Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Kvótinn myndi ekki kosta...

meira en 100 til 112 milljarða í sjávarútvegi sjá hér xls . Þetta er hægt að framkvæma á svipaðan hátt og lagt hefur verið fyrir í landbúnaði. Þetta er ekkert vandamál eða hvað?
mbl.is Kvótinn myndi kosta 36 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðni Ágústsson vill breyta kvótakerfinu.

Fréttir í útvarpinu í dag."Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, er ekki í vafa um að álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um íslenska kvótakerfið kalli á breytingar á lögum um stjórn fiskveiða og telur að opna þurfi kvótakerfið að einhverju leyti.

Hann kvaddi sér hljóðs um störf þingsins á Alþingi í dag og vildi fá að vita hvort ríkisstjórnin ætlaði sér eitthvað að aðhafast vegna álits mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið og hvort þingið ætti ekkert að hafa um þá vinnu að segja.

Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að kvótakerfið bryti í bága við alþjóðasamning um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðismanna, sagði álitið til skoðunar í Sjávarútvegsráðuneytinu. Það væri hins vegar flókið enda fáar vísbendingar um það hvernig breyta ætti kvótakerfinu. Jón Magnússon, þingmaður Frjálslyndra, spurði hins vegar um afstöðu Guðna til málsins í ljósi þess að þingmenn Frjálslyndra og vinstri grænna hafa lagt fram tillögu um að lögum um stjórn fiskveiða verði breytt í samræmi við niðurstöðu mannréttindanefndarinnar.

Guðni Ágústsson sagði ljóst að stjórnarflokkarnir ætluðu ekkert að gera í málinu. Hann útskýrði ekki frekar hvernig ætti að opna kvótakerfið eða breyta lögum um stjórn fiskveiða"

Þetta vita allir það þarf að breyta kerfinu. En eitthvað virðist þetta standa í sjálfstæðismönnum ef marka má orð Arnbjarga Sveinsdóttir. Það er alltaf að koma betur og betur í ljós fyrir hvað sjálfstæðisflokkurinn stendur. Þegar meira að segja framsóknarflokkurinn er búinn að átta sig á því að þetta kerfi er brot á mannréttindum, og hefur ekki á nokkurn hátt skilað því sem til var ætlast er fokið í flest skjól fyrir þetta handónýta kerfi. 


Kvótakerfið eins og geldur akfeitur grís.

Það má með sanni segja að hugmyndafræðin á bak við kvótakerfið sé mjög vafasöm svo vægt sé tilFiskvinnsla orða tekið. Reiknilíkanið ( kvótakerfið ) hefur ekki skilað 1% af þeim hugmyndum sem lagt var á stað með. Það tók reiknimeistarana ekki mörg á að gera þessa frumhugmynd af einum þeim stærsta sýklapolli sem fyrir finnst í hinum vestræna heimi.

ÞrælarÁrangurinn lætur ekki á sér standa, í þessu kerfi eru þrjár tegundir manna, kengbeygðir þrælar, fjarstýrðir þrælar og svo þrælahöfðingjarnir. Kengbeygðu þrælarnir eru leiguliðarnir og þeir sem tekið hafa lán fyrir aflaheimildum sem ekki nokkur leið er að sjá fyrir endann á. Fjarstýrðu þrælarnir eru skipstjórar stórútgerðarinnar sem sendir eru með innkaupalista á sjó og veiðarnar skulu stjórnast eftir listanum. Þrælahöfðingjarnir eru þeir sem ráðskast með sameign þjóðarinnar ( kvótann ) þeim mætti einna helst líkja hroðalegustu einræðisherra sem þekktir eru á okkar tímum.

Tilraunarkerfinu ( kvótakerfinu ) má síðan líkja við nautheimskan, sauðþráan akfeitan geldan grís.Feitt svín Samlíkingin er við hæfi þar sem áðurlýst fyrirbrigði tekur ekki nokkrum skynsamlegum rökum, fyrirbrigðið er einnig með öllu ónothæft til nokkurra nytsamlegra hluta og safnar einungis meiri viðbjóði utan á sig. Þarna er ekki hægt að tala um að svínið sjá fólkinu fyrir fæðu, það tekur fæðuna frá fólki sem sést best á þróun landsbyggðarinnar. Steingelda kvikindið er einnig algjörlega óhæft með öllu að fjölga nokkrum hlut, sem aftur sést best á því hver þróunin er í úthlutuðum aflaheimildum í meðal annars þorski og loðnu.

Hvernig stendur á því að allar ályktanir sem lagðar hafa verið fram um þessi mál eru falda ofan í læstri skúffu? Það er krafa fólksins á landsbyggðinni sem er að missa allt sitt að þessi mál verða tekin til endurskoðunar. Eru stjórnvöld virkilega að bíða eftir allsherjar uppreisn? Íslendingar eru ekki þekktir fyrir slíkt háttarlag en það hlýtur að koma að þeirri stundu að fólkið fær nóg af valdníðslu og yfirgangi sem leiðir til uppreisnar, það er alþekkt víða erlendis og þarf engum að koma á óvart. Allt hefur sín takmörk.

Góðar stundir. 

 


mbl.is Telja kvótakerfið getulaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er raunhæft að ríkið kaupi aflaheimildirnar.

Úr fréttinni "Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, varpaði þeirri hugmynd fram á fundi Landssambands kúabænda um framtíð mjólkurframleiðslu að næsti samningur sem ríkið gerði við kúabændur yrði síðasti búvörusamningurinn. Samningurinn fæli í sér að ríkið keypti allt greiðslumark af bændum.

Vilhjálmur sagðist setja þessa hugmynd fram til umræðu, m.a. vegna þess að það kynni að vera aðKýr í fjósi pólitískur stuðningur við greiðslumarkið myndi dvína á næstu árum. Hann sagði einnig að kostnaður bænda við að kaupa greiðslumark væri mikill og hefði óhjákvæmilega veruleg áhrif á afkomu í greininni.

Hugmynd Vilhjálms byggðist á því að ríkið gerði samning við bændur um að kaupa allan mjólkurkvóta. Hann sagði að það væri hægt að reikna út hvað þyrfti að borga mikið árlega fyrir greiðslumarkið. Hann sagðist ekki vera viss um að þetta væri svo óskaplega há upphæð. Ríkið gæti gefið út skuldabréf sem bændur réðu hvað þeir gerðu við. Bændur gætu átt það eða selt. Þeir gætu líka notað fjármunina til að greiða skuldir"

Athyglisverð lesning svo ekki sé meira sagt. Kostnaður bænda sé svo mikill við kaup á greiðslumarki að það hafi áhrif á afkomu þeirra. Bíðið aðeins við, er landbúnaður ekki niðurgreiddur af okkur skattborgurum? Við hvaða verð á landbúnaðarvörum búum við við? Og á síðan að kaupa af bændum allt greiðslumark? Gott mál og leiðin sem Vilhjálmur nefnir er nefnilega ekki svo galin. Merkilegt þetta hélt ég að gæti aldrei gerst, en þarna er ég honum sammála.

Heimfærum þetta dæmi í sjávarútveginn. Ríkið kaupir kvótann á raunvirði og hef ég oft bent á hvaðA_linuveidum. raunvirði aflaheimilda er. það má sjá enn og aftur í þessu xls skjali. Þetta er það verð sem ég tel ríkið bera ábyrgð á, restin að brjálæðinu taka bankarnir á sig. Það eru jú þeir sem bera hvað mesta ábyrgð á hvernig verðið á aflaheimildum hefur verið logið upp á þess að nokkur innistæða sé fyrir því. Hver annar á að taka þá ábyrgð? Það eru jú þeir sem taka á endanum ákvörðun um lánveitingu.

Þegar talað er um svo kallaða fyrningarleið, segjum 10 til 15 ár hvað þíðir það? Jú það þíðir einfaldlega það að braskið og vitleysan heldur áfram í þessi ár. Byggðunum mun halda áfram að blæða, það verður engin byggð eftir í mörgum af þessum bæjum eftir þennan tíma. Fara á sömu leið og Vilhjálmur leggur til, ríkið gefur út ríkisskuldarbréf fyrir sínum hluta sem menn geta síðan leyst til sín á ákveðnum tíma. Bankarnir afskrifa sinn hluta af pakkanum á ákveðnum tíma.

ÞorskarÞetta á að gera strax málið þolir ekki bið, landsbyggðin getur ekki beðið eftir því að misgáfuð galtóm jakkaföt átti sig á því að þessi stefna er gjaldþrota. Það er mikill ábyrgðarhluti að halda áfram að berja hausnum við stein og gera akkúrat ekki neitt. Með óbreyttu kerfi verður gjaldþrotið enn stærra og alvarlegra en nú þegar er orðið.

Góðar stundir.

 

 


mbl.is Ríkið kaupi kvótann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjávarútvegsráðherra vill halda fiskvinnslu í landinu

Úr frétt á vísir.is "Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra segir að leita verði leiða til að halda Einar K fiskvinnslu í landinu. Hann segir útflutningsálagið, sem afnumið var í september í fyrra, ekki hafa gert það gagn sem vonast var til.

Þann 1. september síðastliðinn féll úr gildi 10 prósenta álag sem greitt var vegna útflutnings á gámafiski frá Íslandsmiðum Álagið gerði það að verkum að aukalega dróst frá kvóta útgerða sem fluttu fiskinn óunninn úr landi. Starfsgreinasambandið og samtök fiskvinnslu án útgerðar hafa gagnrýnt að álagið hafi verið afnumið um svipað leiti og þorskkvótinn var skorinn niður. Fjöldi þeirra sem hefur misst vinnuna síðan kvótaskerðingin var ákveðin er 456 og um 120 til viðbótar búa við lokanir. Á sama tíma hefur útflutningur á óunnum fiski aukist."

Hvað rugl er þetta auðvitað virkaði þetta nákvæmlega eins og til stóð að það myndi gera? Maður fer að velta fyrir sér þroskastig hjá sjávarútvegsráðherra. Hér er síðan meira úr þessari frétt. 

Þorskur"Þar vegur þyngst aukning á útflutningi óunninnar ýsu sem nemur 32 prósentum og þorsks um 13 prósent. útflutningur á karfa og steinbít dregst hins vegar saman"

Hvernig dettur Einari K það til í hug að þetta virki á annan hátt? Öll orð og framkvæmdir sem þessi maður afgreiðir eru til þessysa fallin að smyrja meira undir rassgatið á þeim sem ráðskast með aflaheimildir Íslendinga. Ef vilji væri fyrir hendi væri þessu breytt snarlega, en viljann vantar algjörlega.

Hefði ekki verið nær að auka álagið um að minnsta kosti helming, jafnvel upp í 50% ef raunverulegur áhugi væri fyrir því að halda vinnslu í landinu? 


Davíð hvað? Nýr hershöfðingi tekinn við.

Arnbjörg Sveinsdóttir gagnrýnd í Morgunblaðinu

mynd
Arnbjörg Sveinsdóttir á Alþingi. MYND/GVA

Arnbjörg Sveinsdóttir formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins er sökuð um að beita þingmenn flokksins hörðu varðandi ræðutíma þeirra á Alþingi. Í Staksteinum Morgunblaðsins í dag kemur fram að hún sé einnig með ríkar skoðanir á því hvaða mál þingmenn flokksins eigi yfirleitt að tjá sig um.

Þá segir að mikillar óánægju gæti meðal margra þingmanna flokksins með stjórnunarhætti Arnbjargar, þeir kveinki sér undan henni.

Það verður að teljast viðburður þegar Morgunblaðið gagnrýnir þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins svo ákveðið, eins og höfundur Staksteina gerir í dag.

Ekki er ólíklegt að málið hafi borið á góma á opnum fundi Sjálfstæðismanna í Valhöll í morgun, þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og varaformaður flokksins var aðalræðumaður. Heimildir:visir.is

Lýðurinn skal segja það ég vil, annars farið þið í skammakrókinn. Þarna er sjöllunum rétt lýst.

 


Hlýnun jarðar hættir á næsta ári

Hvernig passar þetta inn í mótelið hjá þeim sem hrætt hafa jarðarbúa með boðskap um gríðarlegaSólin hlýnun? Ætli raunin sé ekki sú að aðrir hnettir í sólkerfinu svo sem sólin stjórni þessu burt séð frá því hvað við mennirnir aðhöfumst?

Hafa menn sett þetta í samhengi, afstaða jarðar við tunglið og náttúruhamfarir? þá er ég að meina óveður tíðni fellibylja djúpra lægða magn úrkomu og síðan tíðni og stærð jarðskjálfta. Það skildi þó ekki vera að þetta stjórnast allt saman af miklu stærra samhengi heldur en því sem menn hafa áður haldið fram. Það hafa komið ísaldir og hlýindaskeið á jörðinni löngu áður en mannskepnan fór að dreifa frá sér mengun, jafn vel áður en eldurinn var uppgötvaður og menn fóru að kveikja sér í sígarettu.

Er þetta ekki enn og ein staðfestingin á því hvernig vísindaheimurinn stundar hringferðir í spám um hinar og þessar hamfarir, til þess eins að réttlæta óheyranlegan fjármokstur í LEGO mótelið sitt? Hvað spáðu vísindamenn til dæmis oft ísöld á síðustu öld?
 


Engin loðna hefur fundist í tvær vikur.

mynd

Þrjú fiskiskip og eitt hafrannsóknaskip eru að leita að loðnu austur af landinu en engin afli hefur fengist í rúmar tvær vikur.

Togarasjómenn hafa heldur ekki séð neinar vísbendingar um loðnu, en í venjulegu árferði ætti veiðin að vera komin í fullan gang. Þar sem hafrannsóknaskipið hefur ekkert fundið, er ekki enn grundvöllur til að auka við upphafskvótann, sem er aðeins 120 þúsund tonn. Heimildir. Visir.is

Er í alvörunni ekki orðinn grundvöllur fyrir því að endurskoða loðnuveiðar við Ísland? Myndi vera gefinn út kvóti á bolfiskveiðar ef það fyndist enginn fiskur? Er ekki orðið nokkuð ljóst hvað della er í gangi, hefur enginn í alvöru neinar áhyggjur af þessu? Ég held að það sé orðin samfélasleg skylda allra þingmanna að krefjast þess að sjávarútvegsráðherra segi af sér. Maðurinn er ekki með sjálfum sér, lýgur blákalt í fjölmiðla um atvinnuástand sjávarbyggðanna. Hann harðneitar að horfa á líffræðilegar staðreyndir um ástand þorskstofnsins.

Sjávarútvegsráðherra styður beinlínis stórkostulega glæp gegn náttúrunni með því að leyfaEinar K flottrollsveiðar við loðnu og síldveiðar, styður alvarlegan glæp gegn náttúrunni með því að opna fyrir snurvoðarveiðum í fjörum, flóum og fjörðum landsins, opna öll hólf sem hægt er að opna, allt í þágu Líú prelátanna svo stunda megi stórkostulegt dráp á uppeldisstöðvum ýsunnar.

Það er komið nóg af þessu brjálæði, það fer að verða beinlínis ábyrgðarhluti að þessi maður gangi laus, ef þingheimur bregst ekki við og krefst afsagnar sjávarútvegsráðherra, er nokkuð ljóst að vegna almannaheilla verður almenningur að bregðast við og skella manninum í væntumþykju peysu og færa hann á viðeigandi stofnun áður en það er of seint. Þessi stefna sem verið er að framkvæma í sjávarútvegsmálum er glæpur gegn náttúrunni, brot á mannréttindum, aðför í sinni grófustu mynd að byggðum landsins, allt í þágu auðvaldsins og misvel gefinna manna sem villtust af leið, það er leið til baka og á hana hefur margoft verið bent.

Hvað varð um þessa ábyrgu stjórnun fiskveiða? Það er nokkuð ljóst að hún er einungis rituð orð á blaði sem flaggað er á tyllidögum. Gott fólk þetta kerfi er gjaldþrota og það sannast best á þeim fréttum sem við fáum nánast daglega um lokanir fiskvinnslu og uppsagnir á fólki. Ráðamönnun bregður vegna harkalegra aðgerða fiskvinnslu, þarf einhver að láta sér bregða? Niðurskurður áÞorskur þorski er notaður sem afsökun, staðreyndin er sú að sjávarútvegurinn er svo skuldugur að hann stendur ekki með nokkru móti undir þessu.

Af hverju talar enginn um þá markaði sem búið er nánast að rústa erlendis með óraunhæfum kröfum um ofurverð á afurðum bæði ferskum, frosnum og saltfiskmörkuðum. Þessir markaðir eru farnir að snúa sér annað svo einfalt er það. Og hver skildi vera ástæðan fyrir þessu ofurverði sem krafist er, það skildi þó ekki vera brjálæðið sem er í gangi á leigumarkaði aflaheimilda, sölu aflaheimilda manna á milli og skuldsetning fiskvinnslunnar? Á þessu þarf að taka það ætti hverjum manni að vera ljóst sem opnar fyrir skilningarvitin.

Góðar stundir. 


Hvað er að Sjávarútvegsráðherra? Krafa um læknisvottorð réttmæt.

Er búið að ráða 240 manns aftur í vinnu, missti ég af einhverju? Nei ég missti ekki af neinu, einaUppsagnir sem er að hér er það að Einar K Guðfinnsson lýgur blákalt í viðtali við fjölmiðla. Hver ands...... er að hrjá þennan mann? Er ekki málið að Einar K verði krafinn um læknisvottorð, maðurinn er ekki með sjálfum sér? Svona voru fréttirnar í gær, sjá hér fyrir neðan.

 

Innlent | mbl.is | 28.1.2008 | 11:56

540 missa vinnu í fiskvinnslu

Um 540 starfsmenn í fiskvinnslu hafa misst vinnu sína frá því nýtt kvótaár hófst samkvæmt upplýsingum frá nokkrum stórum verkalýðsfélögum. Hefur sjávarútvegsfyrirtækið HB Grandi tilkynnt um uppsögn allra starfsmanna sinna í fiskvinnslunni á Akranesi, um 60 manns, en endurráða einungis 20 þeirra.

Gísli Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir í sjónvarpi mbl að vitað var að kvótaskerðingin, sem boðuð var í haust, myndi hafa áhrif, en ekki að þau myndu verða jafn alvarleg og raun ber vitni.


mbl.is Uppsagnir í bolfiskvinnslu ná til 300 starfsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn svartasti dagur í sögu Akraness

Gott fólk þetta er aðeins byrjunin því miður. Það skal allt notað, er ekki staðreynd málsins sú að mörgEinar K á fundinum fyrirtæki í sjávarútvegi á Íslandi eru svo skuldsett að þessi niðurskurður er notaður sem afsökun. Hvenær ætla menn að viðurkenna það að sjávarútvegurinn á Íslandi er gjaldþrota, það er búið að veðsetja allt sem hægt er að veðsetja og í rauninni margfalt umfram raunverulegar eignir með þvílíkri lygi að það mætti líkja því við öflugustu sakamálasögu. Veðsetning aflaheimilda er svo svakaleg að manni flökrar við tilhugsunina, sameign þjóðarinnar er svo skuldsett að vonlaust er að það verði borgað upp, það er staðreynd sama hvað hver segir um það þá er það veruleikinn sem við okkur blasir.

Skuldir sjávarútvegsinsÉg þreytist ekkert á því að benda fólki á raunveruleikann, og birti aftur skuldastöðuna eins og hún er og þá er einfaldara fyrir fólk að átta sig á veruleikanum. Og skoðum svo aftur hver raunveruleg verðmæti liggja í aflaheimildunum. það sést með því að skoða þetta xls  skjal.


mbl.is Svartur dagur í sögu Akraness
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband