppi því bara, alveg nóg að vera klæddur eins og hommi stundum . Nú verður einhver félaginn alveg óður en það er bara allt í lagi, ég þekki hann örugglega ekki...  

kv, Halli 

Hallgrímur Guðmundsson, 3.12.2007 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband