Færsluflokkur: Bloggar
sun. 19.8.2007
Fellibylurinn Dean geysar...........
![]() |
Manchester City efst eftir sigur á Manchester United |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
fim. 16.8.2007
Upphaflegur tilgangur kvótakerfisins.
Kvótakerfið sem nú hefur verið notað síðan 1984 er að ganga sér til húðar. Þetta stjórnunarkerfi var sett á til þess að vernda þorsk gegn meintri ofveiði, tímabundið í eitt ár. Hvort þorskstofninn hafi þá verið í hættu vegna ofveiði er álitamál og alls ósannað. Hvort tókst að vernda þorsk gegn meintri ofveiði er spurning um skilgreiningu, en það er staðreynd er að að þorskafli er nú árið 1999 talsvert minni en þegar kerfinu var komið á 1984, en þorskaflinn árið 1983 var 300 þúsund tonn. Það hefur sem sagt tekist ágætlega að draga úr veiði á þorski.
Tilgangurinn með veiðistjórnuninni 1984 var að draga úr veiði til þess að byggja stofninn upp svo unnt yrði að veiða meira seinna, en gjarnan var haldið fram að jafnstöðuafli þorsks við Ísland gæti verið 500 þúsund tonn á ári. Kerfið hefur ekki orðið til þess að þessi afli hafi náðst, þvert á móti hefur sífellt verið að minnka. Þar á ofan hefur það haft í för með sér ýmsar hliðarverkanir sem höfundar þess sáu ekki fyrir í upphafi og kerfið er orðið svo flókið að yfirsýn þess er orðin ómöguleg. Sífellt er verið að stoppa í göt eins og það er kallað, en við það opnast ný göt, enda flíkin orðin slitin. Víst er að menn sáu ekki þróunina fyrir þegar kerfinu var komið á.
Hér má sjá afla nokkurra botnfisktegunda frá árinu 1989. Þorskaflinn sést sem rauð lína og aflatölur eru gefnar upp með rauðum tölum vinstra megin (tonn x 1000). Allir stofnar hafa verið á niðurleið síðan þá, þorskurinn hefur þokast aðeins upp á við. Afli annarra tegunda en þorsks er sýndur hægra megin (svartar tölur). Það kallast nú "uppbygging stofnsins". Enn er langt í land að aflinn verði sá sem hann var 1990 þegar uppbyggingin var að hefjast fyrir alvöru með niðurskurði.
En það er ekki aðeins að þorskaflinn hafi minnkað: Afli flestra annarra botnfisktegunda hefur einnig verið að minnka undarnfarinn áratug. Því er von að menn hiksti aðeins þegar talað er að við séum með besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heiminum. Má vera, ef markmiðið er að halda alltaf sömu arðsemi með minnkandi afla, heimsmetið verður væntanlega að halda tekjunum þegar aflinn er orðinn enginn. Þá erum við á réttri leið.
Ekkert betra til?
Ráðamenn vilja halda dauðahaldi í núverandi kerfi og nota gjarnan þá röksemd að ekki sé annað betra til, enginn hafi sett fram aðrar tillögur þrátt fyrir að margar hafi reyndar komið fram. Flestar tillögur sem fram hafa komið eru byggðar á aflamarki og því í raun ekki annað en útfærslur á núverandi kerfi (byggðakvóti, uppboð aflaheimilda o.s. frv.). Þörf er nýhugsunar ef á að búa til nýtt kerfi, fara á byrjunarreit, hugsa upp á nýtt, án þess að vera sífellt með núverandi kerfi á bakinu. Þá verður að skilgreina markmið og notast við forsendur um nýtingu fiskstofna sem eru líklegri til að gefa meiri afrakstur en þær en þær sem eru uppi í dag.
Fram til þessa hafa verið ráðandi vísindi (hugmyndir um samspil veiða og fiskstofna) sem ekki hafa staðist dóm reynslunnar. Þær hafa í stuttu máli byggst á þeirri hugmyndafræði að ef beðið væri með að veiða fiskinn þar til hann yrði stærri, fengist meiri afli. Á það var bent 1984 að slíkar hugmyndir, sem lagðar voru til grundvallar kerfinu þá, -væru rangar, en ekki var tekið tillit til ábendinganna. Þorskur hafði þá horast árin á undan og gagnrýnin var þá sú að ekki væri hægt að friða fisk ef næg fæða væri ekki fyrir hendi, en því var vísað á bug af Hafrannsóknastofnun. Gríðarleg orka og fé hefur farið í að verja hinar röngu forsendur í tímans rás.
Markmið fiskveiðistjórnar
Markmið veiðistjórnunar má m.a. skilgreina þannig:
- Hámarka afrakstur fiskstofna til langs tíma
- Hámarka arðsemi veiðanna
- Hámarka arðsemi þjóðarbúsins
- Stuðla að jafnvægi í byggð landsins
Þegar kerfið var sett á fannst mönnum eðlilegt að takmarka aflann með því að setja hámark á leyfilegan afla. Á þeim tíma voru menn "vanir" því að tala um afla, meiri eða minni og sú hugsun var allsráðandi að með því að stjórna því sem veitt var eitt árið, væri unnt að hafa áhrif á afraksturinn árið eftir. Menn sáu ekki fyrir þær breytingar sem urðu við að fara að stjórna aflanum sem tekinn var úr sjónum í stað þess að hafa stjórnað veiðidögunum, sókninni:
Frá því að hámarka aflann þá daga sem veitt var, selja hvern ugga til að skapa tekjur, þá borgaði sig nú að vera útsmoginn, velja úr dýrasta fiskinn og selja hann, en kasta verðminni afla. Það á ekki að þurfa að útskýra að grundvallarmunur er á þessu tvennu:
Sóknarmark hámarkar nýtingu þess afla sem kemur á dekk, aflamark hámarkar verðmæti þess afla sem kemur í land.
Gallar aflamarkskerfis eru eftirfarandi:
1. Besti fiskurinn veiddur.
Gæði, og þar með verðmæti einstaklinga sömu tegundar eru misjöfn. Má þar nefna holdafar, stærð, lit, sníkjudýrabyrði o. s. frv. Þegar leyft er að veiða ákveðið magn reyna menn að hámarka arðinn með því að ná sem verðmætustu vörunni. Þetta er gert á tvennan hátt:
a) Með því að sækja ekki á slóð þar sem von er á lélegum fiski eða nota einungis veiðarfæri sem velja úr stærsta og dýrasta fiskinn. Dæmi: Bátar á sunnanverðum Vestfjörðum sækja ekki í Breiðafjörð vegna þess að fiskurinn þar er ormaveikur og hentar illa i vinnslu og hann gefur lágt verð. Þetta veldur því að svæði og þar með undirstofnar verða vannýttir. Margir nota einungis 9-11 tommu net á vetrarvertíð.
b) Með því að henda verðlitlum fiski. Þættirnir a) og b) valda því að mat á stærð fiskstofna lækkar og ef beitt er aflareglu, minnkar kvótinn. Það ýtir undir að koma með enn dýrari fisk að landi. Þetta gildir óháð því hvaða stefna (hugmyndafræði) er i gildi um hvernig fara eigi að því að hámarka afrakstur fiskstofna.
Engu máli skiptir í leikreglum kvótakerfisins hvar (eða hvenær) kvótinn er tekinn. Þó það sé vitað að undir svokallaða úthafsrækju flokkast margir stofnar á mismunandi veiðisvæðum, þá eru þeir með sameiginlegan aflakvóta. Í ljósi þessa er ekki hægt að halda því fram að veiðistjórn úthafsrækju sé byggð á líffræðilegum forsendum, því unnt er að ofnýta einn stofn en vannýta annan. Engum myndi t.d. detta í hug að hafa sameiginlegan rækjukvóta fyrir Ísagjarðardjúp og Arnarfjörð þótt í raun sé verið að nota samsvarandi vinnubrögð við stjórn veiða á úthafsrækju. Um staðbundnum botnfisk gildir það sama. Ef mönnum sýndist svo, og aflabrögð byðu upp á það, gætu þeir tekið allan sinn kvóta á Vestfjarðamiðum en skilið öll önnur mið eftir óveidd og ónýtt.
Aflamark er einungis nothæft á einsleitar veiðar, t.d. loðnuveiðar. Þá er ekkert á ferðinni nema sá fiskur sem veiða má, en óhæft þegar um blandaðar veiðar (botnfiskveiðar) er að ræða, því þá verða menn að henda því sem kvóti er ekki fyrir. Þó hefur þetta reynst illa við síldveiðar þó ekkert veiddist í nótina nema síld. Sú var tíðin þegar auðvelt var að ná kvótanum að mikið var um smásíld á miðunum. Þá slepptu menn niður köstum sem voru mest megnið smásíld, köstuðu og köstuðu þar til þeir fengu stærri og verðmeiri síld. Megnið af síldinni sem sleppt var drapst eftir að búið að þrengja að henni í nótinni, enda fóru sögur af úldinni síld á botninum í fjörðunum fyrir austan.
2. Félagslegir ókostir
Hér hefur einungis verið fjallað um helstu líffræðilega ókosti aflamarkskerfis, en ótaldir eru aðrir ókostir af félagslegum toga sem tengjast framseljanlegum kvóta m.a. tilfærslu afla milli staða og tilheyrandi byggðavanda og flutningi fjár út úr greininni þegar menn labba sig út úr greininni eins og sagt er. Ekki verður hér farið nánar út í þennan ókost.
Athyglisvert er að aldrei hefur verið talað um það í kvótakerfinu, að t.d. helmingur veiðileyfanna (kvótans) væri sameiginlegur. Þannig mætti hugsa sér að helmingi loðnukvótans væri úthlutað á skip, en hinn helmingurinn væri frjáls öllum, boðinn upp, úthlutað til nýrra aðila skv. umsóknum t.d., eða veiddur í samkeppni, allt eftir eðli veiðanna.
Heimildir:http://fiski.com/
Hver er svo niðurstaðan? Í dag er úthlutað 130.000 tonnum af þorski fyrir kvótaárið 2007/2008. Mjög magnaður árangur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
fim. 16.8.2007
Hefur Gunnar Birgisson??????????????

![]() |
Segja trúnaðarbrest hafa orðið milli íbúa og bæjarstjórnar í Kópavogi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
fim. 16.8.2007
Þetta hafa ábyggilega verið.........

![]() |
Þrír handteknir í verslun á Akureyri; einn með barefli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
mið. 15.8.2007
Við skulum hafa eitt............
vinnunni. Svona eru vinnubrögðin í raun.
Tilvitnun í fréttina. "Að mati Ríkisendurskoðunar var afar óheppilegt að ekki var hrint í framkvæmd tillögu nefndarinnar um að skipa starfshóp með fulltrúa heimamanna til að kanna kaup á notaðri eða nýrri ferju. Líklegt verður að telja að skipan slíks hóps hefði stuðlað að vandaðri undirbúningi en ella." Þegar maður les t.d. þessa tilvitnun verður maður hugsi, hefur einhvern tímann verið hlustað á annað en það sem menn vilja heyra, sama hvað helv.... þvæla það er?
![]() |
Athugasemd frá Ríkisendurskoðun vegna Grímseyjarferju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mið. 15.8.2007
Ekkert sérstakur leikur..........
![]() |
Liverpool sigraði Toulouse í Frakklandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mið. 15.8.2007
Ég bara spyr???????????
kv. Halli
![]() |
Hilton systur vilja 500 þúsund dali fyrir að mæta í teiti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mið. 15.8.2007
(Ó)VIRK FISKVEIÐISTJÓRNUN
Jón Kristjánsson
Sjómannablaðið Víkingur, 2-3 tbl. 1990, bls. 14-16.
Með tilkomu 200 sjómílna fiskveiðilandhelgi á síðari hluta áttunda áratugarins fengu löndin við norður Atlantshaf full yfirráð yfir eigin fiskimiðum og gátu farið að losa sig við erlend veiðiskip sem fram að því höfðu veitt megnið af aflanum sem fékkst í landhelgi heimalandanna. Þar sem áður höfðu gilt lögmál frumskógarins, gátu heimalöndin ákveðið hvernig fiskimið þeirra væru nýtt. Nú, rúmum áratug eftir þessar breytingar, er fróðlegt að skoða hvernig nýting miðanna breyttist eftir útfærslu landhelginnar og hver aflaþróunin hefur orðið. Þar sem þorskur er mikilvægasta botnfisktegundin í N-Atlantshafi er skoðunin aðeins bundin við þá tegund.
Ísland
Eftir að sigur hafði unnist í landhelgisdeilunum árið 1976, og við Íslendingar fengið óskoraðan rétt yfir fiskimiðunum, var mörkuð sú stefna í fiskveiðum að draga úr sókn í smáfisk til þess að hann mætti vaxa og verða stór. Sagt var að það þyrfti að byggja upp stofninn, stækka hann, til þess að afli á sóknareiningu myndi aukast, stofninn yrði samsettur úr fleiri árgöngum. Þannig mætti draga úr sveiflum og hrygningarstofninn yrði stærri.
Fyrst var möskvinn stækkaður í belg og poka botnvörpu úr 120 mm í 135 mm árið 1976, og 1. febrúar 1977 var möskvinn í botnvörpupoka enn stækkaður í 155 mm. Lágmarkslengd fisks, sem landa má var aukin úr 43 cm í 50 cm fyrir þorsk og ufsa og úr 40 cm í 45 cm fyrir ýsu (Sigfús Schopka, Ægir 12/1980).
Friðun smáfisks skilaði árangri, því lesa mátti þetta í skrifum árið 1980 (Sigfús Schopka, Ægir 12/1980):
"Ef borin er saman meðalsókn í sérhvern aldursflokk þorsks (mæld í fiskveiðidánarstuðlum) árabilið 1971-1975 annars vegar við árabilið 1977-1979 hins vegar, eftir að möskvastækkunin er komin í framkvæmd og Bretar horfnir af Íslandsmiðum, þá kemur í ljós að svo til öll sóknarminnkunin, sem hefur átt sér stað, er í yngri aldursflokkana eins og vænta mátti. Þannig hefur sókn í 3 ára þorsk minnkað um 78% skv. bráðabirgðatölum, 35% í 4 ára þorsk og 25% í 5 ára þorsk, en sóknarminnkun eldri þorsks er hverfandi".
Þrátt fyrir að smáfiskafriðunin tækist svo vel sem skýrt er frá hér að framan tókst ekki að stækka þorskstofninn.
Árið 1976 var veiðistofn þorsks, skv. útreikningum Hafrannsóknastofnunar (Hafrannsóknastofnunin, Fjölrit nr.19), 950 þús. tonn og hrygningarstofninn 409 þús. tonn. Árið 1983, eftir 7 ára uppbyggingu, var veiðistofninn 794 þús tonn og hrygningarstofninn 296 þús tonn, þrátt fyrir að aflinn 7 fyrstu ár uppbyggingartímans (1977-83) hafi að meðaltali verið um 24 þúsund tonnum minni á hverju ári en næstu sjö árin þar á undan (1970-76), árunum sem voru kennd við "taumlaust smáfiskadráp Breta".
Stöldrum aðeins við. - Þrátt fyrir að dregið hafi úr afla að meðaltali um 24 þús. tonn á ári minnkaði veiðistofninn úr 950 þús. tonnum í 794 þús. tonn eða um 22 þús. tonn að meðaltali á ári!
Árið 1983 var svo komið að nauðsynlegt þótti að gera tillögur um 200 þús. tonna aflamark. Kvótakerfið var innleitt sem skammtíma neyðarráðstöfun til þess að bjarga fiskstofnunum, en við búum við það enn og nú er svo komið, í mesta fisklandi heimsins, að einungis er leyfilegt að veiða kola og marhnút af bryggjuhausum án tilskilinna leyfa. Ja bitte nú, hefði amma mín sagt!
Þessi stefna, að byggja upp þorskstofninn með friðun, hefur verið gagnrýnd. Minnast má fundar í Norræna húsinu 1984 en þar voru þessi mál tekin til ítarlegrar umfjöllunar. Áframhald varð þó minna en æskilegt hefði verið, og að mínu mati kom þar helst til sú afstaða sjávarútvegsráðherra, að standa með sínum ráðgjöfum og hvika hvergi.
Gagnrýnin á þessum tíma, og reyndar síðar, byggðist á því að forsendan fyrir því að friða smáfisk hlyti að byggjast á því að fæðan í hafinu væri ekki fullnýtt. Hugmyndir um stækkun stofnsins hlytu að byggjast á þeirri vissu að fæða handa þorski væri til í umframmagni.
Árið 1983 hafði vöxtur þorsks verið minnkandi í nokkur ár og eðlilegt að varpa því fram að forsendur hefðu reynst aðrar en gert hafði verið ráð fyrir. Gripið var til dæma um silung og stöðuvötn í þessu sambandi.
Þessari gagnrýni var algerlega vísað á bug af sérfræðingum Hafrannsóknarstofnunarinnar sem sögðu að hafið væri víðáttumeira en svo að það mætti líkja því við heiðatjörn.
Þegar smáþorskur fór að veiðast 1986 í nær fimmföldu magni miðað við árin þar á undan, og bent var á að það væri vegna þess að svo mikið væri af honum í sjónum, og að menn yrðu að gjöra svo vel að veiða hann, annars gæti farið illa, afli tapast eða mikill fjöldi smáþorska gæti valdið hungri og dauða, var því algjörlega vísað á bug. Lögmálum náttúrunnar um fæðuframboð, vöxt, afkomu og samkeppni var hafnað.
Framhaldið þekkja menn. Lagt var til að kvóti yrði minnkaður um 10 % árið 1989 og enn 10% 1990, tillögurnar eru þær að afli megi ekki verða meiri en 250 þús tonn árin 1990 og 1991 ef þorskstofninn eigi ekki að fara minnkandi, hundrað og fimmtíu þúsund tonnum minni á hverju ári en verstu smáfiskadrápsár Breta. Já við erum sannarlega á góðri leið með að byggja upp stofninn!
Kanada
Kanadamenn tóku upp virka stjórnun veiða 1976. Í athyglisverðri ræðu sem Kristján Ragnarsson flutti á aðalfundi LÍÚ árið 1984 (Morgunblaðið 22/11 1984) segir hann: "Ég átti þess kost sl. vetur að kynnast fiskveiðum í Kanada. Fannst mér athyglisverðast að kynnast því hvernig þeir hafa byggt upp fiskstofna sína með góðum árangri. Í því efni hafa þeir sett sér miklu lægri mörk um hvað er veitt úr hverjum stofni en við höfum gert. Stefna þeirra felst raunverulega í því að geyma fisk í sjónum. Á árinu 1977 veiddu þeir um 450 þúsund lestir af botnlægum fiski og af því voru um 200 þúsund lestir þorskur. Á árinu 1981 veiddu þeir 750 þúsund lestir af botnlægum fiski og þar af um 370 þúsund lestir af þorski. Á árinu 1987 ætla þeir að veiða um eina milljón lesta af botnlægum fiski og þar af um 650 þúsund lestir af þorski. Af þessu má sjá hvílík ógn okkur Íslendingum stendur af þessum möguleikum þeirra."
Hvernig hefur þetta svo gengið eftir. Jú það hefur ekki gengið eftir. Árið 1986 veiddu Kanadamenn 475 þúsund lestir af þorski og heildaraflinn á miðum þeirra var 612 þúsund tonn. Árið 1977 féll heildaraflinn í 535 þúsund tonn. Eftir það virtist sem botninn dytti úr öllu saman, sbr. MBL 14/1 1990: "Þorskkvóti Kanadamanna á Nýfundnalandsmiðum, þessari gullkistu sem áður var, nam aðeins 235. 000 tonnum í fyrra og verður 197. 000 tonn á þessu ári."
Tillögur Kanadískra fiskifræðinga sl. haust um aflasamdráttinn komu svo flatt upp á stjórnvöld að bæði Gulland og Beverton, sem eru heimsþekktir líkanasmiðir í fiskifræði, voru fengnir til þess að endurreikna gögnin þeirra, og fengu að sjálfsögðu það sama út. Stærðfræðin, hún bregst ekki.
Ýmsar skýringar hafa verið settar fram um hvers vegna spárnar og væntingarnar brugðust. Sagt er að í ljós hafi komið að ástand stofnanna hafi verið verra en framreikningar gerðu ráð fyrir. Þar var reiknað með meðalnýliðun en það brást. Sérstaklega átti þetta við stærsta þorskstofninn á svæðinu, Labrador-stofninn. Einnig hefur verið sagt að raunveruleg sókn hafi farið fram úr kjörsókn og uppbygging stofnsins gengið hægar af þeim sökum. Ekki eru mönnum kunnar orsakir þess að nýliðun varð minni en áætlað var, en minnst hefur verið á sjávarkulda í því sambandi.
Ekki hefur þetta samt þótt skýra aflaminnkunina að fullu, því síðustu fréttir herma að skýringa megi leita í skefjalausri rányrkju útlendinga utan 200 sjómílna fiskveiðilögsögunnar. Þeir stundi þar ofveiði og smáfiskadráp í stórum stíl og verði að stemma stigu við slíku með öllum tiltækum ráðum (Mbl. 26/1 1990).
Meðal þeirra ráðstafana sem Kanadastjórn ætlar að grípa til, er að auka möskvastærðina og banna veiðar á smáfiski, takmarka stærð skipa og herða eftirlit með útgáfu veiðileyfa. Þó þessar aðgerðir muni koma hart niður á sjómönnum njóta þær mikils stuðnings því sjómennirnir vita að framtíðin er fólgin í því að bjarga fiskstofnunum, að því er segir í fréttum.
Góð vísa verður víst sjaldan of oft kveðin.
Hvað gerðist svo?
Ég lauk þessari grein eins og sjá má að ofan. Ég var lengi að velta því fyrir mér hvað ætti að standa þarna, en kunni ekki við að kveða sterkar að orði, því miður. Ég ætlaði að skrifa eitthvað á þá leið að nú færi allt til fjandans. Ekki þurfti reyndar að bíða lengi því 1992 var sett á algjört veiðibann og sagt var að stofninn væri hruninn. Yfirleitt var þrástagast á því að þorskurinn hefði verið veiddur upp. En það sem olli mönnum heilabrotum var að fisktegundir sem ekki var sóst sértaklega eftir hurfu líka. Hér fer á eftir frásögn af því þegar vísindamenn komu saman árið 1993, til að reyna að skýra þorskhvarfið.
Hvað varð um Þorskinn?
Hvað varð um 500.000 tonn af norðurþorski? Hvernig minnkaði stærsti þorskstofn í Nv-Atlantshafi um helming? Gerði hann það?
(Jón Kristjánsson: Þýðing og endursögn á grein í "Fisheries News" Vol. 2, No.5, June/93, Dept. of Fisheries and Oceans. St. John's, Nfld.)
Um 50 vísindamenn frá Kanada, Evróðu og Bandaríkjunum komu saman til þriggja daga fundar í Batrery hótalinu í St. Johns í janúar (1993) til þess að kryfja þessar spurningar til mergjar. Þarna voru auk Kanadamanna, sérfræðingar frá Íslandi, Noregi, Bretlandi og Alaska. Þeir voru að reyna að skilja hvernig rúmur helmingur þorskstofnsins gat horfið á fyrri helmingi ársins 1991. Fyrst þurftu þeir að sannfæra sjálfa sig um að það hefði gerst. Eitt aðal viðfangsefnið var að finna út hvort stofninn hefði virkilega minnkað eins snöggt og leit út fyrir.
Hinn möguleikinn, sem menn urðu hvorki sammála né ósammála um, var sá að Kanadíska Hafró hefði metið stofninn vitlaust á árunum fyrir 1990 þegar þeir héldu að hann væri um 1 milljón tonn (hnignun hans gat hafa hafist fyrir þann tíma). Verið gat að stofninn hefði verið minni og hefði farið að minnka fyrr.
Það skiptir vísindamennina, sem eru að reyna að skilja þetta, miklu máli hvort hrunið var snöggt eða hægfara, sama gildir um þá sem stjórna nýtingunni, þeir verða að reyna að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig.
Hugsanlegar orsakir
Ofveiði, brotthvarf þorsks af svæðinu, umhverfisstreita og afrán sela voru þær skýringar sem áttu hvað mestu fylgi að fagna.
Ofveiði og vantalinn afli
Erlend veiðiskip juku sóknina utan 200 mílnanna 1991, vegna þess að meira var þá af þorski á "nefinu" á Miklabanka. Kanadísk yfirvöld áætluðu að útlendingar hefðu rösklega tvöfaldað aflann miðað við fyrri ár og veitt helmingi meira en þeir gáfu upp.
En þetta var með í stofnútreikningunum og verður því ekki kennt um hið óvænta hrun. Jafnvel tröllslegt vanmat á veiðum erlendra skipa getur ekki skýrt hvarf á hálfri milljón tonna af þorski.
En margra ára vanmat og falsanir á aflatölum heimamanna og útlendinga hefði getað vanmetið aflann og ofmetið stofninn. Hvort svo hafi verið er erfitt að segja til um.
Það á eftir að athuga betur tímasetningu hrunsins. Ef það varð snöggt, getur ofveiði ekki skýrt það. Ef það var hægfara þá tóku menn ekki eftir því svo árum skipti og þá verður að endurskoða öll vinnubrögð við stofnmatið.
Far (flakk)
Við nánari athugun stenst ekki að óhemju magn af þorski hafi yfirgefið svæðið. Svo virðist sem þorskurinn hafi fært sig nokkuð til innan svæðisins, flutt sig sunnar og á dýpra vatn, en ekki hefur orðið vart við aukningu á þorski á nærliggjandi svæðum. Reyndar hefur þorski einnig fækkað á nærliggjandi svæðum. Engar vísbendingar eru um að þorskurinn hafi farið á meira dýpi en togararallið nær til, um 1000 m.
Umhverfisstreita
Vísindamenn benda á að breytt umhverfisskilyrði geti haft margvísleg áhrif. Við vitum ekki nærri nógu mikið um lífeðlisfræði fisksins, hvernig líkami þeirra starfar. En það er klárt að breytingar á t.d. fæðuframboði, sjávarhita og súrefnismagni geta gert honum erfiðara að þrífast. Þó enginn þessara þátta einn sér hafi drepið fisk í miklu magni þá gætu samverkandi áhrif þeirra hafa gert það.
Rannsóknir í St. Lawrenceflóa sýna að við langvarandi fæðuskort getur orðið orkuþurrð hjá þorski. Heilbrigðir fiskar geyma orkuna í líkamanum, sérstaklega í lifrinni. Lifrin er í raun orkuforðabúr sem fiskurinn getur sótt í þegar illa árar eða þegar orkuþörfin er mikil. Kynþroska fiskur gengur freklega á fituforða sinn við hrygninguna og verður að endurnýja hann að henni lokinni. Sé fiskurinn í slæmu ástandi þegar líður að hrygningu og tæmir fituforðabúrið við að hrygna getur hann drepist fái hann ekki fljótlega að éta á eftir. Við höfum búið við óvenju mikinn sjávarkulda síðan 1983 og kuldinn gæti verið orsök slíkrar orkukreppu. Óvenju kalt vatnslag, þekkt sem Kalda Millilagið (CIL) var 40% stærra en venjulega árin 1990 og 1991. Kaldara vatn getur haft bæði bein og óbein áhrif, valdið hægari vexti og minnkandi fæðuframboði. Þetta gæti sett af stað þá keðjuverkun sem lýst hefur verið. Það sem styður kenninguna um orkuskort er að áhrifin ættu að vera mest á kynþroska hluta stofnsins. Þetta er það sem gerðist hjá norðurþorskinum. Það er fyrst og fremst hrun fisks sem var á kynþroskaaldri sem varð til þess hve stofninn í heild minnkaði mikið.
Vísindamenn höfðu verið að vona að sterku árgangarnir frá 1986 og 87- sterkustu árgangar í áratug- yrðu til þess að stofninn byggðist upp þegar þeir færu að auka kyn sitt. Þvert á móti, mikið magn hvarf fljótlega eftir hrygninguna 1991. Afföll ungfisks virðast ekki hafa orðið eins mikil.
Það sem einnig styður kenninguna um umhverfisstreitu er að öðrum tegundum botnfisks hefur líka fækkað. Eftir að hafa skoðað gögn um aðrar tegundir sem veiddust í togararallinu á undanförnum árum komst Bruce Atkinson að því að þeim hafði nær öllum fækkað. Það gilti jafnt um tegundir sem ekki voru sérstaklega verðmætar og voru jafnvel dæmi um að þeim hefði fækkað enn meir en nytjategundunum.
Það mun reynast erfitt að meta hvort umhverfisstreita geti skýrt þorskhvarfið. Margar tegundir geta staðist streituálag í langan tíma uns einhver ný áreiti verða þeim að aldurtila. Slík áreiti gætu verið smávægilegt og erfitt að mæla þau.
Selir
Þetta er síðasta skýringin sem greinarhöfundur ræðir um og skal ekki farið nánar út í það hér að öðru leiti en því að hún þykir fremur langsótt. Selum hefur ekki fjölgað snögglega og ekki þykir líklegt að þeir hafi allt í einu farið að ráðast að þorsknum með slíku offorsi að það geti skýrt svo snöggt brotthvarf hans.
Hugleiðing þýðanda:
Hér lýkur tilvitnun í hina kanadísku grein. Í greininni er lýst næsta nákvæmlega fiskstofni sem er á hungurmörkum. Skyndilegar breytingar á umhverfisþáttum til hins verra gera það að verkum að fæðuframboð minnkar og fiskurinn sýnir sveltieinkenni. Á sama tíma er haldið aftur af veiðum, fiskurinn deyr og afli tapast. Langtíma veiðihömlur gerðu það að verkum að vöxtur fiskstofnsins var ekki upp skorinn, fiski fjölgaði, fæðubúrið tæmdist, náttúran greip í taumana og stofninn féll úr hor. Ekki er víst að óheftar veiðar hefðu geta komið í veg fyrir fellinn en það er alveg víst að mikill afli tapaðist. Aðferðirnar sem vísindamennirnir ráðleggja til endurreisnar stofnsins er aukin friðun. Það er með ólíkindum að menn skulu enn reyna að byggja upp fiskstofna með friðun eftir svona reynslu. þetta gera þeir þó. Spurning vaknar um hvers vegna menn sjá ekki eða vilja ekki sjá að friðun fisks sem er í svelti er gagnslaus og gerir illt verra. Íslensku sérfræðingarnir sem voru á þessum fundi hefðu þó átt að vita betur. Þeim hefur margoft verið bent á þetta en þeir hafa afneitað þessum rökum. Þó línurnar séu e.t.v. ekki eins skýrar hér heima hefðu þeir þó átt að sjá hvernig kanadagögnin beinlínis hrópuðu framan í þá og hefðu þá átt að nefna þá lausn að friðun ætti alls ekki við. En þeir virðast hafa þagað þunnu hljóði.
Hvers vegna eru þessir menn séu að verja rangar ráðleggingar um nýtingu fiskstofna. Ekki megi vitnast að þeir hafi allan tímann verið að vaða í villu? Ekki megi koma í ljós að ráðin um friðun til uppbyggingar fiskstofna séu röng og leiði til minnkunar þeirra? Ef sannleikurinn kæmi í ljós myndu þeir þá missa starfið? Svari því sá sem getur.
Heimildir:http://www.fiski.com/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mið. 15.8.2007
Þar verða spaghettí......

![]() |
Fimm slösuðust í óeirðum í Róm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þri. 14.8.2007
Mikið djö.... erum við Íslendingar.............

![]() |
Krónan veiktist um 0,55% í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)