lau. 23.6.2007
Hvað er hægt að þverskallast lengi...............
Ég hvet menn til þess að lesa greinina á bls, 14 í mogganum í dag um þetta. Það er alveg einkennilegt hvernig Hafró getur komist upp með það að hunsa endalaust ábendingar skipstjóra og sjómanna almennt. Þetta er það sem ég hef alltaf sagt við erum álitnir algjörir vitleysingar sem höfum minna vit á þessum málum en leikskólakrakkar sem stjórnast áfram af ábyrgðarleysi og græðgi. Ég er algjörlega sammála Hilmari Helgasyni það eru allar ábendingar þaggaðar í hel þegar kemur að þorski og öðrum botnfiskum. En þegar málin snúast um LOÐNU, SPÆRLING og KOLMUNA kveður við allt annan tón.
Hvernig skildi standa á því? Ég vil svar við þessari spurningu! Það er löngu tímabært að fjölmiðlar beiti sér í þessu og krefji stjórn Hafró og sjávarútvegsmálaráðherra um skýringa og hvað verður um þær ábendingar sem þeir fá frá okkur. Einnig hef ég bent á nákvæmlega sama hlutinn og Hilmar talar um, aðferðafræði Hafró er algjörlega handónýt. Þegar þeir taka ekkert tillit til breyttra aðstæðna í hafinu svo sem sjávarhita,strauma,ætis og veðurs þegar þeir æða út í sitt blessaða togararall verður útkoman og getur aldrei verið önnur en stórkostulegt slys. Einnig er þetta helvítis netarall aðhlátursefni það er svo vitlaust hvernig að því er staðið. Hvað gerðist til dæmis eftir að gervivísindamenn Hafró fóru í land eftir sína árlegu hamfaravitleysu við netarall um borð í Hvanney SF? Í stuttu máli fiskaði þetta skip margfaldan þann afla sem þeir fengu í rallinu strax vikuna á eftir og voru þeir með færri og lélegri net vegna þess að þeir voru að reyna að dreifa veiðinni með tilliti til vinnslunnar. Mín krafa er sú að tekið verði til innandyra hjá Hafró og farið verður að vinna að einhverju viti við rannsóknir á Íslenska landgrunninu. Einnig vil ég benda á að láta Háskólana koma að þessu hugnast mér illa. Ástæðan er einföld, þeir sem í háskólunum eru þurfa einhvern tímann að sækja um vinnu við sitt fag og það er hjá Hafrannsóknastofnun. Getur einhver séð það fyrir sér að einhver sem talar og tekur EKKI undir vitleysuna sem boðuð og framkvæmd er hjá Hafró fái nokkurn tímann vinnu þar? Ekki ég, sá einstaklingur(ar) yrði álitinn jafn hættulegur og Jón Kristjánsson fiskifræðingur.
Hvernig skildi standa á því? Ég vil svar við þessari spurningu! Það er löngu tímabært að fjölmiðlar beiti sér í þessu og krefji stjórn Hafró og sjávarútvegsmálaráðherra um skýringa og hvað verður um þær ábendingar sem þeir fá frá okkur. Einnig hef ég bent á nákvæmlega sama hlutinn og Hilmar talar um, aðferðafræði Hafró er algjörlega handónýt. Þegar þeir taka ekkert tillit til breyttra aðstæðna í hafinu svo sem sjávarhita,strauma,ætis og veðurs þegar þeir æða út í sitt blessaða togararall verður útkoman og getur aldrei verið önnur en stórkostulegt slys. Einnig er þetta helvítis netarall aðhlátursefni það er svo vitlaust hvernig að því er staðið. Hvað gerðist til dæmis eftir að gervivísindamenn Hafró fóru í land eftir sína árlegu hamfaravitleysu við netarall um borð í Hvanney SF? Í stuttu máli fiskaði þetta skip margfaldan þann afla sem þeir fengu í rallinu strax vikuna á eftir og voru þeir með færri og lélegri net vegna þess að þeir voru að reyna að dreifa veiðinni með tilliti til vinnslunnar. Mín krafa er sú að tekið verði til innandyra hjá Hafró og farið verður að vinna að einhverju viti við rannsóknir á Íslenska landgrunninu. Einnig vil ég benda á að láta Háskólana koma að þessu hugnast mér illa. Ástæðan er einföld, þeir sem í háskólunum eru þurfa einhvern tímann að sækja um vinnu við sitt fag og það er hjá Hafrannsóknastofnun. Getur einhver séð það fyrir sér að einhver sem talar og tekur EKKI undir vitleysuna sem boðuð og framkvæmd er hjá Hafró fái nokkurn tímann vinnu þar? Ekki ég, sá einstaklingur(ar) yrði álitinn jafn hættulegur og Jón Kristjánsson fiskifræðingur.
![]() |
Togarar flýja þorskinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Las þetta viðtal sem þú vitnar þarna til Hallgrímur og það ber allt að sama brunninum, mökkur af þorski þar sem hann ekki á að vera miðað við árstíma, í það minnsta. Ekki virðist nokkur leið að opna neina skjái í Hafró fremur en fyrri daginn, en hann nefnir þarna einn hlut sem allir sem stundað hafa sjó við Ísland á liðnum árum hafa tekið eftir, en það er þetta endalausa dekur við uppsjávarflotan. LÍÚ þarf ekki annað en nefna það þá er allur floti Hafró sendur að leita loðnu eða síldar...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 23.6.2007 kl. 19:34
Þetta er ósköp einfalt. Kunningi minn sem stýrimaður og leysir af sem skipstjóri á einum Grandatogurunum, hefur margsat að vegna hlýnunar sjávar sé fiskurinn búinn að færa sig á önnur mið t.d séu þeir að fá karfa mikið norðar en áður og svona sé það um fleiri fisktegundir en jólasveinarnir hjá HAFRÓ hlusta ekkert á svona "kjaftæði". Svona lagað er ekki í bókunum.
Jóhann Elíasson, 23.6.2007 kl. 23:40
Stjórn Hafró er svona. Friðrik Már Baldursson (formaður) Pétur Bjarnason, Friðrik Arngrímsson, Sólveig Ólafsdóttir, Sævar Gunnarsson. Sjáið þið tenginguna við Líú. Hvernig í helvítinu getur svona stofnun verið hlutlaus? Jóhann ég veit þetta mjög vel ég er búinn að vera þarna úti í 32 ár og breytingarnar á fiskigengd eru mjög miklar. Þetta vita allir nema þessir gervifræðingar Hafró. Það þarf einhver vitleysingurinn þarna fyrst að láta sér detta það í hug að setja það á glærur þá er smá smuga að það síist inn í þessa þverhausa. Svona tala bara þeir skipstjórar sem ekki eru kúgaðir til hlýðni af yfirmönnum sínum Hafsteinn. Það er skelfilegt til þess að hugsa að það eru nánast allir sem nákvæmlega sögu hafa að segja en þora því ekki vegna þess að þá verða þeir reknir.
Hallgrímur Guðmundsson, 24.6.2007 kl. 01:08
Ánægjulegt að heyra að þú hafir ekki áður heyrt um einstakling með sjóriðu á þurru landi. Einhver ráð sem koma frá sjómanni til malbikunarbarns ?
Hanna Kristín Skaftadóttir (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 01:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.