Færsluflokkur: Bloggar

Merkilegt að menn skuli ekki hafa vaknað fyrr.

Það er eins og þessi niðurskurður hafi verið boðaður í gær. Sáu menn þetta virkilega ekki fyrr að þetta er algjörlega út úr öllum kortum. Það sagði sig alveg sjálft að það er algjörlega vonlaust að veiða útgefna kvóta í öðrum tegundum en þorski með þennan niðurskurð á bakinu. Mér er nokkuð sama hvað Hafró reynir að réttlæta ruglið með tilraunum á því að aðskilja tegundir í troll það kemur alltaf meira af þorski en menn vilja, það er einfaldlega svo að þorskurinn er dómerandi á miðunum og nánast vonlaust að forðast hann svo vel sé. Fréttin er Hér 


Þessi fyrirsögn er villandi og ekki rétt.

Netarallið er ekki notað á neinn hátt við stofnmat, það einfaldlega passar ekki inn í formúluna vegna mikilla veiði. Sem aftur segir okkur það að togararallið er handónýt mæling. Hvers vegna getur Hafró ekki viðurkennt það? Fréttin sem bloggið er um er Hér

Fiskistofa með eftirlit úr lofti með sjómönnum.

Þess verður vart lengi að bíða að við lesum svona fyrirsögn. 
mbl.is Lögreglan með eftirlit úr lofti með rjúpnaveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar viðhorfið er svona..........

er ekki hægt að búast við árangri. Krafan um árangur og metnaðurinn til að ná árangri hlýtur að vera á mjög lágu plani þegar menn telja sig örugga í starfi og nánast ómissandi. Er ekki að koma í ljós að fyrrum aðstoðarmaður Benítes var í raun lykillinn að velgengni hans?
mbl.is Benítez: Er í öruggu starfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samherji á leið úr landi?

Skyldi það vera raunin að Samherji sé á leið úr landi? Er verið að versla fyrir restina af kvótagróðanum og láta sig síðan hverfa? Hér er HLEKKUR inn á síðustu kaup þeirra erlendis. Það er ekki langt síðan Samherji keypti sjávarútvegsfyrirtæki í Afríku. Ef þetta er raunin verður væntanlega einhverjum vildarvinum réttur kvóti Samherja sem að sjálfsögðu er veðsettur í botn um ókomna framtíð.

Kolvitlaust veður á Skagaströnd!!!!!!!!!!!!!!!

Ég ætla rétt að vona að Palli bloggvinur minn og aðrir á Skagaströnd hafi ná að negla fyrir allt sem hægt er að negla fyrir áður en þessi ósköp brustu á.Grin 

Óveður á Skagaströnd


Við skulum vona....................

að þeir séu edrú. Það væri ekkert grín að villast um í himingeimnum svolítið ryðgaður í hausnum.
mbl.is Geimfarar hefja viðgerðarvinnu á sólarvæng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1500 vatta græjur..........

í bílinn og ratsjármastur á toppinn. Þarna er komin hin fullkomna lausn fyrir ökufíflin sem geta ekki með nokkru móti farið eftir lögum.Shocking
mbl.is Bassabox truflaði radarmælingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hundarnir hans Jóhanns....

Stofnmat þorsks

Einar Hjörleifsson og Guðmundur Þórðarson skrifa um þorskstofninn

Guðmundur Þórðarson Einar Hjörleifsson
[ Smelltu til að sjá stærri mynd ]
Einar Hjörleifsson og Guðmundur Þórðarson skrifa um þorskstofninn: "...og taldar eru miklar líkur á að hann verði við sögulegt lágmark árið 2008."

Í skýrslu Hafrannsóknastofnunarinnar um ástand nytjastofna frá liðnu vori eru myndir sem sýna mat á viðmiðunarstofni og hrygningarstofni frá 1980 til 2007 og eru þær endurbirtar hér. Á þeim er einnig spá um þróun á þessum viðmiðunarstærðum fram til ársins 2011 miðað við óbreytta aflareglu. Þessar myndir ná yfir það 22 ára tímabil sem Erni Pálssyni framkvæmdastjóra LS er hugleikið þegar hann lýsir "óumdeildri" jákvæðri þróun hrygningarstofns frá árinu 1982 til 2005 í frétt Morgunblaðsins mánudaginn 22. október, sem hann telur gefa tilefni til bjartsýni. Í fréttinni er þess hinsvegar ekki getið að frá 2005 hefur hrygningarstofninn minnkað um 20%. Umhugsunarvert er að þróun viðmiðunarstofns (B4+) sem notaður er til útreikninga á aflamarki og byggist á sömu gögnum og aðferðafræði og matið á hrygningarstofninum skuli ekki vera Erni hugleikin. Í skýrslu Hafrannsóknastofnunarinnar, sem og á umræddri mynd, kemur skýrt fram að viðmiðunarstofn hafi minnkað síðastliðin þrjú ár og taldar eru miklar líkur á að hann verði við sögulegt lágmark árið 2008.

Í umræddri frétt bendir Örn réttilega á að meðalþyngd í afla 10 ára fiska og eldri geti engan veginn endurspeglað raunverulegan vaxtarferil árganganna. Ástæður fyrir þessum lágu meðalþyngdum í afla eru tvíþættar. Annarsvegar er 10 ára og eldri fiskur mjög sjaldgæfur í afla, eða um 1,5% í fjölda og því eru tiltölulega fáar mælingar að baki þessum meðalþyngdum. Hinsvegar hefur hlutfall fiska í þessum aldurshópum sem veiddir eru fyrir norðan land aukist á undanförnum árum. Þannig var á árunum 1991 til 2003 á bilinu 10% til 30% af 10 ára og eldri þorski veiddur á norðurmiðum en árið 2006 um 80% ef miðað er við fjölda. Þorskur frá norðurmiðum er allajafna mun minni og léttari en jafngamall þorskur af suðurmiðum. Áhrif þessara lágu meðalþyngda í eldri fiski þegar kemur að útreikningi á stofnstærð eru hinsvegar tiltölulega lítil. Það helgast af því fiskur 10 ára og eldri er einungis 0,4% af stofnstærð þorsks í fjölda árið 2006. Meðaltöl áranna 2000 til 2005 fyrir þyngdir 10 ára og eldri eru frá 40% til tvöfalt hærri en meðalþyngdir í afla á árinu 2006. Ef þessi meðaltöl eru notuð til að reikna út viðmiðunarstofn ársins 2006 þá eykst viðmiðunarstofn einungis um 4 þúsund tonn. Munurinn er um 0,6% og því vel innan skekkjumarka í stofnmati og því var ekki talin ástæða til að meta raunhæfari þyngd þessara aldurshópa með vaxtarlíkani.

Í frétt Morgunblaðsins kemur fram að Örn dregur mat Hafrannsóknastofnunarinnar um lélega nýliðun allt frá árinu 2001 í efa og bendir máli sínu til stuðnings á að tíðni skyndilokana bendi til þess að nýliðun sé betri en mat Hafrannsóknastofnunarinnar gefi til kynna. Hér ber að líta til þess að mælingar sem eru grunvöllur skyndilokana eru hlutfallsmælingar en ekki eiginlegar magnmælingar. Tíðar skyndilokanir geta því allt eins stafað af því að lítið magn sé af fiski fyrir ofan viðmiðunarmörk en að mikið magn af ungfiski undir viðmiðunarmörkum sé að koma inn í veiðistofn. Mat Hafrannsóknastofnunarinnar á nýliðun er byggt á sögulegu samræmi sem er á milli afla úr árgöngum sem gengið hafa í gegnum veiðina og vísitölumælinga sömu árganga sem ungfisks. Þessar mælingar hafa til þessa reynst tiltölulega áreiðanlegar og ekkert sem bendir til þess að þar hafi orðið stórkostleg breyting á. Hin allra síðustu ár eru þó vísbendingar um að stærð uppvaxandi árganga hafi verið ofmetin um 5–10%.

Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar til stjórnvalda um nýtingu þorskstofnsins í nánustu framtíð byggist fyrst og fremst á horfum í þróun viðmiðunar- og hrygningarstofns á næstu árum. Miðað við þær magnmælingar sem fyrir liggja um árgangastærð nú, bæði úr afla og úr stofnmælingu, þá eru umtalsverðar líkur á því að stærð bæði viðmiðunar- og hrygningarstofns sé eða fari undir sögulegt lágmark við óbreytta aflareglu (sjá mynd). Það var í þessu ljósi sem Hafrannsóknastofnunin lagði áherslu á að breyta nú þegar viðmiðunarreglu um útreikning aflamarks, úr 25% af viðmiðunarstofni í 20%. Með þessu eru taldar minni líkur á að viðmiðunar- og hrygningarstofn verði undir sögulegu lágmarki eftir 3–4 ár.

Höfundar eru fiskifræðingar á Hafrannsóknastofnun. Heimildir: mbl.is/gagnasafn

Þeim félögum Einari og Guðmundi er afskaplega hugleikið að gera Örn Pálsson framkvæmdastjóra LS ótrúverðugan í þessari grein. Það sem Örn birti voru gögn Hafró ófölsuð. Svona skrif og greinar koma ekkert á óvart, það lítur þannig út að Forstjóri Hafró stjórnar málflutningi undirmanna sinna og er þeim einungis leyft að segja og skrifa opinberlega það sem hann og hans klíka vil að sé sagt. Er ekki orðið tímabært að verklagsreglur Hafró séu teknar til endurskoðunnar og kúgunin og eineltið sem viðgengst hjá þessarri stofnun verði upprætt.


Athyglisverð frétt!!!!!!!!!!!!

Barentshafi: Nær óbreyttur þorskkvóti á næsta ári

29.10.2007

Norðmenn og Rússar hafa náð samkomulagi um að heildarkvóti þorsks í Barentshafi verði 430.000Þorskur tonn á árinu 2008 og að kvóti strandþorsks tonn 21.000 tonn. Samtals nemur kvótinn því 451.000 tonnum sem er 6.000 tonna aukning frá yfirstandandi ári.

Í fréttatilkynningu frá norskra sjávarútvegsráðuneytinu er haft eftir Helgu Pedersen sjávarútvegsráðherra að ástæðuna fyrir því að unnt hefði verið að auka þorskkvótann mætti rekja beint til þess að tekist hefði að draga úr ólöglegum veiðum á þorski í Barentshafi.

Ýsustofninn í Barentshafi er í góðu ástandi og verður ýsukvótinn aukinn úr 150.000 tonnum í 155.000 tonn.

 Þá náðist samkomulag um að engar loðnuveiðar yrðu leyfðar í Barentshafi á næsta ári og ekki heldur beinar veiðar á karfa. Heimildir: http://skip.is/

Veitið athygli, kvóti strandþorsks. Hefur sjávarútvegsráðherra ekki dottið í hug að um standþorsk er einnig að ræða við Ísland? Hvernig skildi standa á því að við úthlutun á þorskkvóta er horft á málið sem um einn stofn sé að ræða? Sem er náttúrulega algjört kjaftæði, það eru margir stofnar við landið. Það er í lagi að þeir sem öllu ráða ( eða þykjast gera það ) fari að átta sig á þessu og vinni í samræmi við það.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband