Hvaða rannsóknir liggja að baki.........

þessari úthlutun? Er búið að finna einhverja loðnu sem styður þennan Bráðabirgðakvóta? Hvernig væri að menn byrjuðu á byrjuninni og rannsökuðu stofninn áður en gefin er út kvóti? Er það algjör óþarfi að skoða málið áður en ætt er af stað? Hver stjórnar þessu? Það staðfestist endanlega að sjávarútvegsráðherra og Hafró eru algjörlega óhæf með öllu að sinna sinn vinnu með þessari framkvæmd. Er það virkilega svo að Líú tittirnir stjórni þessu öllu? Þegar það var orðið ljóst að skera þyrfti þorskkvótann niður eftir fáheyrt klúður Hafró við rannsóknir, var það stórmál sem þurfti gríðarlegan undirbúning og viðræður við 
hagsmunaaðila. Hvað gerist núna? Gefin er út kvóti án allra rannsókna og ekki einn einasti uggi fundinn, svo á málið bara að skýrast einhvertímann í haust eða vetur. Það virðist vera svo í þessu máli að best sé að storma blint af stað. Ég krefst þess að það verði gefin út 250.000 tonn af þorski, þó Hafró þykist hafa rannsakað þann stofn vita það flestir að þær aðferðir sem notaðar eru t.d rallið er handónýtt og segir okkur akkúrat ekki neitt um stofnstærðina, sem þíðir einfaldlega það að niðurskurðurinn var algjörlega út í bláinn eins og þessi framkvæmd með loðnuna. 250.000 tonn af þorski og ekkert helvítis rugl.
mbl.is Heildarkvóti á loðnu ákveðinn 308 þúsund lestir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það þarf ekki að rannsaka neitt,  LÍÚ-klíkan þarf ekki á neinum rannsóknum að halda til þess að fá sitt fram og Sjávarútvegsráðherra "geltir" þegar honum er sigað.

Jóhann Elíasson, 31.8.2007 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband