Færsluflokkur: Enski boltinn

Lítillátur snillingur

Ég er ekki viss um að allir hafi gert sér fullkomlega grein fyrir því en þetta á líka við um aðdáendur liðsins...Cool

Góðar stundir.


mbl.is Gerrard orðinn sá markahæsti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kom ekkert á óvart

og það kemur heldur ekkert á óvart að grafarþögn lagðist yfir nánast alla aðdáendur United...

Góðar stundir.


mbl.is Everton lagði Manchester United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í alvöru senjor Benítez

Ef ég og Benítez vorum að horfa á sama leikinn þá er sjónin rosalega löskuð hjá senjor Benítez.

Hafi Liverpool einhvern tímann verið lélegt á þeim 37 árum sem ég hef haldið með þessu liði þá var það akkúrat í þessum leik.

Það er átakanlegt að horfa uppá tilviljunarkennd spörk út í loftið sem skila venjulega engu nema allsherjarkás sem minnir meira á stráka í 6 flokki frekar en úrvalsdeildarlið með menn á ofurlaunum í hverri stöðu. 

Það á enginn skilið hitt og þetta í fótbolta, leiktíminn er 90 mín + uppbótartími.

Hvernig staðan er á 89 mín skiptir akkúrat engu máli.

Á meðan leikurinn er í gangi og dámaraálfurinn hefur ekki flautað af eiga bæði liðin möguleika á að skora, einföld staðreynd sem senjor Benítez ætti að vita.

Mínum tíma verður varið í eitthvað uppbyggilegra en sóa honum í gláp á tilviljunarkennt spark í leðurblöðru sem skilar litlu öðru en sorglega klaufalegum og allt að því hálf spastískum tilburðum ofurlaunagrísa við að koma leðurblöðrunni út úr þvögunni.

Segjum í það minnsta á þessu tímabili...Wink

Góðar stundir.

 


mbl.is Benítez: Leikmenn mínir voru frábærir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er ekki gott mál

Ég sé fyrir mér að bestu leikmenn liðsins yfirgefi partýið og það sem verra er, stuðningsmenn liðsins gætu snúið við því baki í stórum stíl.

Graham Souness var hroðalega lélegur sem stjóri Liverpool.

graham_souness_952068.jpg

Ég hallast að því að Benítez sé enn verri.

benitez_952069.jpg

Góðar stundir.

 


mbl.is Benítez nýtur fulls stuðnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það verður fróðlegt

að sjá hvernig Benni brosmildi réttlætir þetta klúður....Shocking

Í alvöru hvað þarf að gerast til að spanjólinn verður settur í að flokka póstinn???

Góðar stundir.


mbl.is Gylfi skoraði og Brynjar lagði upp mark - Liverpool úr leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einfaldlega bestur.

Njótið dýrðarinnar sjá hér.

Góðar stundir.


mbl.is Torres: Ákaflega þýðingarmikill sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breytum reglunum fyrir Liverpool

Mótherjunum verði umsvifalaust bannað að hafa fleiri en 9 leikmenn....Cool

Góðar stundir.


mbl.is Liverpool lagði Wolves, 2:0
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Magnaður andskoti

Það er hreinlega stefnt á að vinna næsta leik !!!tala_me_afturendanum.jpg

Var þá aldrei stefnt á að vinna leikinn á móti Portsmouth???

Djöfulsins ruglið í spanjólanum ríður ekki við einteyming.

Er ekki hægt að láta gaurinn blaðra ofaní stóran ruslapoka, hnýta fyrir og henda á haugana???

Góðar stundir.


mbl.is Benítez stefnir á að vinna næsta leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brandari desembermánaðar

Hversu aumt á þetta að verða áður en eigendur og stjórn Liverpool gerir þær breytingar sem þarf að gera?

Nú kjöldregnir af botnliðinu.

Leika í öðrum styrkleikaflokki í Evrópukeppni B liða.

Góðar stundir.


mbl.is Portsmouth skellti Liverpool á Fratton Park
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að meðaltali er ég bara

nokkuð góður...Whistling

Fyrrihálfleikur var okkar, barátta og vilji til að klára dæmið....Smile

Sá seinni var náttúrulega hrein martröð og maður getur ekki annað en spurt sig, hvað eru þessir drengir að gera þegar þeir eru ekki að spila leiki????Gasp

Það góða sem ég sé við þetta er að endalok starfsferils Benna brosmilda geta ekki annað en verið á næsta leiti og vonandi það næsta sem maður les í fjölmiðlum um Liverpool...Wizard

Niðurstaðan er sem áður segir, ég er að meðaltali nokkuð góður og óska aðdáendum Arsenal til hamingju með sigurinn...Wink

Góðar stundir. 


mbl.is Arsenal snéri taflinu við á Anfield
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband