Þetta er ekki gott mál

Ég sé fyrir mér að bestu leikmenn liðsins yfirgefi partýið og það sem verra er, stuðningsmenn liðsins gætu snúið við því baki í stórum stíl.

Graham Souness var hroðalega lélegur sem stjóri Liverpool.

graham_souness_952068.jpg

Ég hallast að því að Benítez sé enn verri.

benitez_952069.jpg

Góðar stundir.

 


mbl.is Benítez nýtur fulls stuðnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Yfirleitt eru stjórarnir reknir 1-2 vikum eftir svona stuðningsyfirlýsingar, vonum að svo sé einnig núna.

Bjöggi (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 09:41

2 Smámynd: Kristján Jakob Agnarsson

Margir púllarar virðast hafa gleymt því þegar Benni vann meistaradeildina 2005  þá átti hann að fá æfiráðningu besti stjóri allra tíma heirðist víða fljótir að stökkva frá borði segir  allt sem segja þarf um púllara..................skál fyrir ykkur.

Kristján Jakob Agnarsson, 15.1.2010 kl. 09:56

3 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Sæll Halli, og gleðilegt nýtt ár, það er ekki gamann að vera Púllari í dag og skil ég það vel, en lítið væri nú gaman af fótboltanumn ef sömu liðin væru áskrifendur af titlum en ekki skil ég afhverju þessi stjóri færa að vera áfrma þarna hann er ekki að ná neinu út úr þessu liði sem hefur innanborðs fullt af góðum leikmönnum.

Grétar Rögnvarsson, 15.1.2010 kl. 15:49

4 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Kristján ég hef lengi haldið því fram að velgengni Benítez var aðstoðarmanni hans að þakka, enda hefur varla staðið steinn yfir steini síðan hann hætti í hittifyrra.

Hvernig hægt var að klúðra síðasta tímabili er náttúrulega einstakt.

Nú fyrst reynir á hæfileika hans og árangurinn, jú hann er öllum kunnugur.

Stökkva frá borði fór eitthvað handónýtt ofaní þig kúturinn minn, ég segi akkúrat það sem mér finnst jafnt um Liverpool sem önnur lið.

Einu sinni Liverpool, ávallt Liverpool...

Sæll Grétar, Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla.

Það hefur gengið á með sól og dimmviðri þessi 37 ár sem ég hef haldið með þessum klúbbi enda hef ég oft sagt að það líkist einna helst æðislegri rússíbanaferð að vera aðdáandi Liverpool.

Það er mikið rétt það verða að vera hræringar í þessu annars væri þetta hundleiðinlegt, en kommon sjöunda sæti og hrikalega brött brekka framundan...

Ég bara næ ekki að tjasla því saman í hausnum á mér hvað þolinmæði gaurinn fær... 

Hallgrímur Guðmundsson, 16.1.2010 kl. 07:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband