Gestabók
Skrifa í Gestabók
Gestir:
Besta lið allra tíma
Sæll Gummi, það blæs vel með okkur þessa dagana og verður vonandi til loka tímabilsins, það er sem sagt fjör í kotinu hjá þér...
Hallgrímur Guðmundsson, mán. 30. mars 2009
LIVERPOOL
Sæll felagi.Ja nu er gaman að vera PULLARI en ekki gott að vera giftur UTD manneskju:)KV Gummi A.
Guðmundur Agustsson (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 19. mars 2009
Heill og sæll Gummi
Ég frétti af þér um daginn þegar ég var að spjalla við Hreggvið Heiðarsson. Í dag er ég stórsnjóskaflasérfræðingur Norðan heiða sjáðu til. Gaman að heyra frá þér félagi. Kv. Halli
Hallgrímur Guðmundsson, mið. 27. ágú. 2008
Sæll Halli :)
Langt síðan maður hefur heyrt og séð af þér.Ég er nýlega fluttur á selfoss og er að keyra hjá M.S.Rakst óvart á þessa síðu.KV Gummi Á. andreasig@visir.is
Guðmundur Ágústsson (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 26. ágú. 2008
Sæl Jóhanna
Takk fyrir Jóhanna það er alltaf gaman að vita hvejir detta inn á þessa síðu. Hvar í veröldinni býrð þú núna og er Svenni ennþá í Kanada? Með bestu kveðju Halli.
Hallgrímur Guðmundsson, fim. 17. apr. 2008
Blessaður og sæll "gamli"
Sæll og blessaður, alveg ótrúlegt hvað maður getur rekist á marga inná svona bloggsíðum hjá öðrum, fann einmitt þína svoleiðis. Gaman að vita af þér og má til með að kvitta hér. Hafðu það bara ávalt sem best, kveðja Jóhanna
Jóhanna V. Arnbjörnsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 17. apr. 2008
Kveiki á peruni
Já nú kveiki ég á peruni. Ég er hér á vopnafirði í heimsókn hjá syni mínum. Er í lánstölvu en skrifa meira seinna. kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, fös. 21. sept. 2007
Um mig.
Heill og sæll Sigmar. Jú jú við þekkjumst og það nokkuð vel. Ég bjó í eyjum en flutti þaðan árið 2000. Ég var í skólanum 1983 til 1985. Ég var meðal annars á Drífunni í nokkuð mörg ár einnig var ég hjá Sigurði Inga vini okkar fyrst á litlu Sigurvík síðan á þeirri stóru og Bergvíkina var ég með líka. Ég og Davíð keyptum Bjarma á sínum tíma og gerðum út saman.Fyrigefðu ég gleymi alltaf þessari gestabók.
Hallgrímur Guðmundsson, fös. 21. sept. 2007
Sæll Hallgrímur
Heill og sæll Hallgrímur, og þakka þér sömu leiðis að gerast bloggvinur minn. Ég er búinn að vera að pæla í því hvort ég á ekki að þekkja þig en kem þér ekki fyrir mig. Væri gaman að fá að vita meira um þig, hvenær þú varst í Stýrimannaskolanum og hvort þú býrð í Eyjum eða hefur búið þar. Ég hætti sem stýrimaður á Herjólfi 1992 og gerðist þá Umdæmisstjóri Siglingastofnunar í Eyjum, en 1998 flutti ég í Kópavoginn og hef búið þar síðan. (Sjá bloggið mitt þar sem ég skrifa hvers vegna ég flutti frá Eyjum) Nú starfa ég sem skipaskoðunarmaður, eftirlitsmaður með Gúmmíbjörgunarbáta skoðunarstofum og fleiru. Einnig sá ég um líkanið í Siglingastofnun og keyrði í átta ár hafnarlíkön þar á meðal líkanið af Bakkafjöru. Já það er mikil umræða um Bakkafjöru og það er bara af hinu góða. Þó finnst mér menn vera einum of svartsýnir á þessa framkvæmd. Já Hallgrímur ég er forvitinn að vita hvort við þekkjumst, hlakka til að heyra frá þér. kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, þri. 18. sept. 2007
Sárabót
fyrir Hafstein blog vin.Þetta var magnað hjá okkar mönnum.En það er ekki hægt annað en hæla Hamilton.
Hallgrímur Guðmundsson, mán. 2. júlí 2007
Formúlan
Okkar menn voru góðir í dag. Þó að Alonso sé ekki í neinu uppáhaldi hjá mér verð ég að viðurkenna að hann var rosalega góður í þessari keppni.
Jóhann Elíasson, sun. 1. júlí 2007