Nokkur orð um þetta ævintýri

Hér væri hægt að skrifa langa ritgerð, sleppum því og gefum þessu réttnefni í fáum orðum.

Kjöldregnir á ofurlaunum með gjörsamlega vonlausan yfirmann.

Það sem ég sé gott við þetta er að hugleiðalega les maður á morgun í fjölmiðlum.

Benítez rekinn frá Liverpool og verðu þá fyrsti í sögunni sem rekinn er frá klúbbnum.

Mörgum hefur sjálfsagt ekki dulist það að ég hef frekar litar mætur á spanjólanum og efast stórlega um hæfni hans.

Góðar stundir.


mbl.is Níu Liverpool-menn lágu gegn Fulham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert ekki einn um það að efast Rafa. Ég hef aldrei trúað því að hann sé sá rétti fyrir Liverpool, hef skrifað mikið um það og verið mikið gagnrýndur fyrir.

Ég bara trúi því ekki að honum verði haldið. Það tala allir um það hvað það er dýrt að reka hann. Ég spyr á móti, hvað kostar það Liverpool að komast ekki í meistaradeildina að ári?

Hvað mun það kosta ef Liverpool liðið þarf að fara í UEFA cup úr riðlinum í meistaradeildinni?

Hvað ef Liverpool kemst ekki í meistaradeildina né UEFA bikarkeppnina á næsta ári?

Hvað ef Liverpool fer í gegnum 4 leiktíðina í röð án þess að ná í titil?

 Þetta kostar klúbbinn miklu meiri peninga heldur en að reka Rafael Benitez. 

Það fer virkilega fyrir brjóstið á mér að horfa uppá þennan vitleysing gera Liverpool að meðalliði þegar hann hafði 5 ára plan í byrjun að gera þá að meisturum. 

Þegar sá séns gafst, sem var í fyrra þá ákvað mannálfurinn að fara í það að heimta nýjan samning fyrir sig og leikmenn í stað þess að einbeita sér að því að vinna deildina.

Nú eða þegar hann fór í fjölmiðlastríð við Ferguson. 

Maðurinn er ótrúlegur og velur svo heimskulegar tímasetningar í hlutina. Hugsar um sig fyrst og fremst og setur klúbbinn í annað sæti og það er með öllu óviðunandi og það hljóta menn að vera sammála um. 

Júíus (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 19:56

2 Smámynd: Arnar Bergur Guðjónsson

Heyra í Liverpool mönnum núna....grenjandi út í sitt hvoru horninu.

vonandi haldið þið bara nógu fast í Benna og seljið okkur Torres... og Gerrard  :D

Arnar Bergur Guðjónsson, 31.10.2009 kl. 20:26

3 identicon

Heyra í okkur núna????

Ég hef hamrað á því að Rafa sé ekki sá rétti í mörg ár og alla tíð verið á móti þessum manni enda get ég ekki með nokkri móti þolað hann. 

Finnst hann svo drepleiðinlegur karakter að þá hálfa væri miklu meira en nóg. 

Júíus (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 21:29

4 Smámynd: Magnús Þór Friðriksson

Það sem hrjáir Liverpool er Bikarleikja mentalítetið, þ.e.a.s. að þeir virðast ná að peppa sig upp í þá leiki sem skipta máli (sbr. Utd leikinn um síðustu helgi) en tapa þeim leikjum sem þeir "eiga að vinna".

Mér finnst Benni algjört æði!!! ...enda er ég Utd-maður....

Magnús Þór Friðriksson, 1.11.2009 kl. 01:15

5 identicon

Hallgrímur,

  Þú ert nú meiri andsk. auminginn

Jóhannes (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 13:05

6 Smámynd: Víðir Benediktsson

Benitez er bara flottur og án hans væruð þið ekkert. Ég endurtek, EKKERT. Ástæðan fyrir því að þið eruð sífellt að tapa er sú að þið eruð lélegir í fótbolta og það er ekki á færi nokkurs manns að breyta því. Þið eruð bara heppin að Benitez skuli ekki vera farinn frá ykkur og farinn að stjórna alvöruliði en hann er víst aumingjagóður karlinn.

Víðir Benediktsson, 1.11.2009 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband