Ekki er allt sem sýnist, braskað með byggðarkvóta!!!!!!

Uppsagnir á frystihúsinu á Breiðdalsvík

10.10.2007

Breiddalsvik Átta af sextán starfsmönnum frystihús Fossvíkur á Breiðdalsvík var sagt upp störfum um síðastliðin mánaðamót. Fólkið er með allt frá einum mánuði og upp í sex mánaða uppsagnarfrest. Auk þess hættu þrír starfsmenn fyrirtækisins störfum um sömu mánaðamót en þeim hafði verið sagt upp störfum síðastliðið sumar eða haust.

Ríkharður Jónasson, eigandi fyrirtækisins, segir í samtali við Ríkisútvarpið að uppsagnirnar séu neyðarráðstöfun af sinni hálfu og vonast hann til þess að verkefnastaða fyrirtækisins breytist á næstu dögum þannig að hægt verði að draga uppsagnir starfsfólksins til baka. Heimildir: http://skip.is/

Hvað skildi felast í þessum orðum eiganda fyrirtækisins? Er von á byggðarkvóta eða er hann að fá kvótann til baka sem hann Seldi frá sér  27/7 2006? Eigandi fyrirtækisins gleymir einnig alveg að gera grein fyrir því hvernig byggðarkvótanum fyrir þetta sama ár var ráðstafað þegar viðtal var tekið við hann í fréttum Sjónvarpsins í gær og hann vælandi um úthlutunina á byggðarkvótanum. Það er einfalt að rifja það upp fyrir honum ef hann hefur gleymt því. Ég veit að margir bæjarbúar hafa ekki gleymt því. Hér sést hvað var um byggðarkvóta Breiðdalshrepps þetta árið. Hann var einfaldlega leigður í burtu og aðeins pínulítið brot af aflaheimildum leigðar til baka í krókakerfinu. Við skulum hafa það á hreinu að á þessum tíma var leigan í krókakerfinu nánast helmingi ódýrari en í aflamarkskerfinu sem byggðarkvótanum er úthlutað í. Ég hef áður tjáð mig um byggðarkvótann og stend við fyrri orð. Þeir sem leigja eða selja frá sér kvóta eiga ekki undir neinum kringumstæðum að fá úthlutaðan byggðarkvóta, hvað þá heldur þegar menn eru svo uppvísir af braski með byggðarkvóta. Skrifað 10.10.2007

Ég ákvað að geyma það að birta þessa færslu á sínum tíma þegar ég skrifaði hana, einungis fólksins vegna á Breiðdalsvík. Í dag 09.11.2007 hefur það gerst sem mig grunaði að myndi gerast þegar úthlutun byggðarkvótans kæmi til þessa fyrirtækis. Stór hluti hans var leigður í burtu nánast samdægurs á 220 kr per kíló sem þíðir 4,4 milljónir þessi færsla á kvótanum er Hér . Var maðurinn ekki að væla um hráefnisskort, hvaða vit er í þessu þegar hann fær hráefnið frítt upp í hendurnar er það leigt í burtu, fær fólkið sem sagt var upp borgaðar bætur frá honum af þessum peningum? Þessu er jú úthlutað til þessa að fólkið fái vinnu, ekki einhver einkaeign Ríkharðs og hans meðeigenda. Eða eru þeir félagar sem að fyrirtækinu standa að nota byggðarkvótann svona til þess að borga upp uppsafnaðar skuldir á vörslufé sem ekki hefur verið staðið skil á eða aðrar skuldir? Hver veit?

Það sem vekur einnig athygli mína er báturinn sem þetta er fært á. Upplýsingar um hver á hann eru Hér og einnig eru upplýsingar Hér um hvenær þessi bátur var síðast að róa, það eru rúm 3 ár síðan sem segir bara eitt, hann er svokallaður BRASKBÁTUR


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er all skuggaleg lesning.  Þarna er það komið fram, sem menn voru hræddir um,  að kvótaniðurskurðinum yrði kennt um allar uppsagnir, en kvótaniðurskurðurinn er "notaður" til þess að fela "brask" og það er nokkuð ljóst að margir "braskarar" yrðu í djúpum skít ef farið yrði í kjölinn á mörgu sem viðgengst í þessu "besta" fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi.

Jóhann Elíasson, 9.11.2007 kl. 23:47

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Finnst þér Jóhann. Þetta heitir á mínu tungumáli, svínsleg og algjörlega siðlaus framkoma viðkomandi gagnvart blásaklausu fólki sem veit ekki sitt rjúkandi ráð hvernig það á að ná endum saman.

Hallgrímur Guðmundsson, 10.11.2007 kl. 16:49

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þetta er mjög vel unninn pistill hjá þér Halli og andskotinn hafi það, ef hann hefur ekki komið við einhvern. En svona er skepnuskapurinn í þessu, það sem einn kemst upp með leyfist ekki öðrum, allt ein lekandi vitleysa og fólkinu sem þetta var hugsað fyrir blæðir út, hægt og bítandi. Heimildirnar safnast svo stöðugt hraðar á þessar fáu hendur sem þeim virðist ætlað að fara á.....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 11.11.2007 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband