Margfaldur fjármálaráðherra.

Alveg er það merkilegt hvað menn geta verið margfaldir í roðinu svona rétt fyrir kosningar. Þegar þær eru liðnar skal svínað og djöflast á lýðnum sem aldrei fyrr. Hvað réttlæti er það að neita sveitarfélögunum um hluta af fjármagnstekjuskatti. Það er einsog það þyki sjálfsagt mál að sveitafélögin sitji ein uppi með allan þann kostnað af þeirri þjónustu sem þessir einstaklingar eiga rétt á í sínu sveitarfélagi, og klárlega nota sér. Heldur fjármálaráðherra að það sé endalaust hægt að færa hina og þessa þjónustu yfir á sveitafélög landsins án þess að fá með því auknar tekjur. Er ekki orðið tímabært fyrir stjórnvöld að átta sig á því að aukin þjónusta kosta meira fjármagn. Ég væri til í að sjá það á blaði frá fjármálaráðherra, hvernig hann færi að því að auka þjónustu ríkisins, og samhliða lækka gríðarlega fjármagn til verkefnisins.
mbl.is Gagnrýna fjármálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband