NATO blóraböggull glæpamanna og þjófa

Höfum það í huga að NATO var að sinna sínu hlutverki sem er til dæmis.

Koma í veg fyrir að ofbeldisfullir talíbanar nýti sér ránsfeng (í þessu tilfelli olía) til að reka áframhaldandi hryðjuverk á óbreyttum borgurum og friðargæsluliðum.

Í öllum stríðum alveg sama hvar þau eru háð falla óbreyttir borgarar (ósamgjarnt) en á hinn bóginn óhjákvæmilegt hvort sem okkur líkar það eða ekki.

Ef tilgangur NATO í Afganistan á að eiga einhverja von um árangur þá er það eðlilegt að stöðva öfgafulla talíbana með öllum ráðum.

Að sjálfsögðu vona ég að fall óbreyttra borgara verði sem minnst, jafnt í Afganistan sem og annarstaðar í veröldinni þar sem óvægin stríð eru háð.

Góðar stundir.


mbl.is Borgarar meðal látinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Og kæri Hallgrímur, hver er tilgangur þessa stríðs?

Ólafur Þórðarson, 6.9.2009 kl. 11:20

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ég get ekki svarað þessari spurningu, ég hef aldrei getað séð neinn tilgang með styrjöldum yfirleitt.

Einhverjir misbrjálaðir hefja ósköpin, aðrir misgáfaðir telja sig betur til þessa fallna en aðra að koma hlutunum í laga og ljúka ósköpunum.

Mín einfaldasta túlkun á þessu, hringferð brjálæðis sem frekar litlar lýkur eru á að taki enda því miður.

Við vitum þó þetta, bæði trú og pólitík spilar stórt hlutverk í þessu hringleikahúsi brjálæðisins.

Hallgrímur Guðmundsson, 6.9.2009 kl. 11:45

3 Smámynd: Guðni Þór Björnsson

Hérna eru menn bara að passa að talíbanar komist ekki í "þeirra" framtíðarolíu. Og er það eðlilegt að almennir borgarar falli í stríði? Held þú yrðir á annari skoðun ef til þú og þínir nánustu væru í sömu stöðu.

Guðni Þór Björnsson, 6.9.2009 kl. 11:48

4 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Guðni ég er ekki að segja að það sé bara eðlilegt að almennir borgarar falli.

Því miður þá er það skelfilegur fylgifiskur.

Að leysa ágreining með styrjöldum er skuggaleg vanhugsun jafnvel alvarlegur vanþroski.

Af hverju er ekki einfaldlega náð í þessa misbrjáluð sem starta ósköpunum, næg er tæknin.

Hallgrímur Guðmundsson, 6.9.2009 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband