mið. 28.10.2009
Þvílík sjálfsblekking
Ætli það láti ekki nærri ef við margföldum þessa tölu Hafró með 18 að við séum að nálgast raunveruleikann.
Allt annað er afneitun og sjálfsblekking af verri endanum.
Þjóðfélagið hefur ekki efni á þessum skrípaleik og hefur aldrei haft.
Góðar stundir.
Fiski fyrir hundruð milljóna króna hent í sjóinn í fyrra? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Efni
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 3484
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Veður og sjólag
- Belgingur
- Bracknell veðurkort
- Sjávarföllin á Íslandi
- Fiskmarkaðir
- Rafröst Akureyri
- Blogg gáttin
Áhugaverðar síður
Bloggvinir
- Huld S. Ringsted
- Arna Rut Sveinsdóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Víðir Benediktsson
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Sigurjón Þórðarson
- Ásta Hafberg S.
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Eiríkur Guðmundsson
- Grétar Rögnvarsson
- Götusmiðjan
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Gísli Guðjón Ólafsson
- Jón Kjartansson SU-111
- Vilmundur Aðalsteinn Árnason
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þorleifur Ágústsson
- Mummi Guð
- Reynir Elís Þorvaldsson
- Sverrir Einarsson
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Ólafur Tryggvason
- Jón Kristjánsson
- Rannveig H
- Davíð Þorvaldur Magnússon
- Þórbergur Torfason
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Grétar Mar Jónsson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Hólmdís Hjartardóttir
- gudni.is
- Jón Snæbjörnsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Öll lífsins gæði?
- Albert Þór Jónsson
- Guðbjörn Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Brattur
- Jónas Jónasson
- Ársæll Níelsson
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Birgir Örn Hauksson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Einar Vignir Einarsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hallgrímur Óli Helgason
- mannréttindabrot
- Vefritid
- Púkinn
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ólafur Þórðarson
- Guðjón Ingólfsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Himmalingur
- Tryggvi Helgason
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Byggir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- viddi
- Óskar Helgi Helgason
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Steingrímur Helgason
- S. Lúther Gestsson
- Samtök Fullveldissinna
- S. Einar Sigurðsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
hjá hvaða krimma hefur þú verið að vinna á sjó? eða ertu að lýsa eigin reynslu og ákvörðunum? glæpamaðurinn heldur alltaf að allir aðrir séu lögbrjótar.
Fannar frá Rifi, 28.10.2009 kl. 09:40
Fannar, glæpamaðurinn telur sig reyndar yfirleitt vera saklausann og neitar sakargiftum! Það kallast á ensku, ´´unmitigated gall´´ og útleggst á íslensku sem ´´takmarkalaus frekja´´!
Ef að þú telur brottkast ekki vera vandamál (og gefum okkur að þú stundir ekki brottkast eða slíka iðju ) og ert sáttur við við úrelt vinnubrögð Hafró (meðal annars togararall með úreltum veiðarfærum) við mat á stofnstærðum í sjó þá mátt þú vera á þeirri skoðun! En þú verður að þola skoðanir annarra og svara með rökum en ekki dylgjum!
Það getur ekki verið hagkvæmt fyrir þjóðarbúið að henda veiddum fiski aftur í sjóinn og það þýðir ekkert að loka augum fyrir því og fegra hlutina !
Hér eru staðreyndirnar sem skifta höfuðmáli og getur ekki verið að kerfið sé gallað, það býður jú upp á þessa sóun, ekki satt?
Halli (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 11:48
Fannar ég var rúma þrjá áratugi á sjó og þar af skipstjóri í rúma tvo áratugi.
Brottkast var til staðar þegar ég byrjaði.
Brottkastið hefur stóraukist á þessum tíma og eftir að menn fóru að verðleggja sameign þjóðarinnar út úr sólkerfinu náði brottkastið sögulegum hæðum og ekkert bendir til að það muni draga úr því með núverandi stjórnarháttum á fiskveiðistefnu þjóðarinnar.
Þú sjálfsagt veist þetta betur en þeir sem hafa haft sjómennsku að ævistarfi, það leysir engan vanda ryðjast fram í sviðsljósið með upphrópanir og hroka.
Nær væri að menn viðurkenndu vandann og einhentu sér í að leysa hann.
Hver er glæpamaðurinn og hver fremur glæpinn, nú mega menn setjast niður og hugsa þetta áður en við förum út í persónugera vandamálið?????
Seint verðum við sammála í þessum málaflokki Fannar en vita máttu að ég tala af reynslu og ef einhver efast um orð mín þá vil ég fá afdráttalausa sönnun fyrir lyginni.
Góðar stundir.
Hallgrímur Guðmundsson, 28.10.2009 kl. 12:29
Helvítis foking fokk !
Fannar !
Það vill svo til að ég er í sambandi við fjöldan allan af sjómönnum sem eru á skipum Brim hf.
Samkvæmt samantekt og hlutlausu mati margra aðila er brottkast á skipum Brim hf, samanlagt á ársgrundvelli töluvert meira í tonnum talið en kemur fram í skýrslu Hafró.
Níels A. Ársælsson., 28.10.2009 kl. 12:50
" og ert sáttur við við úrelt vinnubrögð Hafró"
ég lagði fram og kom þessu inn í stefnu SUS:
"Lagt er til að algjör endurskoðun og uppstokkun fari fram á stofnunum ríkisins sem koma að hafrannsóknum SUS telur einnig mikilvægt að auka aðkomu þeirra sem starfa í greininni að ákvörðunum um heildaraflamark og annað er viðkemur sjávarútvegi."
ég var formaður félagsins þegar við lögðum þessar tvær tillögur fram:
Hvernig var það Hallgrímur þegar menn voru utan kvóta? hvernig voru verðmætin? verðmæti og verðmæta sköpun og hefur komið til eftir að sóknin var takmörkuð og kvótakerfinu var komið á. enda geta íslenskir matvælaframleiðendur á sjávarútvegsviði gert sölu samninga og tryggt afhentingu á fiski alla mánuði ársins. eitthvað sem ekki var hægt þegar um 90% fisksins kom á land á nokkrum vertíðar mánuðum.
ég er óhræddur við að gagrýna kerfið, ég geri það samt ekki þannig að ég vilji leggja sjávarútveg niður sem grein sem borgar sig sjálf. eða eru menn hérna sem saknar þess að vera með alskyns sjóði hjá ríkinu sem hægt var að sækja í til að bæta upp tap rekstur?
það er hægt að koma í veg fyrir brottkast á undirmáli með mjög einföldum hætti. tölfræði. það er alltaf einhver smáfiskur sem kemur með í öll veiðarfæri. ef það kemur í ljós að einhver er aldrei með smáfisk eða óeðlilega lítið af honum þá er hægt að krípa til aðgerða og kanna það frekar.
en eins og þú sagðir, jafnvel þegar menn voru utan kvóta þá stunduðu þeir brottkast. hver var tilgangurinn þá með brottkasti?
Fannar frá Rifi, 28.10.2009 kl. 12:52
Það sem mér finnst einkennilegt í þessu hjá hafró er að þeir segja að meira fari í sjóinn aftur af ýsu en þorski . Það er mér hulinn ráðgáta hvernig þeir fá það út og er það í andstöðu við mína reynslu sem nær aftur til 1977.
Jón Magnússon (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 13:02
Var það ekki 1991 sem við aðskildum dómsvald og framkvæmdavald ?
Afhverju kemst Hafró upp með að ransaka og dæma í málum ?
Helvítis foking fokk !
Níels A. Ársælsson., 28.10.2009 kl. 13:10
Fannar ég er í vinnunni minni og svara þér betur í kvöld, en þessu skal ég svara núna.
Ég hef aldrei verið sammála vinnubrögðum Hafró, ég endurtek ALDREI.
Ekki get ég með nokkrum hætti tjaslað því saman í hausnum á mér hvernig þér datt það í hug....
Hallgrímur Guðmundsson, 28.10.2009 kl. 13:33
hvernig og hvar færðu það út að ég sé að segja að þú sért sáttur við vinnubrögð hafró? einu þeir sem ég veit um að séu sáttir við hafró eru flokkarnir sem nú sitja í ríkistjórn.
Fannar frá Rifi, 28.10.2009 kl. 14:27
Það má svo sem stinga hausnum í sandinn og segja að brottkastið sé ekki til staðar eða svo lítið að það taki því varla að tala um það. Hins vegar gæti ég sagt margar ljótar sögur af brottkasti en það þjónar engum tilgangi því kvótaeigendur hafa sannmælst um að tortíma æru þess sem það gerir og hafa staðið við það með fulltingi stjórnvalda. Já vel á minnst, ég hef róið frá Rifi og kann sögur þaðan líka. Hvernig var staðan fyrir kvótakerfið??? Við vorum ekki inn á gafli hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum sem er bein afleiðing "besta" fiskveiðistjórnunarkerfi heims.
Víðir Benediktsson, 28.10.2009 kl. 21:21
" og ert sáttur við við úrelt vinnubrögð Hafró"
Svona fékk ég það út, eða hvað varst þú að meina með þessu innleggi?
Fannar ég held að þú ættir að kynna þér sögu fiskveiða við ísland með opið fyrir öll skilningarvit og bæði augun opin.
Ástæður brottkast hér áður fyrr átti sér sínar skýringar og ef þú hefur áhuga þá rennur það upp fyrir þér þegar þú skoðar söguna. Ég er handviss um að þú hafir aðgang að nokkrum mönnum sem stunduðu sjóinn á þessum tíma og eru til í uppfæra kunnáttu þína um þessi mál.
Það tekur lengri tíma en ég er til í að eyða í netheimum.
Eitt er alveg á hreinu, ég hef akkúrat engra hagsmuna að gæta og enga ástæðu til að fara með rangt mál þegar ég fullyrði að brottkast er stórlega vanmetið.
Hitt er svo annað mál að þegar menn eru tilbúnir til að þumbast áfram í sjálfsblekkingu og telja sjálfum sér og öðrum trú um að hlutirnir séu hreint ekki svo slæmir þá verði þeim að góðu, sannleikurinn kemur þótt síðar verði hvort heldur mönnum líkar eða ekki þannig gengur þetta fyrir sig.
Er nóg að vitna í orð sem ég sagði fyrir næstum þremur árum og menn voru hver um annan tilbúnir að upphrópa mig öfundsjúkan fábjána sem vissi ekkert um hvað ég var að tala, þá var ég að tala um gríðarlega skuldasöfnun í skjóli upplogna verðmæta aflaheimilda sem gæti ekki endað nema á einn veg, hvernig fór?
Mönnum datt það í alvörunni í hug að kílóverðið á þorski færi alveg hiklaust upp í 7000 jafnvel 7500 krónur kílóið, fyrir þessu hef ég mjög áræðalega heimildir.
Við erum ekki enn búin að sjá allt því miður.
Við erum með handónýta stefnu og stjórnun í fiskveiðimálum, það verður ekki umflúið að stokka þetta upp og halda því fram að ef einhverju verði breytt þá leggist útgerð af er frekar döpur alhæfing.
Nær væri að segja að þá fyrst værum við með heilbrigðan atvinnuveg þar sem þeir þrífast best sem eru í alvörunni að þessu með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi.
Drögum andann rólega við erum líka með handónýtt apparat sem heitir Hafró og þar verður að hreinsa til.
Þá er ég að tala um stjórnina eins og hún leggur sig + forstjórann og málpípur hans.
Góðar stundir.
Hallgrímur Guðmundsson, 28.10.2009 kl. 22:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.