Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
sun. 25.1.2009
Hefjum hvalveiðar ekki seinna en á þessu ári
Mikið er rætt um hvalveiðar og afleiðingar þeirra, ég sé fátt annað en gott við það að hefja hvalveiðar og það má hugsa þetta út frá mörgum kostum.
Við hvern skotinn hval má til dæmis gefa út auknar aflaheimildir. Gaman væri að sjá útreikning á því hvað einn hvalur étur mikið af fiski, síðan mætti setja þetta dæmi upp og skoða hvað margir smábátar gætu fengið að veiða mikið við hvern skotinn hval.
Það mætti einnig hugsa þetta þannig að aflaheimildunum væri ráðstafað á hvert byggðarlag sem einum potti og bæjaryfirvöld úthlutuðu síðan á jafnt á alla báta innan sveitarfélagsins.
Ég held að einhverjum myndi bregða töluvert ef tölurnar yfir fiskát hvala yrðu birtar og þær síðan reiknað út í verðmætaaukningu fyrir samfélagið.
Er ekki betra að við veiðum þennan fisk okkur til framdráttar frekan en láta hvalina gera úr honum saurúrgang engum til gagns?
Góðar stundir.
![]() |
Samkomulag um hvalveiðar? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
lau. 24.1.2009
Hvað er forustan að gera og hverjir eru
í flokknum? Þegar stórt er spurt verður oftar en ekki frekar fátt um svör. Skoðanakönnun Frjálslynda flokksins um aðildarviðræður að ESB sjá hér, er um margt merkileg og spurning um trúverðugleika hennar og hvort þetta sé raunverulegur vilji flokksmanna.
Ef þessi könnun á að hafa farið fram á meðal flokksmanna Frjálslynda flokksins verð ég að spyrja hverjir eru í flokknum og hvernig stóð á því að margir flokksmenn sem ég þekki fengu akkúrat engan póst sendan um þessa könnun hvað þá heldur tækifæri til að taka þátt í könnunni.
Ég er einn af þeim sem hef ekki séð blaðsnifsi um þessa könnun og alls enga tilkynningu fengið frá flokknum um þetta mál. Ég sem hélt að skráning mín hefði tekist eftir í það minnsta fjórar tilraunir í gegnum heimasíðu flokksins.
Fyrir rétt að verða ári síðan var svo stofnað félag Frjálslyndra í Eyjafirði og þar var ég kosinn í stjórn, við það tækifæri kom ég því á framfæri við formann og varaformann flokksins sem voru á stofnfundinum að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að skrá mig í flokkinn hefði engin staðfesting borist og mig var hvergi að finna í félagaskrá flokksins.
Nú spyr ég, er stjórn eða hluti stjórnar Frjálslyndra í Eyjafirði utanflokkastjórn?
Telst ég í alvöru svo lélegur pappír að Frjálslyndi flokkurinn hafni inngöngu minni í flokkinn?
Ef það er ekki ástæðan þá veltir maður því fyrir sér við hvað launaðir starfsmenn flokksins eru svona uppteknir að félagaskrá og skráningar í flokkinn ganga fyrir sig með þessum hætti?
Góðar stundir.
![]() |
Geir með fullt starfsþrek |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.1.2009 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
lau. 24.1.2009
Ríkisstjórnina burt og hennar náhjörð
Ég styð friðsamleg mótmæli, flott að hafa hávaða með trumbuslætti og flautum en sleppum ofbeldinu.
Ríkisstjórnina burt og alla hennar náhjörð, það er nóg komið af spillingu í þessu þjóðfélagi.
Ég vil nota tækifærið og biðjast velvirðinga á síðustu færslu sem hefur verið fjarlægð, svolítið brútal og kannski ekki alveg við hæfi nema þá kannski einna helst fyrir harðsvíruðustu sjóara....
Góðar stundir.
![]() |
Hænuskref í rétta átt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
fim. 22.1.2009
Er Gay Pride gangan byrjuð strax?
Er Páll Óskar tekinn við af Herði Torfa og breytti þessu á svipstundu í friðsamlega Gay Pride göngu?
Nei ég segi bara svona í gríni,,,,
Þetta lýst mér mun betur á, gleymum því ekki að lögreglumenn eru manneskjur eins og við hin. Þeir eiga vonir, þeir eiga væntingar, þeir eiga skuldir, þeir eiga fjölskyldur, þeir eru alveg eins og við hin. Þeir eru bara að sinna vinnunni sinni alveg eins og við hin gerum sem á annað borð höfum vinnu.
Ekki viljum við láta grýta okkur í vinnunni okkar eða er það nokkuð? Hættum að beita lögregluna ofbeldi þeir gerðu ekkert af sér. Það eru stjórnvöld sem bera ábyrgðina og að þeim á að snúa sér, gerum það án líkamlegs ofbeldis, höldum frekar áfram að trufla þá með upphrópum og hávaða. Það virkar það hefur sýnt sig.
Góðar stundir.
![]() |
Appelsínugul mótmæli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nýja þjóðstjórnin er skipuð valinkunnum einstaklingum með gríðarlega hæfileika og kunnáttu á nánast öllum stigum samfélagsins.
Það var náttúrulega strax hafist handa og breytingar á sjávarútvegsstefnunni mótuð í hvelli...
Málin rædd af miklum áhuga enda þjóðarheill að veði.
Niðurstaða fengin og allir sáttir við útkomuna.
Þessi stjórn gæti ekki staðið sig ver en sú sem er nú við völd.
Einhugur, samstaða, traust vinátta og starfað af heilindum á þessu stjórnarheimili.
Góðar stundir.
![]() |
Fjölmenni með réttlæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
fim. 22.1.2009
Össur samfylkingin er ekki þín einkaeign
og þú ert hvorki formaður hvað þá heldur varaformaður, með öðrum orðum lokaðu á þér þverrifunni og hlustaðu einu sinn til tilbreytingar á samfylkinguna.
Samfylkingin er jú fólkið sem í henni er og þegar það talar, þá ber þér skylda til að hlusta á þá sem réðu þig í vinnu. Önnur hegðun ber klárlega vott um hroka, einræðistilburði og hunsun á lýðræðinu.
Eða er samræðupólitík samfylkingarinnar þannig hugsuð að þú blaðrir og blaðir, hinir mega svo halda kjafti og hlusta á ruglið sem út úr þér vellur?
Góðar stundir.
![]() |
Viljum ekki stjórnarkreppu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fim. 22.1.2009
Í hnotskurn þá lítur þetta svona út.
Og virðist vera hrikaleg staðreynd sjá hér. Lesið þetta
skjal vandlega yfir þá má sjá í hvaða stöðu við erum komin í, við höfum gengið fram og gert hlutina með margfalt meira trukki en Færeyingar gerðu áður en þeir urðu gjaldþrota.
Því miður þá virðist það blasa við að Ísland er gjaldþrota, spurningin virðist bara vera hvenær verður það viðurkennt.
Góðar stundir.
![]() |
Kaupmáttur minnkar um 8,2% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fim. 22.1.2009
Nú verður allt vitlaust
Lögreglan farin að ráðast að mótmælendum með táragasi, ég hef slæma tilfinningu fyrir þessu. Þetta á eftir að enda með ósköpum og spurning hvenær dregin verða upp alvöru vopn og út brjótist skálmöld á Íslandi.
Góðar stundir.
![]() |
Táragasi beitt á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
mið. 21.1.2009
Þetta toppaði delluna hjá Samfylkingunni
Samræðupólitík Samfylkingarinnar snýst þá sem sagt bara um einn hlut.
Það er að vera á móti sjálfum sér og lýsa yfir vantrausti á sig sjálfa.
Ég sem hélt að það væri ekki einn einast möguleiki á því að nokkur gæti toppað Vinstri Græna í því að vera á móti allt og öllum algjörlega óháð því hvernig það snýr.
Samfylkingunni tókst það og fóru reyndar einstaklega létt með að vera á móti sjálfum sér og krefjast þess að þeir sjálfir segðu af sér.
Þessi flokkur kemur stöðugt á óvart og í rauninni sannaði það svo ekki verður um villst að þeir eru langbestir í því að kjafta og kjafta frá sér allt vit án þess að veita því sérstaklega athygli á meðan verkin bíða.
Þetta er sem sagt flokkur atvinnublaðrara án framkvæmda.
Góðar stundir.
![]() |
Samþykktu ályktun um stjórnarslit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
mið. 21.1.2009
Ég fer aldrei aftur í framboð með þessu helvítis fífli
Svo mörg voru þau orð frá einum af okkar háttvirtu þingmönnum þegar hann var spurður um kosningar og hvort hann hygðist bjóða sig fram til þings á nýjan leik.
Hver sagið þetta?
Gæti verið að Karl V. Matthíasson hafi sagt þetta enda hágrátandi yfir óréttlætinu sjá hér og átt við Össur Skarphéðinsson?
Nei ekki þykir mér það líklegt, hvað finnst þér?
Gæti verið að Geir Haarde hafi sagt þetta og átt við Einar K. Guðfinnsson?
Nei það er enn ólíklegra enda af sama sauðahúsinu komnir og verja sömu þvæluna...
Gæti verið að Steingrímur J. hafi sagt þetta og átt við Ögmund Jónasson?
Nei það er vonlaust enda átti Ögmundur ræðu ársins í þinginu í gær...
Gæti verið að Grétar Mar hafi sagt þetta og átt við Kristinn H. Gunnarsson.
Tja nú er úr vöndu að ráða, hvað heldur þú lesandi góður.
Góðar stundir.
![]() |
Þið eruð öll rekin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.1.2009 kl. 02:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)