Steinsofandi stjórnarliðar

Hver andskotinn er í gangi núna?Það eru einungis örfáir dagar síðan Einar Oddur og Einar K Guðfinnsson komu fyrir alþjóð gjörsamlega steinhissa á vandræðum flokksfélaga síns Honum Hinrik hjá Kambi á Flateyri og ekki nóg með það,það kom þeim algjörlega í opna skjöldu.Síðan lýsir sjávarútvegsráðherra því yfir að hann sé algjörlega ráðalaus yfir ástandinu í fiskveiðistjórnunarkerfinu.Hann einfaldlega skilur engan veginn hvað er í gangi.Núna kemur Einar Oddur og segir "Það hlýtur hver einasti maður sem ekki er blindur og heyrnalaus að sjá að þetta hefur mistekist" Er raunin sú að það sé virkilega búið að þegja nógu lengi þannig að helstu GULLKÁLFAR OG EINKAVINIR HANS séu búnir að selja sig út úr greininni og tryggja sig fyrir lífstíð skiljandi eftir sig svimandi háa skuldarstöðu til handa þeim sem keyptu. Einar K Guðfinnsson veit einnig mjög vel hvernig hlutirnir virka hjá þrælahöfðingjum Líú.Eða er raunin sú að það voru bara þeir og allir aðrir stjórnarliðar undan genginna ára sem hafa verið gjörsamlega staurblindir og algjörlega heyrnarlausir.Það er akkúrat raunin það eru þeir sem eru algjörlega steinsofandi við sína vinnu.Það er einkennileg hræsni og lítilsvirðing við okkur sem erum búnir að vera að benda á þessa hluti alla tíð frá upphafi kvótakerfisins að þessi aðferð virkar ekki.Hvernig eru þeir meðhöndlaðir sem hvað mest hafa barist og bent á þessa hluti?Kristinn Pétursson frá Bakkafirði er úthrópaður vitleysingur og er algjörlega kominn upp að vegg með sitt fyrirtæki sem hvorki getur hætt eða haldið áfram vinnslu og ástæðan er öllum kunn.Jón Kristjánsson sjálfstætt starfandi fiskifræðingur er úthrópaður drullupollafiskifræðingur sem talin er stórhættulegur umhverfinu.Það er að mínu mati engin forsenda fyrir einhverjum rannsóknum og athugunum á kerfinu,kerfið er algjörlega búið búið að sína okkur hverslags óskapnaður það er.
mbl.is „Verðum að endurskoða allt kerfið frá grunni"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er svolítið athyglisvert að þeir félagar og nafnar, Einar Oddur og Einar Kr, voru harðir andstæðingar kvótakerfisins allt til ársins 1995 en þá gerðist eitthvað, allt í einu voru þeir félagar orðnir alveg sammála flokksforystunni og harðir talsmenn frjáls framsals og þess að leyfa mönnum að veðsetja "kvótaeign".  Hvað ætli hafi gerst?

Jóhann Elíasson, 19.6.2007 kl. 12:34

2 Smámynd: Geir F Zoéga

Sælir þú þarft ekkert að segja mér um meðafla vinur nú er fiskistofa alltaf á bryggjunni og mælir meðafla samkvæmt reiknilíkani þanning að þið þurfið eithvað að kynna ykkur málin betur svo er heilmikil þróun sem á sér stað í meðaflaskiljum við flottroll, þanning að höfum staðreyndirnar réttar vinur!!  Einnig væri áhugavert að vita hvað mikill fiskur fer í sjóinn frá netabátunum fyrir vestan fiskur sem er ekki í réttri strærð? ég spyr er það kerfinu að kenna eða þeim sem fara ekki eftir settum reglum!!!

Geir F Zoéga, 20.6.2007 kl. 09:54

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Geir, þú verður að gera þér grein fyrir því að þú ert að "tala" til manna sem hafa mikla þekkingu og reynslu á veiðarfærum og við vitum alveg hvernig þau virka.  Ef maður er að veiðum með botnvörpu þýðir ekkert að setja skilti á höfuðlínuna þar sem stendur: Aðeins fyrir þorsk.  En það er hæg að stjórna veiðum mikið betur þegar veitt er í flotvörpu, yfirleitt fær maður ekki annan fisk en maður er á höttunum eftir.  Og "meðaflaskiljur" á flottroll eru óþarfar.  Mér sýnist þú nú mættir kynna þér staðreyndir aðeins betur.  Ekki væri úr vegi að þú létir vita hver er þinn bakgrunnur.

Jóhann Elíasson, 21.6.2007 kl. 13:31

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Meðaflaskilja?  Ég sé að ég verð aðfara að skella mér "túr" með honum Óla vini mínum, því ég veit ekki hvað meðaflaskilja er en ég þekki smáfiskaskilju.  Nú kemur til kasta Geirs F Zoéga að uppræða mig.

Jóhann Elíasson, 22.6.2007 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband