Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
fim. 16.9.2010
Marinó hvað verður svo gert
í málum þeirra sem skellt var á vanskilaskrá vegna þessara ólöglegu lána ?
Sleppa lánafyrirtækin frá þessum gjörningum með hreint borð ?
Fjöldi fólks lenti í vanskilum með nánast allt sitt út af þessum lánum sem svo aftur leiðir eða leiddi til þess að það missir húsnæði sitt á nauðungarsölu.
Fjöldi fólks fær enga aðstoð, afgreiðslu hvað þá heldur fyrirgreiðslu vegna þess að því var skutlað inn á vanskilaskrá vegna ólöglegra gjörninga lánafyrirtækjanna.
Hvað verður gert, verður höfðað skaðabótamál eða er málið dautt og allir sáttir ?
Nú væri gott að fá greinagóð svör á tungumáli sem allir skilja.
Góðar stundir.
Höfða verður nýtt mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
þri. 24.8.2010
Helvítis strandveiðarnar
þær bara hljóta að útskýra þessa niðurstöðu...
Það gengur náttúrulega ekki upp að nokkrir litlir trillugæjar fái að komast upp með það að setja stóru gæjana á hausinn með því að veiða nokkur tonn af sameign þjóðarinnar...
Góðar stundir.
Afkoma HB Granda versnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
mán. 12.7.2010
Sorglegt hvernig velferðarstjórnin
drullaði yfir sjálfan sig með furðulega fáránlegri útfærslu á strandveiðum.
Þeir höfðu tækifærið í höndum sér.
þeir höfðu frábærar tillögur að góðu kerfi í höndunum.
þeir tóku þá ákvörðun hinsvegar að fara furðulegustu leiðina sem fáum er til gagns.
Góðar stundir.
Stöðva strandveiðar á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
sun. 11.7.2010
Gjaldfrjáls Vaðlaheiðargöng
Man einhver eftir þessum orðum ?
Ég lofa gjaldfrjálsum Vaðlaheiðargöngum...
Man einhver eftir þessum orðum ?
Frítt í Hvalfjarðargöng...
Man einhver eftir þessum orðum ?
Ríkið tekur svívirðilega há gjöld af olíu og bensíni...
Man einhver eftir því þegar gaurinn (Möllerinn) veifaði blaði með hárnákvæmum útreikningum máli sínu til stuðnings ?
Kvikindið var svo sjálfsumglatt, roggið og sperrt að engu líkar var en kústskaft hefði hrokkið ofaní hann...
Ég man þetta, ég horfði og hlustaði á kvikindið lofa þessu...
Samfylkingin er.......................(ekki prenthæft)....................................... flokkur sem ætti að útrýma úr íslenskum stjórnmálum strax.
Góðar stundir.
Unnið að fjármögnun Vaðlaheiðarganga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fös. 9.7.2010
Er Árni Páll hóra
eigin orða og gjörða ?
Ef allt er tekið saman sem Gylfi Magnússon hefur sagt frá hruni og eftir að hann varð ráðherra mætti jafnvel segja eitt um gaurinn, hann talar og tjáir sig á allan hátt með afturendanum.
Góðar stundir.
Er ósammála ummælum félagsmálaráðherrans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
fös. 25.6.2010
Hvað er málið ?
Fyrir hverja eru stjórnvöld að vinna ?
Bankarnir eru búnir að gefa það út að þeir þoli þennan dóm og öll aðstoð óþörf, ekki þurfi að leggja þeim til aukið fjármagn.
Eða eru það kannski innihaldslausar yfirlýsingar svo fólk hreinsi ekki út innistæður sína úr bönkunum ?
Gefum okkur að það þurfi að leggja bönkunum til aukið fjármagn.
Byrjum á að spyrja, hver á bankana ?
Hver þarf að snara þessu fjármagni út ?
Jóhanna, Steingrímur og Gylfi ég hef eitt heillaráð fyrir ykkur.
Hypjið ykkur heim og takið Árna Pál með ykkur, þið eruð svo sannarlega ekki að vinna fyrir okkur...
Góðar stundir.
Of þungt högg á kerfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
mið. 23.6.2010
Bankarnir fóru mjög illa
með almenning, það er að segja með því að taka stöðu gegn viðskiptavinum sínum.
Á almenningur engan rétt á leiðréttingu ?
Hvaða rétt telja ráðamenn sig hafa til að hunsa niðurstöðu æðsta dómstigs landsins ? (Hæstarétt)
Eru þeir hinir sömu tilbúnir til að láta stefna sér vegna ólöglegra aðgerða ?
Hvað getur léleg handónýt stjórn drullað mikið og lengi yfir sjálfan sig ?
Skammarlega opinberuðu ráðamenn sig sem búrtíkur auðvalds og glæpahyskisins.
Lánastofnanir og kaupleigufyrirtækin hafa ekki sýnt neina miskunn hvað þá heldur sanngirni.
Hvers vegna ætti almenningur að sína glæpahjörðinni sanngirni þegar á þá hallar?
Það er einfaldlega komið að því að almenningur á Íslandi búi við eitthvað annað en glæpsamlega okurvexti og ofaní kaupið er svo allt draslið verðtryggt.
Smávægilegt frí var tekið á sumarfríi síðunnar, mér einfaldlega ofbíður hækjugangur ráðamanna.
Þangað til næst, góðar stundir.
Almenningur fengi reikninginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
mið. 12.5.2010
Eðlilega á að draga ákæruna til baka
að mati Bjössa blaðurkjafts.
Það má alveg gera líkur að því að mótmælin og búsáhaldabyltingin hafi verið keyrð áfram af Vinstri grænum.
Með hliðsjón af því stormar Bjössi að sjálfsögðu fram og heimtar náðun yfir fjarstýrðum vinnumönnum Vinstri grænna.
Góðar stundir.
Vill að ákæra verði dregin til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fös. 16.4.2010
Heimta enn og meiri afskriftir Friðrik
Er ekki næsta skref að betla um 100 milljarða afskriftir til viðbótar þeim 100 sem nú þegar er búið að væla um.
Þessir 100 milljarðar sem Friðrik J bað um að yrðu afskrifaðir á dögunum hljómar einkennilega í mín eyru og sjálfsagt fleiri af kunnum ástæðum.
Málflutningur Líú mörg undangengin ár hefur gengið út á að ekki megi hrófla við neinu þar sem sjávarúrvegurinn sé svo vel rekinn, sjálfbær og arðsemin einstök eða með öðrum orðum við sjáum um okkur sjálfir og erum bara svona líka helvíti góðir í því...
Látum þá sjá um sig sjálfa og afskrifum ekki krónu en kvótann eiga þeir ekki og hafa aldrei átt.
Það vita allir hvað álit og skoðun ég hef á störfum Hafró.
Góðar stundir.
LÍÚ: Niðurstaða Hafró vonbrigði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
mið. 14.4.2010
Djöfulsins hræsni bæjarstjóra
Akureyrar.
Tilvitnun í fréttina Aðstæður í samfélaginu eru sannarlega um margt óvenjulegar og ljóst að sú skylda hvílir á herðum bæjarstjórnar að tryggja velferð fjölskyldna sem takast á við erfiðar aðstæður. Þegar hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana og meðal þess sem ákveðið var strax í upphafi, var að tryggja að engum börnum yrði vísað frá skólamötuneytum þótt foreldrar ættu í erfiðleikum með að greiða fyrir þjónustuna. Þessari stefnu hefur verið framfylgt af skóladeild og grunnskólum bæjarins. Tilvitnun í fréttina lýkur.
Hvaða ráðstafana, ég bara spyr ?
Af hverju segir hann ekki alla söguna?
Hún er nokkurn vegin eins og ég tel upp hér fyrir neðan, jafnvel bara akkúrat þannig.
Senda gjaldfallna reikninga hjá fólki í innheimtu hjá glæpaapparatinu INTRUM.
Því miður þá eru það helstu viðbrögð bæjarapparatsins á Akureyri, ekki nóg með að þessir reikningar séu seldir glæpaapparatinu þá stígur Akureyrabær fram og fullkomnar verkið með því að selja gjaldfallin fasteignargjöld til glæpaapparatsins Intrum.
Nokkurn veginn svona virkar samningsvilji Akureyrarbæjar, jafnvel bara akkúrat þannig.
Góðar stundir.
Börnum ekki vísað frá skólamötuneytum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)