Svona viðbjóður hefur gerst áður.

Vísir, 30. ágú. 2007 10:43

Svæfðu Madeleine í hel segja portúgalskir fjölmiðlar
Óli Tynes skrifar:

Portúgalar hafa af einhverjum orsökum misst alla samúð með foreldrum Madeleine McCann, litlu bresku telpunnar sem nú hefur verið leitað í fjóra mánuði. Fjölmiðlar í landinu eru uppfullir af allskonar slúðurfréttum um málið. Fréttirnar beinast nær allar að því að það séu foreldrarnir sem beri ábyrgð á hvarfi hennar.

Fyrir nokkrum dögum var því slegið upp að sérþjálfaðir leitarhundar hefðu fundið lykt af líki á bíllyklum foreldrana. Og nú er því haldið fram að sprautunál hafi fundist í íbúðinni. Í nálinni hafi verið svefnlyf. McCann hjónin eru bæði læknar. Niðurstaða fjölmiðlanna er sú að hjónin hafi sprautað svefnlyfi í börn sín til þess fá frið til þess að fara út að borða.

Þau hafi gefið Madeleine of stóran skammt, sem hafi dregið hana til dauða. Þau hafi þá sjálf komið líkinu undan og falið það, til þess að ekki kæmist upp um þau. Vinir hjónanna segja að þetta sé viðurstyggilegur þvættingur.

Og af hverju getur það ekki gerst aftur?



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

það gæti verið eitthvað til í þessu, fannst þetta alltaf skrýtið hvernig þetta byrjaði, fóru á veitingahús meðan börnin sváfu?????

Hallgrímur Óli Helgason, 31.8.2007 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband