Gríðarlega gott eftirlit.....

hjá Fiskistofu. Hér fyrir neðan er úrdráttur úr tölvupósti sem vinur minn sendi mér. Hann er á skipi sem stundar flottrollsveiðar.

Nú er 1/8 og klukkan 15:45 og kominn sólarhringur síðan síðast var híft. Það er ekkert eð sjá nema
einhvern drullumökk sem er ekkert nema þetta sama og hefur verið ánetjað í belgnum þ.e.a.s. smárækja, smáloðna og einhver átudrulla yfir höfuð.Það er stundum þorskur með þessu ég goggaði td. 100 kíló af þorski úr skiljaranum í síðasta hali og
svo er alltaf slatti af karfa og ufsa en þeir félagar fá nú bara pláss í lestinni og fara í bræðslu.


Við skulum átta okkur á einu, þessi svokallaður drullumökkur er smárækja, smáloðna og áta.
Ég skoðaði allar landanirnar hjá þessu skipi á þessu fiskveiðiári. Ekki get ég sagt að það hafi komið mér á óvart það sem ég sá. Akkúrat enginn meðafli er skráður á þetta skip, sem að langmestum hluta ársins veiðir með flottrolli. Á sama tíma talar Fiskistofustjóri um gríðarlegt eftirlit, meðal annars um borð í 
flottrollsskipunum. Þetta sannar það að Gullkálfar Líú sæta ekki sömu lögum og eftirliti sem svona smáfuglar eins og ég og fleiri þurfum að hlíta. Hvenær skildi koma að þeirri stundu að menn átta sig á því að flotið drepur óhemju af ungviði sem stoppar ekki í pokanum og banni þessa vitleysu? Það liggur alveg ljóst fyrir að ef ég veiði þó ekki nema einn 
Karfa,einn þorsk og einn Ufsa verð ég leggja til kvóta fyrir því. En þessi útgerð, nei hún er 
greinilega undanþegin öllum lögum og reglum sem ég og fleiri þurfum að vinna eftir. Og á þetta 
ekki við bara þetta eina skip. 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Góð ábending og þörf, svona nákvæmlega virkar þetta....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 2.8.2007 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband