Ekki er öll vitleysan eins!

  

Þorskstofninn í Barentshafi best á sig kominn í Norður-Atlantshafi

19.9.2007

Þorskur,,Athuganir á stofnmælingu þorsks í Norður-Atlantshafi og Barentshafi benda til að af þeim 22 stofnum sem fylgst er með reglulega séu aðeins tveir í sæmilegu ástandi. Þorskstofninn í Barentshafi er best á sig kominn en það skýrist að hluta til af því hversu stór hann er og þolir því vel veiðar. Íslenski stofninn fylgir þar á eftir en aðrir stofnar eru illa á sig komnir,” segir Guðrún Marteinsdóttir prófessor í fiskifræði við Háskóla Íslands í samtali í nýjustu Fiskifréttum.

Guðrún hélt fyrir skömmu inngangsfyrirlestur á ráðstefnu í Tromsö í Noregi þar sem hún fjallaði um ástand þorskstofna í Norður-Atlantshafi.

Að sögn Guðrúnar er fylgst með stærð 22 þorskstofna í Norður-Atlantshafi og Barentshafi. Ástand þeirra flestra er metið árlega (eða á nokkra ára fresti) af starfsmönnum hafrannsóknastofnana sem og Alþjóðahafrannsóknaráðinu (ICES) og NV-Atlantshafsfiskveiðiráðinu (NAFO). Eins og gefur að skilja er stærð stofnanna mjög breytileg eða allt frá því að hafa mest verið 4 milljónir tonna eins og stofninn í Barentshafi niður í 30-40 þús. tonn eins og keltneski eða írski stofninn.Til samanburðar má geta þessa að áætluð stærð íslenska þorskstofnsins náði hæst 2,3 milljónum tonna á síðustu öld.

Heimildir: http://skip.is/

Hvernig má það vera að þorskstofninn á Íslandsmiðum sé númer 2 í upptalningunni? Að mati Hafró er þorskstofninn við Ísland í sögulegu lágmarki og nánast hruninn. Útgefinn kvóti hefur aldrei verið minni 130.000 tonn og ef veitt yrði meira blasir hrun við stofninum, þetta er boðskapur Hafró. Er ekki einhver tvöfeldni í þessu? Á sama tíma og allt er að fara til fjandans í friðunum og verndun þorsksins storma tveir kumpánar um Evrópu á fyrsta far rými og dásama vitleysuna, þessir kumpánar tveir eru forstjóri Hafró og sjávarútvegsráðherra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband