Hunda jahá ????????????????

Er í alvörunni ekkert annað sem kemur til greina????

Góðar stundir.


mbl.is Ær sundurtættar eftir hunda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebekka

Ofvaxnir refir?

Rebekka, 18.8.2009 kl. 07:03

2 identicon

Jahhh, það er skrýtin tilviljun ef 6 ær drepast á sama staðnum.  Ef kindurnar hafa verið bitnar sem er auðvelt að sjá þá er það eftir hunda því refir ráðast ekki á lifandi ær, það væri allavega ný tegund útrásar-refa sem létu sér ekki nægja minni og auðveldari bráð! 

H. Vilberg (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 08:52

3 Smámynd: Sverrir Einarsson

Ég hefði haldið að ef þetta væri eftir rebba þá hefði hann nú snætt dýrið en ekki hugsað um að drepa sem flestar....en hvað veit ég sem er bara bílstjóri

Sverrir Einarsson, 18.8.2009 kl. 08:58

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Halli minn það eru ekki allir hundar eins og okkar, sem skríða upp í fangið á okkur.
Þetta er ömurlegt og ég vona að þeir náist og einnig sá sem elur upp svona grimmd í dýrunum sínum.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.8.2009 kl. 10:10

5 identicon

Að hundarnir séu fleiri en einn?

Það ætti nú að vekja athygli í sveitum landsins ef stórir hundahópar séu á ferðinni án eftirlits.

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 11:16

6 identicon

Ég á bágt með að trúa að þetta sé eftir hunda satt best að segja - Held að það myndi vekja athygli ef hópur svo grimmra hunda væri á ferðinni en ég á bágt með að trúa að einn hundur gæti verið að verki.  Finnst nú líklegra að drápin hafi verið af mannavöldum og að fuglar og refir/og eða minkar hafi verið að narta  í hræin.

Finnst vera óábyrgt að fullyrða að drápin séu eftir hunda án frekari röksemda, enda kemur svona fréttaflutningur hundaeigendum sér ekki sérstaklega vel og þá sérstaklega þeim sem eiga hunda í stærri kantinum.

Þó má þess geta að hundar af tegundinni Siberian Husky eru úlfhundar og gæti því mögulega verið í eðli þeirra að veitast að dýrum sem þessum með slíkum hætti. Sjálfri þykir mér þó ekki líklegt að um verknað slíks hunds sé að ræða þar sem að ekki er það mikið af hundum af þeirri gerð hér á landi og þeir eru svo sannarlega ekki notaðir sem hundar í sveitum. Ef um slíkan hund væri að ræða þá held ég að það myndi ekki fara fram hjá neinum þegar að stór hvítur (hvítur að stórum hluta ) myndi hlaupa um einsamall allblóðugur um kjaftinn -

Solla Bolla (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 11:56

7 Smámynd: Víðir Benediktsson

Gæti best trúað því að rollurnar hafi gert þetta sjálfar til að koma óorði á hundana.

Víðir Benediktsson, 18.8.2009 kl. 20:37

8 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ekki ætla ég að dæma neitt í þessu en mér finnst þetta vægast sagt einkennilegt mál, Víðir er sennilega með þetta...

Hallgrímur Guðmundsson, 18.8.2009 kl. 23:26

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Flottur Víðir, með allt á tæru.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.8.2009 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband